Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 49

Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 49
113 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Náttúrufræðingurinn 77 (3–4), bls. 113–115, 2009 Margir hafa af því ánægju að ganga um malarfjörur og huga að falleg- um smásteinum, sem þar kunna að leynast. Á mörgum stöðum eru klettar og sjávarbakkar ofan við slíkar fjörur. Stundum nær brim að skola þaðan lausu efni, en vatn og vindar veðra líka þessa bakka og þá koma víða fram í dagsljósið ýmsir atyglisverðir steinar. Ár og lækir eru líka iðnir við að bera til sjávar ofan úr fjöllum ýmsa skraut- lega steina. Síðan tekur sjórinn við, sverfur í burtu skarpar eggjar og slípar og fágar þessa smásteina. Sumir kunna að láta sér nægja að hafa ánægju af að eignast litfagr- an skrautstein, en aðrir hafa líka áhuga á að vita meira um steininn sem þeir fundu í fjörugrjótinu. Fróðlegt er að skoða hvernig öldurót við sjávarströnd myndar steinvölu úr skarphyrndu smágrjóti. Að finna og tína fallega smásteina í malarfjöru Um leið og smágrjótið er á ferðinni upp og niður hallandi ströndina nýst það saman og skarpar brúnir sverfast af því (7. og 8. mynd). Tvær megingerðir af steinvölum eru mest áberandi. Önnur er egg- eða kúlulaga en hin þunn og flöt. Flötu steinvölurnar hafa flestar myndast úr þunnum flögum af lagskiptu grjóti. Egg- eða kúlulaga steinvölur velta upp og niður undan öldum á ströndinni, en flötu steinvölurnar velta sjaldnast heldur ýtast upp og niður fjöruna. Svarfið sem myndast við slípun á steinvölum á sjávarströndum verður að sandi, þannig að þar verður fjaran smám saman blanda af sjávarmöl úr steinvölunum og sandi. Þegar tímar líða og ef ekki bætist við meira af steinbrotum fara steinvölurnar minnkandi og eyðast að lokum, þannig að eftir 3. mynd. Mosaagat. Ljósm./Photo: Hjálmar R. Bárðarson. 2. mynd. Steinn úr lagskiptu kalsedóni. Ljósm./Photo: Hjálmar R. Bárðarson. 1. mynd. Steinn úr lagskiptu kalsedóni. Ljósm./Photo: Hjálmar R. Bárðarson. Steinvölur Hjálmar R. Bárðarson verður sendin malarströnd. Það er því öldurótið sem bæði myndar steinvölurnar og eyðir þeim. Allir steinarnir á þessari síðu og þeirri næstu voru tíndir upp í fjörum á Austfjörðum. Flestir þeirra voru fægðir með slípiefni í snúningstromlu, en form þeirra er þó óbreytt frá því þeir fundust á sjávarströndinni. Steinarnir á 1. og 2. mynd eru úr lagskiptu kalsedóni. Steinarnir á 3. og 4. mynd kallast mosaagat vegna þess að inni í steinunum er eins og hafi lokast inni mosagróður, en svo er þó ekki. Mosaagat er afbrigði af agati með innlyksum af berggrænu (seladóníti) eða klóríti. Steinninn á 5. mynd er gerður úr lagskiptu agati, sem er afbrigði af kvarsi, og á 6. mynd má sjá samsafn smá- steina sem allir fundust í fjörumöl á Austfjörðum.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.