Valsblaðið - 01.05.2012, Page 22
22 Valsblaðið2012
Ungiratvinnumenn
Valserlendis
eftirSigurðÁsbjörnsson
mjög stórt þó svo að stökkið úr deildinni
heima á Íslandi og í 2. deildina í Þýska-
landi hafi verið stórt þá er þetta enn
stærra stökk. Ég gerði mér því alveg
grein fyrir því þegar ég skrifaði undir að
ég væri fenginn sem framtíðarmaður
fremur en lykilmaður strax frá byrjun. En
ég tel mig vera að spila vel úr því hlut-
verki. Ég fæ mismargar mínútur í hverj-
um leik en ég spila alltaf, stundum fæ ég
bara 10 mínútur en stundum allt í 40. Það
er ekkert hægt að svindla eða stytta sér
leið á toppinn og því þarf maður bara að
gera það besta úr hverju tækifæri. Þetta
er svo sannarlega risa tækifæri fyrir mig,
að fá að spila í góðu liði í bestu deild
heims.
Hvernig er samsetningin á leikmanna
hópnum? Er þetta blanda af Þjóðverj
um og útlendingum? Já, skiptingin er
nokkuð jöfn en jafnframt eru þýsku leik-
mennirnir ekki allir uppaldir hjá fé-
laginu.
Þegar þú fórst frá Val til Emsstetten
hver var erfiðasta breytingin í þínu
lífi? Ég naut þess þegar ég fór út að þá
var Patrekur Jóhannesson að taka við lið-
Hvernig hefur liðinu gengið það sem af
er þessu tímabili? Alveg frábærlega og í
raun framar björtustu vonum. Við erum í
fjórða sæti og þar eru bara Rhein Neckar
Löwen, Füshe Berlin og Kiel sem eru
fyrir ofan okkur. Þrír af af næstu fjórum
leikjum eru gegn nýliðunum í deildinni.
Það eiga að vera öruggir sigrar. Við höf-
um komið liða mest á óvart. Við lögðum
til að mynda Hamborg með 7 mörkum í
fyrsta leik og gerðum jafntefli við Flens-
burg. Svo erum við búnir að leggja gaml-
ar risaeðlur á borð við Magdeburg,
Lemgo, Göppingen og Gummersbach
mjög sannfærandi. En fyrir tímabilið
hefði enginn þorað að spá því.
Eruð þið þá ekki á góðri leið með að
ná markmiðum keppnistímabilsins?
Við nálgumst markmið félagsins mjög
hratt þessa dagana. Í fyrra gekk liðinu
illa og þjálfarinn sem var með liðið var
rekinn í mars. Núverandi þjálfari tók þá
við liðinu í bullandi fallbaráttu og liðið
náði ekki að tryggja sig í deildinni fyrr
en í næst síðustu umferð. Í sumar kom-
um við fjórir leikmenn til liðsins. Mark-
mið félagsins er að tryggja sæti sitt í
deildinni sem fyrst en við strákarnir eig-
um okkur auðvitað háleitari markmið
sem við viljum halda innan hópsins. Það
hefur ekkert lið fallið úr deildinni með
20 stig í mörg ár og við erum nú þegar
komnir með 17 þegar eingöngu þriðjung-
ur er búinn af keppninni. Þetta lítur því
vel út hjá okkur.
En þú persónulega hvernig gengur þér
sem leikmanni? Ég spilaði í tvö ár með
Emstetten í næst efstu deild og lék þar
mjög stórt hlutverk og mér gekk mjög
vel. Síðan er stökkið upp í efstu deild
Gríðarlegurmunuráþýskuog
íslenskudeildinniíhandbolta
Viðtal við Fannar Þór Friðgeirsson leikmann hjá HSG Wetzlar í Þýskalandi.
Wetzlar er í um 40 mínútna akstursfjarlægð norðan við Frankfurt.
Þess ber að geta að viðtalið var tekið þann 16. nóvember sl.
Nóatúni 4 • Sími 520 3000
www.sminor.is
A
T
A
R
N
A
Þú hittir beint í mark
með Siemens.