Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 62

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 62
Náttúrufræðingurinn 126 4. mynd. Rannsóknir á berghlaupi sem féll á Morsárjökul í mars 2007 hafa verið unnar undir forystu Náttúrustofu Norðurlands vestra. Ljósm.: Ingvar Atli Sigurðsson 2007. 5. mynd. Tveir hvítabirnir skutu heimamönnum skelk í bringu í júní. Hér hleypur fyrra dýrið á eftir tveimur ágætum Skagfirðingum. Ljósm.: Þorsteinn Sæmundsson 2008. kortlagningu berghlaupa og annarra jarðfræðilegra fyrirbæra. Helgi stundar nú rannsóknir á Reykjanes- skaga sem eru samstarfsverkefni náttúrustofa Norðurlands vestra og Reykjaness. Þessar rannsóknir eru hluti af meistaranámi hans við Háskóla Íslands. Þórdís Vilhelmína Bragadóttir er líffræðingur og lauk BS-prófi frá Háskóla Íslands árið 2002 og MS-prófi frá sama skóla árið 2008. Meistaraprófsritgerð hennar fjallaði um búsvæðaval, dreifingu og fæðu helsingja í Skagafirði. Þórdís hóf störf hjá stofunni sem sumarstarfs- maður árið 2002. Hún hefur und- anfarin ár sinnt starfi landvarðar í friðlandinu við Miklavatn og Borg- arskóga, sem er samstarfsverkefni stofunnar og Umhverfisstofnunar. Að auki hefur hún sinnt rannsókn- um á fuglum í Skagafirði. Bjarney Anna Björnsdóttir hóf störf við stofuna árið 2008 og sinnir hún ýmsum skrifstofustörfum auk þess að aðstoða við ýmis verkefni. Auk fastra starfsmanna hafa nemar, bæði innlendir og erlendir, unnið á stofunni í námsverkefnum sínum og erlendir sérfræðingar sem vinna náið með stofunni hafa fengið vinnuaðstöðu á henni í lengri eða skemmri tíma. Verkefni stofunnar hafa verið fjölbreytt þau tæplega níu ár sem hún hefur starfað. Þungamiðja í starfsemi hennar hafa verið grunn- rannsóknir en ýmis þjónustuverk- efni hafa einnig verið unnin. Mikil áhersla hefur verið lögð á fræðslu til almennings og skóla. Á tveggja ára tímabili stóð stofan, í sam- vinnu við minjavörð Norðurlands vestra, fyrir fræðslufundum sem haldnir voru annan hvern þriðjudag yfir vetrarmánuðina undir heitinu Náttúra, saga og menning. Þessir fyrirlestrar voru vel sóttir. Fjölmargir hópar nemenda, bæði innlendra og erlendra, hafa sótt stofuna heim og hafa verið haldnir fræðslufyrirlestrar bæði innan veggja stofunnar og í skólum í byggðarlaginu. Síðastliðið vor stóð stofan fyrir fræðsluráð- stefnu fyrir almenning undir yfir- skriftinni Náttúra Skagafjarðar og fékk til liðs við sig fjölmarga vísinda- menn sem greindu frá ýmsum rannsóknum sem stundaðar hafa verið í Skagafirði. Í júní og fram í miðjan júlí á þessu ári einkenndist nær öll starfsemi stofunnar af komu tveggja hvíta- bjarna í Skagafjörð með stuttu milli- bili. Mikið mæddi á starfsmönnum að svara fyrirspurnum fréttamanna og almennings enda ekki á hverjum degi sem slíka gesti ber að garði. Nú á haustmánuðum verður fyrri hvítabjörninn stoppaður upp og verður hann síðan varðveittur á stofunni til frambúðar. Líkt og aðrar náttúrustofur er Náttúrustofa Norðurlands vestra aðili að Samtökum náttúrustofa (SNS), sem hafa m.a. það hlutverk að stuðla að og efla samstarf meðal náttúrustofa. Samtökin hafa undirrit- að samstarfssamninga við Háskól- ann á Hólum, Stofnun fræðasetra Háskóla Íslands, Veiðimálastofnun, Náttúrufræðistofu Kópavogs, Land- búnaðarháskóla Íslands og Um- hverfisstofnun. Lista yfir birtar greinar og fyrir- lestra sem unnir hafa verið af starfs- mönnum og samstarfsmönnum stofunnar, auk annars fróðleiks um starfsemi hennar, er að finna á heimasíðu stofunnar www.nnv.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.