Valsblaðið - 01.05.2012, Qupperneq 18

Valsblaðið - 01.05.2012, Qupperneq 18
18 Valsblaðið2012 Þátttakendum var skipt niður á 8 borð þar sem borðstjórar tóku á móti fólkinu. Borðstjórarnir voru Valsmenn úr ýmsum áttum með mismunandi tengingu við fé- lagið. Vinnunni var skipt upp í tvær lotur. Fyrirfram var búið að skipuleggja 10 möguleg umræðuefni. Hvert borð kaus tvö efni til að fjalla um í fyrri lotu. Hver og einn skrifaði niður eins margar hug- myndir og hann vildi um það efni sem meðlimir borðsins höfðu ákveðið að fjalla um. Þannig söfnuðust saman fjöl- margar hugmyndir. Vinsælustu hugmynd- irnar voru svo valdar og unnið var með þær í seinni lotunni. Þá var rætt hvernig mætti koma þeim hugmyndum sem valdar höfðu verið í framkvæmd. Áhorfendamet slegið og Valsstelpur Íslandsmeistarar í handbolta þriðja árið í röð og flott vorgleði Fundarmenn voru allir sem einn gífurlega sáttir við afrakstur dagsins. Andinn í hópnum var frábær enda ekki við öðru að búast þegar Valsmenn og meyjar sem bara hag félagsins fyrir brjósti koma saman og vinna að því að gera gott félag enn betra. Um leið og fundi lauk fóru fundarmenn ásamt 1500 öðrum inn í keppnissalinn að Hlíðarenda og sáu þar kvennalið Vals í handbolta tryggja sér Íslandsmeistaratitil- inn þriðja árið í röð. Ekki var verra að áhorfendamet í Vodafone höllinnni var slegið en einnig hefur aldrei annar eins fjöldi mætt á kvennaleik hér á Íslandi. Þessi frábæri dagur endaði svo á því að Valsbandið Retro Stefson lék fyrir dansi langt fram eftir nóttu. Dagarnir á Hlíðar- enda verða ekki mikið betri en þessi. Úrvinnsla og skipan vinnuhópa Eftir að fundi lauk var vinna einungs rétt að byrja því eftir var að vinna úr fjölmörg- um hugmyndum og flokka þær í undir- flokka. En til gaman má geta að fram komu næstum 300 hugmyndir. Eftir flokk- unina fékk hver undirflokkur ábyrgðar- Í febrúar 2012 ákvað aðalstjórn Vals að efna til upplýsinga- og vinnufundar. Hug- myndin kom í kjölfar þess að fjölmargir félagsmenn höfðu áhuga á að koma að starfi Vals á kröftugan hátt sem og að fá upplýsingar um stöðu félagsins í ýmsum málaflokkum. Það var vilji innan aðal- stjórnar að halda slíkan fund og leggja áherslu á að fá fram hugmyndir og óskir félagsmanna um hvert félagið ætti að stefna í nýrri öld. Eins og allir vita varð Valur 100 ára þann 11. maí 2011. Saga félagsins er glæst þessi fyrstu 100 ár en halda þarf vel á spöðunum til þess að sag- an verði jafn glæsileg næstu 100 árin. Til þess að hefja framtíðarsýn til næstu 100 ára var skipuð vinnufundarnefnd. Nefnd- ina skipuðu Hanna Katrín Friðriksen, Hera Grímsdóttir, Hafrún Kristjánsdóttir og Arna Grímsdóttir. Arna og Hafrún voru fulltrúar aðalstjórnar en Hera og Hanna Katrín voru fengnar til liðs við nefndina þar sem þær eru báðar góðar Valskonur sem og hafa mikla reynslu í verkefna- stjórnun og stefnumótun. Fljótlega var ákveðið að fundurinn skyldi halda með svo kölluðu þjóðfundarfyrirkomulagi og var því reynslubolti í slíkum fundahöldum fengin til ráðgjafar en það var Berghildur Erla Bernharðsdóttir en hún sá um skipu- lag fyrir stóra þjóðfundinn 2009. Vel heppnaður vinnufundur 12. maí Ákveðið var strax að halda fundinn laug- ardaginn 12. maí 2012 eða daginn eftir 101 árs afmæli Vals og enda svo daginn á góðu Valsballi þar sem hægt væri að skeggræða vinnu dagsins og skála fyrir bjartri framtíð. Undirbúningurinn tók mið að því að fundurinn yrði eftir hádegi en tveimur dögum fyrir fund var ljóst að meistaraflokkur kvenna Vals í handbolta myndi spila úrslitaleik um Íslandsmeist- aratitilinn á sama tíma að Hlíðarenda. Því var ekki annað hægt að flytja fundin fyrir hádegi. Haft var samband við alla þátt- takendur til þess að láta þá vita af breyttri tímasetningu. Klukkan 10 laugardagsmorguninn 12. maí mættu rúmlega 50 galvaskir Vals- menn og meyjar í hátíðarsalinn að Hlíð- arenda tilbúin að vinna gott dagsverk. EftirÖrnuGrímsdótturog HafrúnuKristjánsdóttur VinnufundurVals– Valuránýrriöld Laugardaginn 12. maí var haldinn vinnufundur og hugarflug að Hlíðarenda þar sem Valsmenn ræddu hugmyndir um stöðu og framtíð félagsins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.