Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 60

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 60
Náttúrufræðingurinn 124 Göngumynstur farfiska virðist einnig hafa verið óhefðbundið. Þannig gekk makríll (Scomber scombrus) í óvenjumiklum mæli inn í íslenska lögsögu austur af landinu yfir sumarmánuðina og veiddust um 90% af makrílafla íslenskra fiskiskipa innan landhelginnar. Göngumynstur loðnunnar hefur einnig verið að breytast síðustu ár og útbreiðsla eins og tveggja ára loðnu síðla sumars 2007 takmarkaðist aðallega við svæði meðfram landgrunnsbrún Austur-Grænlands í stað þess að dreifast um allt Íslandshaf, djúpt norður af landinu, eins og títt var á níunda og tíunda ára- tugnum. Loðnuganga kynþroska fisks upp á landgrunn- ið veturinn 2007–2008 skilaði sér síðan seint og varð mun minni en búist var við. Athugun í ágúst sýndi að þorskseiði dreifðust mun norðar úti fyrir Norðurlandi en áður hefur sést í lok sumars. Ástand sandsílastofnsins var enn bágborið eftir nýliðunarbrest tvö til þrjú undangengin ár. Einhver nýliðun virðist hafa tekist í Breiðafirði og Faxaflóa en alger brestur virðist hafa endurtekið sig undan suður- ströndinni. Af þeim sökum misfórst klak sjófugla eða ungar komust ekki á legg. Enn fremur virðist skortur á síli hafa haft áhrif á útbreiðslu hvala, eins og m.a. kom fram í fáum hrefnum á landgrunninu í umfangsmikl- um hvalatalningum sumarið 2007. Þrátt fyrir merki um hlýnandi veðurfar í sjónum gerðu hánorrænir hvalir sér ferðir upp að landinu. Í janúar bárust fregnir af náhval (Monodon monoceros) reknum á fjörur fyrir botni Lónafjarðar í Þistilfirði. Enn fremur gerði mjaldur (Delphinapterus leucas) sig heimakominn í Njarðvíkinni við Borgarfjörð eystra í nokkra daga í byrjun maí. Hvalurinn sást vel frá landi og vakti þessi sjaldgæfi gestur verðskuldaða athygli. Austfirðingar eru ekki með öllu ókunnugir mjaldri því annar hvalur sömu tegundar hélt til á Seyðisfirði í nokkra daga í júní 2006. Meginheimkynni náhvals og mjaldurs í NA-Atlantshafi eru hins vegar í Íshafinu norðan Íslands og allajafna líða mörg ár milli þess sem þessir hánorrænu gestir sjást við landið. Kárahnjúkar Miðlunarlón Kárahnjúkavirkjunar, Hálslón, stækkaði hægt í byrjun árs en óx örar með vor- og sumarleys- ingum og var orðið fullt í lok október, rétt rúmu ári eftir að lokað var fyrir botnrás Kárahnjúkastíflu. Stíflurnar sem mynda lónið eru auk Kárahnjúkastíflu (193 m há), Desjarárstífla (60 m) og Sauðárdalsstífla (25 m). Lónið verður stærst 57 km2, 25 km langt og 2 km breitt og sveiflast vatnsborð þess um allt að 75 m þótt sveiflan í meðalári sé mun minni. Auk Hálslóns eiga eftir að myndast mörg minni lón og verður heildarflatarmál allra lóna í tengslum við virkjunina þannig 67,4 km2. Með framkvæmdunum breyttist vatnakerfi stærstu ánna norðaustan Vatnajökuls verulega. Jökulvatni sem áður rann í Jöklu er nú veitt um jarðgöng og beint í Jökulsá á Fljótsdal sem aftur rennur í Lagarfljót. Í farvegi Jöklu rennur því héðan í frá tiltölulega vatns- lítil bergvatnsá nema þegar opnað verður fyrir lokur stíflunnar til að tempra fyllingu lónsins eða vatn fer úr lóninu á yfirfalli þegar það fyllist í lok sumars. Á áhrifasvæði virkjunarinnar voru 16 svæði á náttúru- minjaskrá. Við fyllingu miðlunarlónanna hurfu um 40 km2 gróins lands undir vatn og um fjórðungur friðlands Kringilsárrana fór undir Hálslón. Margir fossar töpuðust við gerð virkjunarinnar. Óvíst er hve umfangsmikil áhrif af virkjunarframkvæmdunum á náttúrufar svæðisins verða að endingu. Miðað við óbreytt veðurfar er talið að Hálslón fyllist af seti á um 400 til 500 árum, en ef jöklar hörfa vegna loftslagshlýnunar er búist við lengri líftíma lónsins. Gert er ráð fyrir að breytt vatnsrennsli Jöklu muni leiða til þess að ströndin við ósa árinnar hopi um 200–280 m á næstu 100 árum. Óvíst er hver áhrif aukins vatnsrennslis verða á grunnvatnsstöðu og lífríki í og við bakka Lagarfljóts eða í sjónum úti fyrir ströndum Héraðsflóa. Kárahnjúkavirkjun hefur með réttu verið nefnd stærsta verkefni Íslandssögunnar og víst er að engin einstök framkvæmd hefur leitt til meiri röskunar á náttúru Íslands – því er hennar getið í náttúrufarsannál. Frá Kárahnjúkastíflu. Ljósm.: Þorfinnur Sigurgeirsson. Mjaldur (Delphinapterus leucas) í Njarðvík. Ljósm.: Skarphéðinn Þórisson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.