Valsblaðið - 01.05.2012, Page 13
Valsblaðið2012 13
landsins. Íþróttamaður Vals 2011 á að
baki 59 A-landsleiki fyrir Íslands hönd
og er að mörgum talinn mikilvægasti
leikmaður landsliðsins. Anna Úrsúla var
valinn leikmaður ársins á lokahófi HSÍ,
jafnframt var hún valin mikilvægasti
leikmaðurinn við sama tilefni og hlaut þá
Sigríðarbikarinn sem nefndur og gefinn
er til heiðurs okkar dáðu Sigríði Sigurð-
ardóttur. Einnig var Anna Úrsúla kosin
besti varnarmaður deildarinnar og var í
liði ársins. Með Val vann Anna Úrsúla til
Íslandsmeistaratitils sem og bikarmeist-
aratitils ásamt fjórum öðrum titlum.
Hverfahátíð að festast í sessi
Í ár var Hverfadagurinn haldinn hér að
Hlíðarenda annað árið í röð og er það
von okkar að sú hefð festist í sessi og sé
upphafið að enn öflugra samstarfi íbúa
samkvæmt framangreindri könnun er það
skoðun iðkenda að þjálfarar Vals séu þeir
sem langmest leggi upp úr drengilegri
framkomu og heilbrigðu líferni sem er
góður vitnisburður um þjálfarana okkar.
Einnig kemur fram að minnst er um
reykingar, tóbaksnotkun og ölvun hjá
iðkendum Vals í þessum aldurshópi sam-
anborið við jafnaldra þeirra af öllu land-
inu.
Eins og undanfarin ár naut barna- og
unglingastarf félagsins ríkulegs stuðn-
ings Fálkanna sem er starfinu mjög mik-
ilvægt. Kunnum við þeim bestu þakkir
fyrir stuðninginn og samstarfið á árinu.
Tveir stórir titlar unnust á árinu-
105 titlar frá stofnun Vals
Í skýrslu deilda verður árangri félagsins
gerð nánari skil en þó er vert að minnast
þess að Valur vann tvo af þeim stóru titl-
um á árinu sem félagið keppti um en það
verður að teljast viðunandi árangur. En
samtals hefur 105 Íslands- og bikarmeist-
aratitlum verið fagnað á Hlíðarenda.
Báðir þessir titlar unnust af meistara-
flokki kvenna í handbolta en þær eru nú
handhafar af öllum titlum sem keppt er
um í handknattleik kvenna á Íslandi.
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir
íþróttamaður Vals 2011
Á gamlársdag var Anna Úrsúla Guð-
mundsdóttir kjörin íþróttamaður Vals en
þetta var í 20. sinn sem kjörið fór fram.
Anna Úrsúla var vel að þessu kjöri kom-
in eins og allir aðrir sem borið hafa titil-
inn. Anna Úrsúla er glæsilegur fulltrúi
félagsins utan vallar sem innan og ein-
staklega góð fyrirmynd fyrir íþróttaæsku
Sjálfboðaliðar og stuðningsmenn. Frá vinstri:
Margrét Ívarsdóttir, Guðni Olgeirsson ritstjóri
Valsblaðsins og Þórdís Rúnarsdóttir móðir
Hrafnhildar og Dagnýjar Skúla.
Ragnhildur Skúladóttir fráfarandi yfir-
maður barna- og unglingasviðs og
Dagný Arnþórsdóttir nýr fjármála-
stjóri Vals.
Rúnar Már S. Sigur-
jónsson með ungum
stuðningsmanni.
Öflugir sjálfboðaliðar á heimaleikjum í handbolta sem láta sig aldrei vanta.
Frá vinstri: Björn Ægir Valgeirsson, Gísli Níelsson, Guðmundur Helgi
Magnússon, Gunnar Hjálmarsson. Á myndina vantar Sigurð Má Hilmarsson.
Þorsteinn Guðbjörnsson stendur vaktina á flestum
heimaleikjum í knattspyrnu ásamt ýmsum fleirum í
heimaleikjaráði.