Valsblaðið - 01.05.2012, Blaðsíða 120

Valsblaðið - 01.05.2012, Blaðsíða 120
120 Valsblaðið2012 Minningar fyrir hönd nemenda- og foreldrahópsins sem útskrifaðist 2009 frá Háteigsskóla sem eiga svo margar góðar minningar um Magneu og eiga henni svo margt að þakka. Einnig færa fyrir hönd Knattspyrnufélags- ins Vals fjölskyldunni innilegar samúðar- kveðjur með þakklæti fyrir allt sem þau hafa gert fyrir félagið. Guðni Olgeirsson, foreldri frá Háteigsskóla og í barna- og unglingaráði Vals BenediktKarl Bachmann fæddur 12. mars 1945 dáinn 9. maí 2012 Góður vinur er fallinn frá langt fyrir aldur fram. Bósi eins og hann var alltaf kallaður á meðal gamalla félaga í Val var ávallt létt- ur í lund og hvers manns hugljúfi. Þegar Bósi var í stuði var brugðið á leik og spila- stokkurinn dreginn fram. Þá hófust römm- ustu galdrar og þeir sem ekki höfðu áður séð hann að verki voru agndofa enda ekki auðvelt að átta sig á því hvernig í ósköp- unum hann framkallaði snilldina. Þeir voru flottir á fyrsta herrakvöldi Vals 1982 þeir Bósi og Þorsteinn Sívertsen/Skossi með pípuhattana merktir Magic Brothers og þó að eitthvað hafi skolast til og kanín- an næstum andast þá er enn vitnað í upp- ákomuna með brosi á vör. Þau Magga voru sannarlega frábært teymi í öllu sínu lífi og starfi og náðu alltaf að heilla viðskiptavini sína í þeim rekstri sem þau stóðu fyrir, nú síðast í Innrammaranum við Rauðarár- stíg, fyrirtæki sem ber þeim hjónum vitni um þjónustulipurð og vönduð vinnubrögð. Það er þungbært að sjá nú á bak þessa frá- bæra drengs sem alltaf lagði sig fram um glæða lífið gleði og velgengni. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég Möggu, Hrefnu, Steina og fjölskyldu. Halldór Einarsson Björgvin Hermannsson fæddur 27. júní 1938 dáinn 24. maí 2012 Valur sér á bak einum sinna góðu félaga nú þegar Björgvin Hermannsson hús- gagnasmíðameistari hefur kvatt eftir erf- ið veikindi síðustu ára. Björgvin hóf ungur að stunda knattspyrnu og átti glæsilegan feril hjá félaginu sem hámarki náði þegar Valur varð Íslandsmeistari 1956 og óhætt er að segja að þar lék Björgvin mjög stórt hlutverk. Björgvin lék einnig með landsliðinu og varð aftur Íslandsmeistari með Val tíu árum síðar, 1966, þegar hann hlýddi kall- inu og tók aftur fram gömlu góðu hansk- ana. Það var ákveðinn ljómi yfir þessum góða dreng, flottur á velli með góðan húm- or. Hann var vinsæll meðal félaga sinna, allt í hófi engin mikil fyrirferð en góð nær- vera. Eftir að keppnisferlinum lauk, lagði Björgvin sitt af mörkum til áframhald- andi uppbyggingar félagsins með ýmsum hætti, þ.á.m. stjórnarsetu og þjálfun yngri flokka. Valur þakkar fyrir mikið og óeig- ingjarnt framlag og sendir fjölskyldu og vinum Björgvins sínar innilegustu samúð- arkveðjur. F.h.fulltrúaráðs Vals Halldór Einarsson MagneaHrönn Stefánsdóttir fædd 12. október 1958 dáin 4. janúar 2012 Það voru ákaflega óvænt tíðindi þegar fréttist í nóvember síðastliðinn að Magn- ea íslenskukennari við Háteigsskóla til margra ára væri komin í veikindaleyfi, hefði greinst með krabbamein. Í fyrstu var ekki ljóst hvers eðlis meinið var en vita- skuld voru vonir bundnar við að hægt væri að vinna bug á því. Fréttir bárust reglu- lega af æðrulausri baráttu hennar og vit- að er að það gladdi hana mjög þegar fyrr- verandi nemendur úr Háteigsskóla komu í heimsókn til hennar á spítalann með blóm og kveðju frá útskriftarárgangi skólans vorið 2009. Einnig hefur það örugglega glatt hana að sigurvegarar Háteigsskóla í hæfileikakeppni Skrekks í haust tileink- uðu verðlaunin Magneu íslenskukennara sínum. Hún náði að fylgjast með hátíð- legri jólaskemmtun hjá núverandi umsjón- arnemendum sínum og gleðjast fyrir jól- in með samkennurum en hún naut þess að vinna með ungu fólki, en því miður tapað- ist baráttan við meinið í ársbyrjun. Það var síðan sérstakt gleðiefni þegar Magnea fór að taka þátt í sjálfboðastarfi hjá Knattspyrnufélaginu Val, en maður hennar Jón Höskuldsson hefur tekið virk- an þátt í fjölbreyttu sjálfboðastarfi hjá félaginu til margra ára. Magnea kom eink- um að miðasölu á heimaleikjum í knatt- spyrnu og stóð þar vaktina ásamt öðru góðu fólki sem er ómissandi við rekst- ur á íþróttafélagi. Ég hef heyrt að þetta sjálfboðaliðastarf hjá Val hafi gefið henni mikið, þar kynnist hún ýmsu góðu fólki og naut þess að leggja sitt af mörkum til félagsstarfsins ásamt manni sínum. Ég vil að lokum færa fjölskyldu Magn- eu og öllum aðstandendum innilegar sam- úðarkveðjur og flytja jafnframt kveðjur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.