Valsblaðið - 01.05.2012, Blaðsíða 54

Valsblaðið - 01.05.2012, Blaðsíða 54
54 Valsblaðið2012 HvererValsmaðurinn? inni á Hlíðarenda. Reyndar komu þar grjóthnullungar upp úr. Á Hlíðarenda var aðstaðan auðvitað bara gamla fjósið. Þar var Valdi húsvörður og sá um að hafa til bað fyrir okkur á eftir æfingar. Þar var kar eitt sem Valdi var búinn að láta renna í þegar æfingunni var lokið. Oftast var vatnið í karinu alveg rosalega heitt, varla hægt að komast ofaní … og svo var þarna ein sturta. Þetta var aðstaðan. Okk- ur fannst þetta fínt á þessum tíma. Það var nú ætlast til að menn skoluðu af sér í sturtunni áður en þeir fóru í karið. Stundum var nú misbrestur á því og hentu menn sér stundum sveittir og drulluskítugir í karið, einkum útlending- arnir, t.d. þegar við spiluðum við erlend lið. Einu sinni kom lið frá útlöndum í heimsókn til Vals. Liðið gisti í Fjósinu. Þar með misstum við búnings- og baðað- stöðuna um tíma. Þá var gripið til þess ráðs að tjalda stóru tjaldi fyrir framan Fjósið, þar sem mannskapurinn þurfti að klæða sig úr og í. Svo breyttist öll að- staða auðvitað þegar við fengum nýtt íþróttahús. Af knattspyrnuferli með meistara- flokki, Íslandsmeistari 1956 Ég lék minn fyrsta leik í meistarflokki árið 1951. Eftir það tímabil duttu nú úr nokkur ár. Ég gifti mig og stofnaði fjöl- skyldu og þá fór tíminn í annað. Seinna kom ég til baka og verð Íslandsmeistari árið 1956. Þegar fyrrverandi formaður knattspyrnu- deildar, félagsins og heiðursfélagi kemur í heimsókn á Hlíðarenda eru ekki margir af yngri félgasmönnum sem kannast við manninn. Ægir Ferdinandsson var í ára- tugi einn af þeim sem helguðu Val starfs- krafta sína á óeigingjarnan hátt. Ægir á svo sannarlega sinn þátt í því að Knatt- spyrnufélagið Valur er enn stórveldi sem íþróttafélag eftir hundrað og eins árs sögu. Sparkað á Egilsgötuvelli Þegar ég er strákur átti ég heima á Lauga- vegi 135 sem var aðeins fyrir austan gömlu vatnsþróna. Þetta er svæðið í kringum Hlemm. Þarna var Egill Vil- hjálmsson með sitt bílaverkstæði og bíla- umboð. Hann geymdi nýja bíla þarna á svæðinu. Þeir voru fluttir inn í trékössum og tekið utan af þeim eftir því sem þeir seldust. Þarna var líka gamla gasstöðin í nágrenninu. Á Laugavegi 128 eða rétt hjá mér bjó svo Frímann Helgason, hinn mikli Valsmaður og íþróttafréttaritari á Þjóðviljanum. Hörður Felixson sem lék með meistarflokki Vals bjó þarna í hverf- inu svo og Friðrik Ólafsson síðar stór- meistari í skák. Pabbi Friðriks var ágætur skákmaður svo þegar ég var þar í heim- sókn var taflið oft tekið fram. Ég man ekki eftir að Friðrik hafi stundað fótbolta en systir hans, Margrét, lék handbolta með Fram. Fleiri Framarar bjuggu þarna. Þar á meðal hinn þekkti knattspyrnumað- ur og síðar íþróttakennari Karl Guð- mundsson og bræður hans Guðmundur og Steinn. Það hefði því verið nærtækt fyrir mig að ganga til liðs við Fram því ekki langt frá mér, upp við Sjómannaskóla voru Framarar með aðstöðu. En ég var nú mikið að þvælast á hjóli utan míns hverf- is í Norðurmýrinni og þar rakst ég á stráka á æfingu á svokölluðum Egils- götuvelli. Völlurinn var bara rauðamöls- völlur með engum mörkum. Við notuð- um bara steina fyrir mörk. Strákarnir sem þarna spörkuðu bolta voru Valsmenn, fjórði flokkur. Ég fékk að vera með. Þannig gerðist ég Valsmaður. Þarna var maður, Grímar Jónsson, kenndur við verslunina Varmá á Hverfisgötu sem þjálfaði strákana. Grímar var unglinga- þjálfari Vals ansi lengi. Mér var vel tekið og fannst þetta gaman svo ég hélt áfram að mæta á æfingar. Egilsgötuvöllur lagð- ist svo af en hann var einmitt þar sem Heilsuverndarstöðin stendur nú. Ég verð að minnast á annan mann sem hjálpaði til við þjálfunina en það var Jón Þórarinsson verslunarstjóri í Vísi á Lauga- vegi 1 og kaupmaður. Hann átti heima þarna upp á Egilsgötu rétt fyrir ofan. Pabbi hans var kennari í Austurbæjarskóla. Þessi Jón er svo pabbi Sævars Jónssonar Vals- manns og nú kaupmanns. Jón Þórarinsson spilaði í mörg ár í meistarflokki. Kappleiki spiluðum við svo á velli vestur í bæ sem hét Grímstaðaholtsvöll- ur. Þar sem Trípólíbíó og prófessorsbú- staðirnir komu svo síðar. Þegar sá völlur lagðist af lék þriðji flokkur mikið á Há- skólavellinum. Þeim leiðindavelli. Forréttindi fyrirliða þriðja flokks Þegar ég er í þriðja flokki verð ég fyrir- liði liðsins. Það var þá siður hjá Grímari þjálfara að þeir sem voru fyrirliðar þriðja flokks fengu hjá honum vinnu í verslun- inni. Ég var þarna hjá honum í tvö sum- ur. Þar fann ég lyktina af verslunarrekstri. Ég var með þúsund krónur á mánuði. Það þótti fínt fyrir strák eins og mig. Varmá var þá nokkurs konar félags- heimili Valsmanna. Í kompunni fyrir inn- an verslunina sátu menn og kjöftuðu um allt mögulegt. Grímar var með töfluæf- ingar í kompunni. Pældi í taktík. Hann var voðalegur spekúlant. Ein sturta og kar Það þótti mikill munur og voðalega fínt þegar við fengum að æfa og spila á möl- StrákurúrFramhverfi geristValsmaður Ægir Ferdinandsson fyrrverandi formaður og nú heiðursfélagi Vals segir frá Ægir um borð í Gullfossi 1959.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.