Valsblaðið - 01.05.2012, Blaðsíða 93

Valsblaðið - 01.05.2012, Blaðsíða 93
Valsblaðið2012 93 Hvernig sérð þú fyrir þér að Valur ætti að vinna gegn einelti? „Eins og ég sagði hér að ofan þá er fræðsla aðalmálið. Þeg- ar kemur að einelti þá finnst mér svoköll- uð „zero-tolerance“ stefna vera eina vit- ið. En þjálfarar þurfa þá líka að kunna að taka á málunum og foreldrar verða á vera á sömu blaðsíðu. Svo er einna mikilvæg- ast að fræða iðkendur um einelti, t.d. hvernig það sem sumir túlka sem sak- laust grín getur þolandinn túlkað sem einelti. Það má heldur ekki gleyma full- orðna fólkinu. Einelti meðal fullorðinna er kannski aðeins öðruvísi háttað en það er svo sannarlega til. Ég held að gullna reglan henti hér ágætlega. Við ættum stundum að prufa að snúa dæminu við á sjálf okkur áður en við segjum eða ger- um eitthvað sem við munum sjá eftir,“ segir Mist. Hafa viðbrögð við þessu myndbandi komið ykkur á óvart? „Já og nei. Það kom mér á óvart hversu mikla athygli þetta fékk enda gerðist þetta allt mjög hratt. Frá því að Katrín hafði samband við mig og þar til myndbandið kom út liðu bara tæpir tveir sólarhringar. En við- brögðin við myndbandinu sem slíku komu mér ekki á óvart enda er þetta mál- efni sem flestir, ef ekki allir, eru sammála um. Það er enginn fylgjandi einelti. Við viljum öll búa í heimi þar sem fólk getur verið það sjálft án þess að líða fyrir það. Tilgangurinn með myndbandinu var nátt- úrulega að vekja athygli og skapa um- ræðu um einelti. Það er því frábært að geta nýtt athyglina sem landsliðið fær í að leggja þessu málefni lið og gefa til baka til samfélagsins en á sama tíma aug- lýsa landsliðið.“ Valsblaðið þakkar Mist fyrir greinar­ góð svör og það er ekki amalegt fyrir samfélagið að hafa aðrar eins fyrir­ myndir sem geta vonandi haft áhrif í baráttunni gegn einelti sem aldrei á að fá að þrífast, hvorki í skólum, íþrótta­ starfi, á vinnustöðum eða á netinu eða hvar sem er. Blaðið óskar Mist velfarn­ aðar í atvinnumennskunni. Stelpurnar í kvennalandsliðinu eru mikl- ar og góðar fyrirmyndir unga fólksins og margar í landsliðinu hafa leikið með Val einhvern tíma á ferlinum og eru því Vals- mönnum að góðu kunnar. Þar má t.d. nefna Dóru Maríu Lárusdóttur, Margréti Láru Viðarsdóttur, Katrínu Jónsdóttur, Sif Atladóttur, Hallberu Guðnýju Gísla- dóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur, Guð- björgu Gunnarsdóttur, Hólmfríði Magn- úsdóttur svo nokkrar séu nefndar. Ein þessara landsliðskvenna Vals er Mist Edvardsdóttir sem leikið hefur nokkra landsleiki, en henni er fleira til lista lagt, en hún tók þátt í að gera myndband með skilaboðum gegn einelti sem hlaut viður- kenningu fyrir skömmu. Valsblaðið tók Mist tali og spurðist nánar fyrir um þetta verkefni. Hvers vegna völduð þið þetta málefni, þ.e baráttu gegn einelti? „Þetta er hug- mynd sem kviknaði hjá Katrínu Ómars- dóttur. Hún varð vör við umræðu á Face- book þar sem ein eltis fórnar lamb steig fram og sagði sögu sína. Katrínu fannst hún vera í stöðu þar sem hún gæti haft áhrif til góðs og bauð stelpunni á lands- leikinn við Úkraínu en fannst það ekki nóg því hún vildi geta náð til fleiri. Þá bar hún undir landsliðið þá hugmynd að búa til myndband gegn einelti og þær tóku vel í það. Yfirskriftin á myndband- inu er „Fögnum fjölbreytileikanum“ sem þýðir í raun að við eigum ekki að dæma hvert annað á útliti, kynþætti, kyni, kyn- hneigð, skoðunum eða þeim hlutum sem móta manneskjuna. Það er allt í lagi að hafa mismunandi skoðanir og vera öðru- vísi svo lengi sem þú kemur vel fram við sjálfa þig og aðra,“ segir Mist. Hvernig sérð þú að íþróttafélög geti unnið gegn einelti í starfi sínu, bæði al­ mennt og í yngri flokkum? „Ég held að opin umræða sé alltaf besta lausnin. Um leið og einelti byrjar þarf að taka á því strax en það verður ekki gert ef það má ekki ræða það því menn eru hræddir um að blanda sér í málið. Einelti verður aldrei útrýmt þannig. Þjálfari getur tak- markað fylgst með því sem fer fram í krakkahópnum því hann er ekki með þeim nema rétt á meðan æfingunni stend- ur. Krakkarnir eyða miklu meiri tíma en það saman og það þarf að brýna fyrir þeim að ef þau verða vör við eða jafnvel sjálf fyrir einelti þá þarf að segja frá því strax og taka á því opinskátt. Fræðsla er því gríðarlega mikilvæg og hún þarf að ná til barna, þjálfara, foreldra og allra þeirra sem koma að íþróttastarfinu því það hvílir einnig mikil ábyrgð á þeim sem ætlað er að taka á málinu,“ segir Mist ákveðið. Hvar er mesta hættan á einelti í íþrótta­ starfi? „Að mínu mati myndast mesta hættan í yngri flokkunum þegar hópurinn er einn, þ.e.a.s. fyrir eða eftir æfingu, inni í klefa, eða alls staðar þar sem þjálf- arinn er ekki með hópnum. Mér finnst samt mikilvægt að muna það að einelti getur tekið á sig svo margar myndir og getur þess vegna farið fram á æfingu inn- an um alla og án þess að menn átti sig hreinlega á því að hegðun þeirra sé að valda öðrum vanlíðan. Menn verða að muna að þó svo þeim finnist þeir ekki vera að leggja í einelti þá getur upplifun fórnarlambsins verið allt önnur. Sem dæmi má nefna leikmann sem fær miklu meiri og harðari gagnrýni frá sumum liðsfélögum fyrir mistök á æfingu en aðr- ir leikmenn liðsins. Ég held að flestir íþróttamenn kannist við svona dæmi þar sem þolinmæði gagnvart leikmönnum er mismunandi og til lengdar getur þetta haft virkilega slæm áhrif á sjálfstraust þess sem fyrir aðkastinu verður og það að finnast hann/hún vera velkomin/n og hluti af hópnum. EftirGuðnaOlgeirsson Viðtal við Mist Edvardsdóttur í tilefni af myndbandinu sem kvennalandsliðið gerði til að berjast gegn einelti Fögnumfjölbreytileikanum– eineltiáaldreiaðfáaðþrífast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.