Valsblaðið - 01.05.2012, Blaðsíða 117
Valsblaðið2012 117
StarfiðermargtFramtíðarfólk
Hvað er það fallegasta sem hefur verið
sagt við þig: Hrikalega ertu myndarlegur
frá gamalli konu úti í búð.
Fullkomið laugardagskvöld: Bíó með
Fyrirmynd þín í fótbolta:Hef alltaf litið
mikið upp til Zidane.
Draumur um atvinnumennsku í fót
bolta: Draumurinn er að spila með Real
Madrid.
Landsliðsdraumar þínir: Markmiðið
hefur alltaf verið A-landsliðið og þangað
stefni ég.
Besti söngvari: Geir Ólafs.
Besta hljómsveit: Hjálmar.
Besta bíómynd: Lord of the Rings klikk-
ar ekki.
Besta bók: I am Zlatan.
Uppáhaldsfélag í enska boltanum: Í
gamla daga var það Arsenal en nú styð
ég ekkert lið í enska boltanum.
Uppáhalds erlenda fótboltafélagið:
Real Madrid.
Hvernig viltu sjá Val þróast á næstu
árum: Á næstu árum vona ég svo sann-
arlega að Valur vinni nokkra titla og að
ungir Valsarar komi inn í liðið.
Nám: Verzlunarskóli Íslands.
Kærasta: Nei.
Hvað ætlar þú að verða: Flugþjónn eða
atvinnumaður í knattspyrnu.
Af hverju Valur: Ástæðan fyrir því að
ég kom í Val var sú að hér var stutt í hóp
í meistaraflokki og aðstaðan á Hlíðar-
enda er hrikalega góð, svo að hér er góð-
ur staður til að bæta sig sem leikmaður.
Frægur Valsari í fjölskyldunni: Afi var
í Val, annars mjög fáir Valsarar í minni
ætt.
Hvernig hafa foreldrar þínir stutt þig í
fótboltanum: Gríðarlega vel og það
hjálpar mikið til.
Hver er besti íþróttamaðurinn í fjöl
skyldunni: Bróðir minn er nokkuð góð-
ur í fótbolta en verð að segja ég.
Helstu afrek í öðrum íþróttagreinum:
Hef unnið nokkra badminton leiki.
Eftirminnilegast úr boltanum: Ætli það
sé ekki þegar ég skoraði mín fyrstu mörk
fyrir Val, gegn Keflavík.
Hvernig gengur næsta sumar: Ef hóp-
urinn styrkir sig er allt hægt, stefnum á
gott sumar og skemmtilegt mót.
Mesta prakkarastrik: Fór með bróður
mínum og félaga okkar niður a strönd og
við söfnuðum marglyttum í poka. Fórum
svo inn í fimm hæða blokk og létum pok-
ann falla niður frá efstu hæð og lenti pok-
inn fyrir utan hurðina hjá gamalli konu.
Allt varð brjálað og á endanum þurftum
við að þrífa marglyttuslettur af veggjum
blokkarinnar.
Fyndnasta atvik: Þegar Gummi Steinars
sagði Valsliðið vera það lélegasta sem
hann hafi mætt þrátt fyrir 4-0 tap.
Stærsta stundin: Fyrsti byrjunarliðsleik-
ur gegn Grindavík.
Athyglisverðasti leikmaður í meistara
flokki kvenna hjá Val: Það eru nokkrar
efnilegar en ætli það sé ekki Elín Metta.
Athyglisverðasti leikmaður í meistara
flokki karla hjá Val: Matarr Jobe, hann
kemur manni alltaf skemmtilega á óvart,
t.d. með íslenskukunnáttu sinni.
Hvernig líst þér á yngri flokkana í fót
bolta hjá Val: Það er metnaðarfullt starf
í gangi og er ég bjartsýnn á framtíðina.
Hvernig skýrir þú hvað margar efni
legar fótboltastelpur koma upp úr
yngri flokkum Vals en færri strákar:
Því miður er ég ekki búinn að kanna
þetta mál en ætli stelpurnar séu ekki bara
duglegri en strákarnir.
Fleygustu orð: Menntunin tryggir þér
starfið en viðhorfið stöðuhækkunina.
Mottó: Horfðu til himins með höfuðið
hátt.
Skemmtilegustu gallarnir: Á það til að
lenda í árekstrum.
Draumurinnerað
spilameðRealMadrid
Indriði Áki Þorláksson er 17 ára og leikur
knattspyrnu með meistaraflokki
Valsmenn – bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár
1988 - 25ára - 2013