Valsblaðið - 01.05.2012, Side 35
Valsblaðið2012 35
Starfiðermargt
Haustmót og Reykjavíkurmót KRR,
Goðamót á Akureyri, Pæjumótið í Vest-
mannaeyjum, Símamótið í Kópavogi auk
þess kepptu stelpurnar á Íslandsmótinu.
Hópurinn tók miklum framförum allt
tímabilið og stelpurnar unnu til marga
verðlauna á mótum sumarsins, t.d. vann
A-liðið Pæjumótið í Vestmannaeyjum og
lenti í öðru sæti á Símamótinu í Kópa-
vogi. B-lið flokksins lenti í öðru sæti Ís-
landsmótsins eftir úrslitaleik við FH.
stórglæsilegur og þrír bikarar komu með
okkur heim ofan af Akranesi. Andinn í
hópnum var frábær, gleðin mikil og sam-
heldnin og samstaðan til fyrirmyndar.
Frammistaða foreldra sem margir hverjir
voru að stíga sín fyrstu spor sem fót-
boltaforeldrar var mikið gleðiefni og er
það mikið gæfuspor fyrir strákana.
6. flokkur kvenna
Þetta árið var 6. flokkur kvenna fámenn-
ur en góðmennur. Það var stór kjarni inn-
an flokksins sem mætti vel á æfingar og
stundaði fótboltann vel allt árið. Stelp-
urnar létu það ekki á sig fá að æfa tvisvar
sinnum í viku úti á gervigrasi í allra
handa veðrum. Stelpurnar fóru á nokkur
mót þetta árið, t.d. Goðamótið á Akureyri
í mars, Hnátumótið í júní, Símamótið í
Kópavogi í júlí og Pæjumótið á Siglu-
firði í ágúst. Auk þess kepptu stelpurnar
á mörgum minni mótum og æfingaleikj-
um. Þess má geta að A-lið flokksins gerði
sér lítið fyrir og vann tvöfalt á Siglufirði.
Þar unnu þær bæði deildar- og bikar-
keppnina og komu heim með tvo bikara
á Hlíðarenda. Umfram allt þá var tíma-
bilið hjá stelpunum gríðarlega skemmti-
legt. Þar sem leikmenn, þjálfarar og for-
eldrar náðu virkilega vel saman í félags-
legum viðburðum sem voru haldnir
reglulega yfir allt tímabilið. Stelpurnar í
6. flokki sýna okkur það að það eru bjart-
ir tímar framundan í kvennastarfinu hjá
Val.
Þjálfarar voru Birkir Örn Gylfason og
Katla Rún Arnórsdóttir.
6. flokkur karla
Sjötti flokkur Vals æfði þrisvar í viku yfir
veturinn en fjórum sinnum yfir sumarið.
Þjálfari flokksins var Andri Fannar Stef-
ánsson og honum til aðstoðar voru Breki
Bjarnason og Valdimar Árnason.
Yfir veturinn var æft tvisvar sinnum
úti á gervigrasi og mættu strákarnir í
hvaða veðri sem er, alltaf reiðubúnir að
gera sitt besta og spila fótbolta. Þriðja
æfingin var síðan inni í gamla sal og var
hún oft kærkomin eftir kaldar æfingar
dagana áður í snjónum. Iðkendafjöldinn
var um 30. Undanriðlar í Pollamótinu
fóru fram snemma í júní og þar komust
fjögur lið af fimm áfram í úrslitariðlana.
Úrslitariðlarnir voru svo spilaðir í ágúst
og þar má segja að A-liðið hafi verið eina
liðið sem sýndi sitt rétta andlit. Þeir fóru
alla leið í úrslitaleikinn en töpuðu þar
gegn Víkingum í hörkuleik.
Shellmótið fór fram í lok júní og þang-
að fóru fjögur glæsileg Valslið sem stóðu
sig öll frábærlega innan vallar sem utan.
Tvö af fjórum liðum náðu alla leið í úr-
slitaleikinn en töpuðu naumlega. Á loka-
hófi mótsins fengu strákarnir síðan verð-
laun fyrir prúðmennsku, innan vallar sem
og utan. Flott viðurkenning fyrir þessa
duglegu stráka en ekki síður foreldrahóp-
inn sem skipulagði ferðina af mikilli
snilld. Strákarnir tóku stórstígum fram-
förum og spil liðanna þróaðist mjög mik-
ið en öll liðin voru farin að spila flottan
fótbolta á Shellmótinu og eftir það.
5. flokkur kvenna
5. flokkur kvenna samanstóð af 23 stelp-
um þetta tímabilið. Hópurinn æfði mjög
vel og var æfingaraðsókn í heild sinni til
mikillar fyrirmyndar. Stelpurnar æfðu
fjórum sinnum í viku á tímabilinu á samt
því að spila marga æfingaleiki yfir vetr-
artímann. Flokkurinn sótti fjölda móta
þetta tímabilið, en þau voru: Jólamót,