Valsblaðið - 01.05.2012, Síða 23

Valsblaðið - 01.05.2012, Síða 23
Valsblaðið2012 23 En geturðu bent á einhver einföld at­ riði sem liðin heima á Íslandi ættu að taka upp af því sem þú hefur kynnst þarna úti? Hér snýst allt mjög mikið um markaðssetningu. Við erum t.d. skikkaðir til að vera ávallt með eiginhandaráritun- arkort með mynd af okkur og með nöfn- um helstu styrktaraðila félagsins sem við dreifum meðal krakka. Ég er á því að t.d. 8 ára barn úr Hlíðaskóla sem fengi mynd af meistara Gunnari Harðarsyni og boð um að koma á leik á Hlíðarenda yrði mjög upprifið. Þar myndi barnið sjá manninn á myndinni spila og leikmaður- inn yrði svolítil hetja í huga barnsins. Svona lagað er ódýrt í framkvæmd og menn eru að gera þetta mjög vel hér. Það þarf að selja fólki það að það sé góð skemmtun að kíkja á leik. En þegar þú hugsar til baka hvað held­ ur þú að við séum að gera best m.v. þær aðstæður sem þú býrð við úti í Þýskalandi? Aðstaðan á Hlíðarenda er þannig að það er fátítt að sjá sams konar aðstöðu hérna í Þýskalandi. Klefarnir, þreksalurinn og bara íþróttahöllin eru í efsta klassa. Síðan er þessi fjölskyldu- stemning og félagsskapurinn ber þess merki. En hér úti mæta menn og nánast stimpla sig í vinnuna enda fyrirtækis- bragur á öllu starfinu. Síðan saknar mað- ur þess heima að hafa alla þessa úrslita- leiki. Það eru úrslitaleikir í nánast í öll- um mótum heima. En ég hef ekki spilað úrslitaleik af neinu tagi í tvö og hálft ár. Fyrir vikið verður maður af ástríðunni sem fylgir úrslitakeppnum. Í hvaða deild heldur þú að Valsliðið, eins og þú manst það, væri ef það spil­ aði í Þýskalandi? Neðarlega í 2. deild eða jafnvel þeirri þriðju. Það er svo gríðarleg- ur munur á deildunum heima og hér úti. En ef Wetzlar væri að spila á Íslandi? Þá væri liðið að hirða alla titla. Hvaða stöðu spilarðu með Wetzlar og hvernig skrifar maður það á þýsku? Ég spila á miðjunni sem er skrifað Rückraum Mitte, Mittelmann eða Spielmacher. inu. Það gerði alla aðlögun fyrir mig mun auðveldari. Það hefði verið mun erfiðara t.a.m. að lenda hjá júgóslavneskum þjálf- ara. En auðvitað var tungumálið og það álag sem fylgir því að hafa atvinnu af því að spila handbolta í fullu starfi þung byrði. Menn vilja sjá árangur. En hver er ánægjulegasta breytingin við að fara í atvinnumennskuna? Það er vitaskuld það að geta lifað vel af því að gera það sem manni finnst skemmti- legast, þ.e. að stunda sína íþrótt. Síðan er bara upplifunin mjög skemmtileg. Það var frábært í 2. deildinni en núna er mað- ur að fara í allar þessar stóru hallir og spila. Hjá okkur rúmast um 4.000 manns og það er yfirleitt uppselt en hjá Kíel eru 10.000 manns á leikjum. Það er mögnuð upplifun að spila fyrir svona marga, mað- ur fær einfaldlega gæsahúð. En hver er handboltalegur munur á Wetzlar og Val? Er himinn og haf þarna á milli eða eru allir að fást við það sama? Það er algjörlega himinn og haf þarna á milli. Heima er verið að vinna frábært starf, aðstaðan heima er frábær og í raun á heimsmælikvarða. En hér eru stórir og miklir skrokkar með mikinn leikskilning og einfaldlega allt miklu betra. Ef þú ættir að benda mér á eitthvað eitt sem er betra hjá Wetzlar heldur en hjá Val, hvað kemur fyrst upp í hug­ ann? Hér er t.a.m. alltaf sjúkraþjálfari á hverri æfingu og aðgengi að læknum er mjög gott í gegnum félagið. En félagið er í raun rekið sem fyrirtæki. Opnunartímar: Smáralind Virka daga 11-19 | Fimmtudaga 11 - 21 | Laugardaga 11 - 18 Sunnudaga 13 - 18 | Sími 512 1330 Laugavegi 182 Virka daga 10-18 | Laugardaga 11 - 16 | Sími 512 1300 Nýr iMac Tryggðu þér eintak
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.