Valsblaðið - 01.05.2012, Side 50

Valsblaðið - 01.05.2012, Side 50
50 Valsblaðið2012 UngirValsarar flokkinn hjá Val, og mér fannst svo rosa- lega gaman að ég æfði allt sumarið og þau næstu. Ég var alltaf í fimleikum á veturna og seinna meir æfði ég sam- kvæmisdans. En þar sem ég er mikil félagsvera og vil frekar vera í einni liðs- heild heldur en að keppa alltaf bara við einstaklinga eða sjálfa mig fékk ég leið á dansíþróttum og setti fótboltann í fyrsta sæti. Ég er líka algjör orkubolti og vil bara hafa action í kringum mig allan dag- inn og fótboltinn er fullkomin íþrótt fyrir það. Ég mun aldrei sjá eftir þessari ákvörðun minni og ég hef aldrei elskað fótboltann jafn mikið og í dag.“ Valsarar í fjölskyldunni? „Við erum öll algjörir Valsarar í æð. Pabbi minn var landsliðsmaður í knattspyrnu, hann spil- aði með Val og varð Íslandsmeistari með þeim árið 1987 og þjálfaði svo meistara- flokkinn árið 2003 og kom þeim upp í úrvalsdeild. Fjölskyldan mín flutti svo í Hlíðarnar sama ár og ég fæddist og hafa öll systkini mín spilað með félaginu, systur mínar báðar æfðu með handbolt- anum og voru mjög efnilegar báðar tvær. Bróðir minn æfði bæði fótbolta og hand- bolta í Val og var mjög góður, hann þjálf- aði svo í nokkur ár líka. Við erum öll miklir Valsarar en ég tel mig eiga vinn- inginn í dag. Fyrir mér er Valsheimilið eins og annað heimili og félagið á stóran þátt í því hver ég er í dag.“ Framtíðardraumar? „Mínir framtíðar- draumar eru að byrja að spila með meist- araflokki Vals á næstu 2 árum, klára námið í Verzlunarskólanum, fá mér há- skólagráður og eignast fjölskyldu. Ég hef reynt að sýna mig fyrir landsliðsþjálfur- um síðustu árin en ekki fengið sénsinn hingað til, maður veit aldrei hvað getur gerst, ég ætla allavega ekki að gefast upp. Minn helsti draumur í dag er að spila fyrir hönd Íslands.“ Vaka hefur æft fótbolta síðan hún var 8 ára en æfði þá alltaf bara á sumrin, en var 101 ára þegar hún byrjaði að æfa fótbolta á fullu. Henni vannst það mikill heiður að fá Friðriksbikarinn. „Þetta er eitthvað sem hvetur mann áfram í því sem maður er að gera gott og eflir sjálfstraust innan vallar og finnur fyrir trausti meðal þjálf- ara, félagsins og liðsfélaga. Ef ég á að segja satt var ég ekkert að búast við að fá þennan bikar og kom mér þetta skemmti- lega á óvart.“ Séra Friðrik Friðriksson stofnaði Val árið 1911 þann 11. maí. Einkunnarorð hans eru „ Látið aldrei kappið bera feg- urðina ofurliði“. Hverjar eru halstu ástæður að ung­ lingar hætta í íþróttum? „Ástæðan fyrir því a unglingar hætta að stunda fótbolta getur oft verið vegna svo mikilla áverka af meiðslum að þeir eru neyddir til þess að hætta en svo eru líka einhverjir sem hætta vegna áhugaleysis eða þau leita í annan félagsskap en íþróttir.Það er mjög leiðinlegt þar sem það er sannað að krakkar sem stunda íþróttir séu með öruggasta félagsskapinn. Sumir eiga ekki góð samskipti við þjálfara eða liðsfélaga eða eru bara ekki þess eðlis að geta stundað hópíþróttir. Það krefst mikillar þolinmæði og samvinnu að vera hluti að stórri heild og vinna sem lið.“ Skemmtilegar minningar? „Skemmti- legustu minningar mínar innan vallar eru örugglega öll þau skipti sem Eva Þóra vinkona mín og liðsmaður minn skorar mikilvæg mörk á réttri stundu því þau fögn sem hún tekur þá eru svo ólýsanlega fyndin að ég gæti oft tárast. En þá hleyp- ur hún um allan völl eins og bavíani og hoppar og skoppar og tekur misheppnuð heljarstökk og fleira, svo heyrir maður í mömmu hennar hlaupandi og öskrandi á eftir henni á hliðarlínunni. Það er mjög svo yndisleg sjón. Svo gerðist eitt mjög skemmtilegt núna úti í Englandi, þar sem við vorum á mótinu í sumar. En við skelltum okkur á Ólympíuleik í fótbolta og það var mjög skemmtileg lífsreynsla. Á leiðinni á völl- inn þá lét þjálfarinn okkur fara í halarófu eins og við værum 6 ára leikskólakrakkar og okkur fannst það mikill húmor. Svo við byrjuðum að syngja allar saman á ís- lensku og það hátt að ALLIR vegfarend- ur horfðu á okkur og það endaði með því að við vorum stoppaðar af útvarpsmanni frá BBC sem vildi taka upp lögin okkar, Valsmenn léttir í lund og fleira, og tóku svo viðtal við okkur. Það var mjööööög skemmtilegt og fyndið.“ Fyrirmyndir í boltanum? „Ég hef alltaf horft mikið upp til Sif Atladóttur en hún var mikið með okkur stelpurnar þegar hún var að spila með Val af því að kærastinn hennar Bjössi var að þjálfa okkur. Hún er framúrskarandi leikmaður og leggur sig alltaf 110% fram í öllum leikjum með landsliðinu og mér finnst alltaf gaman að sjá hana spila. Dóra María hefur líka alltaf verið mikil fyrirmynd fyrir mér.“ Lykilinn að árangri í íþróttum? „Ef þú vilt ná góðum árangri í þeirri íþrótt sem þú stundar, þá skiptir ekki máli hvaða íþrótt þú ert að æfa, þú þarft alltaf að mæta á æfingar með því hugarfari að þú ætlar að læra eitthvað nýtt í dag og þú ætlar að bæta þig, þú þarft að hvílast vel og ná góðum svefni, vera í formi og borða hollt og reglulega. Ef þú vilt ná sem besta árangri er það AUKA -æfingin sem skapar meistarann.“ Af hverju fótbolti? „Ég er langyngst af systkinum mínum og smávegis frekja en stóri bróðir minn náði samt að draga mig á æfingu hjá Val þegar ég var 8 ára, sama ár og pabbi minn var að þjálfa meistara- Fyrirmérer Valsheimiliðeins ogannaðheimili Vaka Njálsdóttir er 16 ára og leikur knattspyrnu með 2. flokki og er handhafi Friðriksbikarsins 2012
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.