Valsblaðið - 01.05.2012, Blaðsíða 46

Valsblaðið - 01.05.2012, Blaðsíða 46
46 Valsblaðið2012 Starfiðermargt leikja og hvort titlar vinnast hjá barninu þínu. Þessir hlutir eiga ekki að skipta nokkru máli í knattspyrnu barna. Þú upplifir sjálfa(n) þig og þinn knatt-• spyrnuferil í gegnum knattspyrnuiðkun barnsins þíns, ætlar stráknum þínum að verða næsti Eiður Smári til þess að láta drauma þína rætast – leyfðu barninu að vera í knattspyrnu á sínum forsendum og hafa gaman. Þú verður stressaður/stressuð fyrir • leiki hjá barninu þínu og ert nokkurn tíma að jafna þig eftir að leikur tapast – ekki taka hlutina of alvarlega, knatt- spyrna er bara leikur og úrslit leikja skipta ekki máli hjá börnum. Þú kallar í sífellu leiðbeiningar til • barnsins, hellir þér yfir dómara leiks- ins og segir þjálfaranum hvernig á að þjálfa og skipta inn á – ef þetta er raunin þá ertu að gera allt rangt og þarft að taka þig og hegðun þína á hliðarlínunni í rækilega naflaskoðun. Hlutverk foreldra er að hvetja og að styðja Hafðu í huga að þegar árin líða munu börnin ekki muna eftir úrslitum einstakra leikja, heldur hvort þau fengu hvatningu og stuðning frá foreldrum sínum á knatt- spyrnuferlinum. Því miður er í hverjum foreldrahópi einstaklingar sem sjá fyrst og fremst barnið sitt og heildin líður fyrir það. Knattspyrna er hópíþrótt þar sem allir leikmenn hópsins mynda eina heild. Allir skipta jafn miklu máli þrátt fyrir mis- munandi hlutverk hvers og eins innan hópsins. Foreldrar geta tekið þátt og skipt miklu máli í þessari heild en þá er mikil- vægt að það sé gert með jákvæðni að leiðarljósi og á uppbyggilegan hátt. Á endanum er það alltaf þjálfarinn sem ræður. Hann er með púlsinn á starfinu, er á öllum æfingum, þekkir hópinn vel og er með menntun / reynslu í fræðunum. Þekkir veikleika hópsins, styrkleika og hvað sé best hverju sinni. Von mín er sú að foreldrar tileinki sér þessi góðu ráð sem Valur, KSÍ og ég get gefið eftir margar ára reynslu í þjálfun og vinnu með börnum. Þjálfun er skemmti- legasta starf í heimi. Að standa út á velli með fjöruga, lærdómsfúsa og áhugasama leikmenn og kenna þeim íþróttina sem ég elska er lífið. Valskveðja, Sossa manna foreldraráð í hverjum yngri flokka félagsins (iðkendur undir 16 ára) Foreldraráð sinnir mikilvægum verk-• efnum við undirbúning mótahalds, fjáraflanir og önnur verkefni fyrir við- komandi flokk. Foreldraráð skal hafa náið samstarf við • þjálfara flokksins vegna leikja og keppnisferða. Foreldrar skulu að öllu jöfnu kosta • ferðir og uppihald á óopinber mót og skal foreldraráð skipuleggja fjáraflanir til að létta róðurinn við að standa straum af kostnaði. Foreldraráð skal skipuleggja allar • styttri ferðir flokka á Íslandsmót og æfingamót í samvinnu við þjálfara. Reynt verði að koma því við að ferðast á einkabílum á leiki sem eru í 100 km (fram og tilbaka) fjarlægð frá Reykja- vík. Foreldraráð skal virkja sem flesta for-• eldra til starfa fyrir flokkinn, því marg- ar hendur vinna létt verk. Valur leggur mikið upp úr góðri sam- vinnu við foreldra og hafa margir foreldr- ar tekið virkan þátt í innra starfi Vals. Foreldrar eru mikilvægur hlekkur í keðj- unni og geta með jákvæðnina að vopni gert gott starf Vals enn betra. Foreldrabæklingur KSÍ Á heimasíðu Knattspyrnusambands Ís- lands (www.ksi.is) má finna foreldra- bækling og koma eftirfarandi upplýsing- ar þar fram: Mögulegt hlutverk foreldra Þú sem foreldri getur tekið að þér fjöl- mörg hlutverk til að styðja við þátttöku barnsins þíns í knattspyrnu. Það er góð hugmynd að spyrja þjálfarann hvernig þú getur hjálpað til. Hér er listi yfir möguleg hlutverk sem þú getur tekið að þér fyrir flokk barnsins: Mæta á æfingar og leiki til að hvetja • barnið þitt sem og hin börnin. Bjóða þig fram í foreldraráð.• Taka virkan þátt á foreldrafundum og í • foreldrastarfi, kynnast öðrum foreldr- um. Sjá um boltamál.• Sjá um félagslegu hliðina (pizzukvöld, • bíóferðir, skemmtikvöld, vídeókvöld, fyrirlestra, að fara saman á knatt- spyrnuleik o.s.frv.). Taka ljósmyndir á æfingum, ferðalög-• um, leikjum og öðrum uppákomum. Gerast liðsstjóri, búningastjóri, dóm-• ari, aðstoðarþjálfari eða þjálfari. Taka þátt í eða hafa umsjón með fjár-• öflun. Sjá um heimasíðuna. • Skipuleggja ferðalög og keppnisferðir.• Öll þessi hlutverk er best að vinna í góðu samráði og samvinnu við þjálfara flokks- ins sem gæti líka haft fleiri góðar hug- myndir Kröfur sem þú getur gert til þjálfarans og félagsins Að ekki séu of margir leikmenn á æf-• ingu á hvern þjálfara (gott viðmið er ekki fleiri en 20 leikmenn fyrir hvern þjálfara). Að 1 bolti sé til staðar fyrir hvert barn.• Að æfingarnar séu fjölbreyttar, spenn-• andi og skemmtilegar. Að þjálfari barnsins þíns sé góð fyrir-• mynd og sjáist ekki drekka áfengi, reykja eða nota munntóbak fyrir fram- an barnið þitt. Hjá börnum ætti að vera lögð rík • áhersla á að allir fái jafnan rétt til þátt- töku á æfingum og í keppni. Þjálfari barnsins þíns á að hafa uppeld-• is- eða þjálfaramenntun að baki t.d. sem íþróttakennari, íþróttafræðingur eða hafa tilskilin réttindi miðað við kröfur KSÍ í hverjum aldursflokki. Ef þú sem foreldri ert ósátt(ur) við eitt- hvað í starfi þjálfarans eða flokksins er best að ræða þá óánægju við þjálfarann sjálfan, eða við forráðamenn félagsins. Til umhugsunar Hjá hverju félagi ætti að vera fagráð • eða fagaðili sem fylgist með störfum þjálfarans og metur frammistöðu hans og ákvarðar hvort hann verði endur- ráðinn. Foreldrar eiga ekki að hafa áhrif á val • þjálfarans í lið eða hóp. Hættumerki fyrir foreldra Ef eftirfarandi hættumerki eiga við þig er kannski kominn tími til að þú dragir þig örlítið til baka, slakir á og leyfir barninu að njóta knattspyrnunnar sem leiks á sín- um forsendum en ekki þínum. Þú hefur miklar áhyggjur af úrslitum •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.