Valsblaðið - 01.05.2012, Side 35

Valsblaðið - 01.05.2012, Side 35
Valsblaðið2012 35 Starfiðermargt Haustmót og Reykjavíkurmót KRR, Goðamót á Akureyri, Pæjumótið í Vest- mannaeyjum, Símamótið í Kópavogi auk þess kepptu stelpurnar á Íslandsmótinu. Hópurinn tók miklum framförum allt tímabilið og stelpurnar unnu til marga verðlauna á mótum sumarsins, t.d. vann A-liðið Pæjumótið í Vestmannaeyjum og lenti í öðru sæti á Símamótinu í Kópa- vogi. B-lið flokksins lenti í öðru sæti Ís- landsmótsins eftir úrslitaleik við FH. stórglæsilegur og þrír bikarar komu með okkur heim ofan af Akranesi. Andinn í hópnum var frábær, gleðin mikil og sam- heldnin og samstaðan til fyrirmyndar. Frammistaða foreldra sem margir hverjir voru að stíga sín fyrstu spor sem fót- boltaforeldrar var mikið gleðiefni og er það mikið gæfuspor fyrir strákana. 6. flokkur kvenna Þetta árið var 6. flokkur kvenna fámenn- ur en góðmennur. Það var stór kjarni inn- an flokksins sem mætti vel á æfingar og stundaði fótboltann vel allt árið. Stelp- urnar létu það ekki á sig fá að æfa tvisvar sinnum í viku úti á gervigrasi í allra handa veðrum. Stelpurnar fóru á nokkur mót þetta árið, t.d. Goðamótið á Akureyri í mars, Hnátumótið í júní, Símamótið í Kópavogi í júlí og Pæjumótið á Siglu- firði í ágúst. Auk þess kepptu stelpurnar á mörgum minni mótum og æfingaleikj- um. Þess má geta að A-lið flokksins gerði sér lítið fyrir og vann tvöfalt á Siglufirði. Þar unnu þær bæði deildar- og bikar- keppnina og komu heim með tvo bikara á Hlíðarenda. Umfram allt þá var tíma- bilið hjá stelpunum gríðarlega skemmti- legt. Þar sem leikmenn, þjálfarar og for- eldrar náðu virkilega vel saman í félags- legum viðburðum sem voru haldnir reglulega yfir allt tímabilið. Stelpurnar í 6. flokki sýna okkur það að það eru bjart- ir tímar framundan í kvennastarfinu hjá Val. Þjálfarar voru Birkir Örn Gylfason og Katla Rún Arnórsdóttir. 6. flokkur karla Sjötti flokkur Vals æfði þrisvar í viku yfir veturinn en fjórum sinnum yfir sumarið. Þjálfari flokksins var Andri Fannar Stef- ánsson og honum til aðstoðar voru Breki Bjarnason og Valdimar Árnason. Yfir veturinn var æft tvisvar sinnum úti á gervigrasi og mættu strákarnir í hvaða veðri sem er, alltaf reiðubúnir að gera sitt besta og spila fótbolta. Þriðja æfingin var síðan inni í gamla sal og var hún oft kærkomin eftir kaldar æfingar dagana áður í snjónum. Iðkendafjöldinn var um 30. Undanriðlar í Pollamótinu fóru fram snemma í júní og þar komust fjögur lið af fimm áfram í úrslitariðlana. Úrslitariðlarnir voru svo spilaðir í ágúst og þar má segja að A-liðið hafi verið eina liðið sem sýndi sitt rétta andlit. Þeir fóru alla leið í úrslitaleikinn en töpuðu þar gegn Víkingum í hörkuleik. Shellmótið fór fram í lok júní og þang- að fóru fjögur glæsileg Valslið sem stóðu sig öll frábærlega innan vallar sem utan. Tvö af fjórum liðum náðu alla leið í úr- slitaleikinn en töpuðu naumlega. Á loka- hófi mótsins fengu strákarnir síðan verð- laun fyrir prúðmennsku, innan vallar sem og utan. Flott viðurkenning fyrir þessa duglegu stráka en ekki síður foreldrahóp- inn sem skipulagði ferðina af mikilli snilld. Strákarnir tóku stórstígum fram- förum og spil liðanna þróaðist mjög mik- ið en öll liðin voru farin að spila flottan fótbolta á Shellmótinu og eftir það. 5. flokkur kvenna 5. flokkur kvenna samanstóð af 23 stelp- um þetta tímabilið. Hópurinn æfði mjög vel og var æfingaraðsókn í heild sinni til mikillar fyrirmyndar. Stelpurnar æfðu fjórum sinnum í viku á tímabilinu á samt því að spila marga æfingaleiki yfir vetr- artímann. Flokkurinn sótti fjölda móta þetta tímabilið, en þau voru: Jólamót,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.