Valsblaðið - 01.05.2012, Side 24

Valsblaðið - 01.05.2012, Side 24
24 Valsblaðið2012 Kristbjörg Ingadóttir tóku sæti í stjórn knattspyrnudeildar. Í aðalstjórn sátu frá fyrra ári þær Hafrún Kristjánsdóttir og Arna Grímsdóttir og Margrét Lilja Guð- mundsdóttir gaf einnig kost á sér í aðal- stjórn. Og Blær Guðmundsdóttir tók sæti í stjórn handknattleiksdeildar. Það var því bara stjórn körfuknattleiksdeildar sem engin kona fór inn í þetta árið, en það má bæta úr því. Barnagæsla á heimaleikjum Í sumar stóðu Valkyrjur fyrir barnagæslu á leikjum kvenna og karla í knattspyrnu. Þetta var gert í samvinnu við stúlkur í 4. flokki fótboltans undir dyggri stjórn Svölu Þormóðsdóttur. Hugmyndin fór hægt af stað en einhver börn mættu og áttu góðar stundir með stelpunum. Stelp- urnar í 4. flokki stóðu sig með mikilli prýði og dunduðu sér með börnunum í leik og litun. Í vetur var ákveðið að bjóða upp á barnahorn án gæslu á leikjum mfl. karla og kvenna í handbolta, þar sem það auðveldar foreldrum sjálfum að fylgjast Að þessu markmiði skal unnið m.a. með því að: Vera vettvangur fyrir konur til að eiga • samskipti sín á milli um málefni félagsins. Vera sýnilegt afl í innra starfi Vals.• Beita sér fyrir því að unnið sé í sam-• ræmi við jafnréttisstefnu Vals. Auka sýnileika kvenna og stuðla að • fjölgun þeirra í stjórnum félagsins. Styrkja uppeldis- og forvarnarþátt • íþróttanna meðal iðkenda innan félags- ins. Mæður á hliðarlínunni lögðu á ráðin um stofnun Valkyrja Hugmyndin að stofnun Valkyrja hefur ef- laust blundað hjá mörgum konum í gegn- um tíðina, en það voru sex vaskar konur sem hittust á vormánuðum og ákváðu að láta af því verða. Þetta voru allt mæður af hliðarlínunni ef svo má að orði kom- ast. Þessar konur þekktust ekki mikið en áttu allar það sameiginlegt að börn þeirra stunda sína íþrótt af krafti hjá Val. Við hittumst í heimahúsi til að leggja á ráðin og skiptast á skoðunum um stofnun fé- lags og það var ljóst strax í upphafi að mikill kraftur og orka var innan þessa hóps því átta dögum síðar þann 12. apríl 2012 var ákveðið að halda stofnfund í Friðrikskapellu. Mikil eftirvænting og óvissa ríkti á meðal okkar um það hversu margar konur myndu mæta og þegar að stundin nálgaðist og straumur kvenna lá að Friðrikskapellu er óhætt að segja að við vorum þá sannfærðar um að þennan félagsskap var það sem vantaði hjá Val. Við vorum búnar að tala um að við myndum verða mjög glaðar ef 30 konur myndu mæta og töldum það mikla bjart- sýni. En raunin varð að straumurinn lá til okkar og þegar stofnfundurinn hófst voru um 70 konur af öllum aldri mættar. Þarna voru gamlar Valskempur, konur sem höfðu spilað fyrir hönd félagsins í hinum ýmsu greinum í gegnum árin, mæður, stuðningskonur, iðkendur og leikmenn meistararflokka félagsins. Ekki má gleyma að nefna konuna sem hefur ef- laust rutt leiðina fyrir margar afrekskon- ur í gegnum tíðina, fysta konan sem kjör- in var íþróttamaður ársins 1964, Sigríður Sigurðardóttir var að sjálfsögðu mætt, og er hún heiðursfélagi og verndari Val- kyrja. Fjölbreytt starfsemi Valkyrja Okkur var strax ljóst að við yrðum að hafa starfsemina fjölbreytta með þetta breiðan hóp til að allar gætu fundið til- gang og verkefni til að starfa í Valkyrj- um. Sumar þessara kvenna komu aðal- lega í þeim tilgangi að hafa vettvang til að hitta gamla liðsfélaga og vinkonur, og nefndu að Valskonur eru út um allt og það þyrfti að ná til þeirra og gefa þeim tilgang til að koma að Hlíðarenda. Aðrar voru mættar þar sem þær höfðu áhuga á að láta gott af sér leiða, taka meiri þátt í starfi félagsins, og gera þátt kvenna í stjórnum deilda félagsins sýnilegri. Svo var enn einn hópur kvenna sem eru til- tölulega nýir Valsarar ef svo má segja, þær vildu koma og kynnast fleirum og þannig koma að starfinu á einn eða ann- an hátt. Stjórn Valkyrja skipa: Bára Jó- hannsdóttir (formaður), Margrét Lilja Guðmundsdóttir (varaformaður), Hall- fríður Brynjólfsdóttir (gjaldkeri), Svala Þormóðsdóttir (ritari), og þær Margrét Einarsdóttir, Helena Þórðardóttir, Lilja Björk Hauksdóttir, Sigurlaug Rúnarsdótt- ir og Bára Brynjólfsdóttir meðstjórnend- ur. Það má með sanni segja að það sé kraftur í þessum konum því á síðasta að- alfundi félagsins gáfu nokkrar þessara kvenna kost á sér í stjórnir, þær Hallfríð- ur Brynjólfsdóttir, Bára Jóhannsdóttir og BáraJóhannsdóttir, formaðurValkyrja Öflugtstarfhjá nýstofnuðumValkyrjum Tilgangur félagsins er að stuðla að betra og öflugara starfi hjá knattspyrnufélaginu Val með sérstakri áherslu á jafnréttisstefnu Vals, bæði hvað iðkendur og stjórnun félagsins varðar Valkyrjur bjóða upp á barnagæslu á heimaleikjum Vals og það auðveldar for- eldrum að fylgjast með leikjunum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.