Valsblaðið - 01.05.2012, Page 43

Valsblaðið - 01.05.2012, Page 43
Valsblaðið2012 43 Starfiðermargt sjónarmið látin ráða ferð á kostnað lang- tímamarkmiða. Og síðast en ekki síst þá ber engin hina endanlegu ábyrgð, því það er að sjálfsögðu enginn eigandi, sem lemur í borðið og rekur stjórnandann. Mín ráðlegging er því að setja mark- mið okkar í öndvegi í rekstri og starfi félagsins, gera þau að lifandi afli sem all- ir sem starfa innan félagsins eru meðvit- aðir um hvort heldur þau eru af félags- legum eða rekstrarlegum toga. Þessi markmið verða að vera í stöðugri skoðun og endurnýjun. Það er algengur frasi í íþróttahreyfingunni og þá sér í lagi í knattspyrnunni að árangur kosti peninga. Þetta á sér vissulega sannleiksstoð en við þá sem halda að öllu megi til kosta til að ná árangri og það strax, vil ég leggja út af orðum sr. Friðriks og segja; látum aldrei kappið bera reksturinn ofurliði. Hvað er til ráða? Það er ekki auðvelt verkefni að breyta íþróttafélagi eins og Knattspyrnufélaginu Val og verði ráðist í það verður það ekki sársaukalaust. Að mínu mati er það hins vegar óumflýjanleg eigi Valur að halda áfram að vaxa og dafna og þá frekar að verðleikum en vexti. Í þessari vinnu þarf ekki að byrja á því að finna upp hjólið. Í íþróttaheiminum má finna fjölmargar fyr- irmyndir í félögum sem náð hafa frábær- um árangri bæði íþróttalega og rekstrar- lega. Þó að þessi erlendu félög séu miklu stærri en Valur, getum við tileinkað okk- ar hugmyndfræði þeirra og lært af því sem þau hafa gert best. Við höfum einnig fjölmörg dæmi úr eigin sögu um mark- visst starf og frábæran árangur í kjölfar- ið. Er hægt að skipta íþróttafélögum upp í uppeldisfélög og afreksmannafélög eða er hægt að vera hvort tveggja í senn? Þetta eru tvær meginstefnunar sem skilja t.d. að félög eins og Bröndby og FC Köben havn. Að morgni hátíðis- og tylli- semina niður og draga að stóru leyti til baka fyrri áform. Halda mætti að þar með myndu bæði innri og ytri kröfur til félagsins minnka, en svo hefur ekki verið. Umhverfinu sem lýst er hér að framan er ekki breytt á einni nóttu. Það þarf sterk bein til að reka hvaða félagastarfsemi sem er í dag og ekki síst afreksíþróttafélag eins og Val, sem á 100 ára afmælisári sínu var með alla meistaraflokka félagsins, sex að tölu í efstu deild. Valsmenn um allt land eru stoltir af þessum mikla framgangi, en hvort þeir gera sér grein fyrir að þetta þýðir í rekstrarlegu umfangi, t.d. að fram fara rétt tæplega 100 heimaleikir á Hlíð- arenda ár hvert, er önnur saga. Hvað er Valur? Er þörf á að spyrja þessara spurningar, erum við öll nokkurn veginn sammála um svarið við þessari spurningu? Hvert er hlutverk okkar og hver er okkar árang- ursmælikvarði? Mig rennur í grun að ef þessar spurningar væru lagðar fyrir breið- an hóp forráðamanna, starfsmanna, iðk- enda og stuðningsmanna yrðu svörin ansi fjölbreytt og spönnuðu vítt svið. Það er gömul sannindi að forsenda þess að kom- ast á leiðarenda er að hafa ferðaáætlunina klára. Ég tel að aldrei hafi verið meiri þörf en nú á að þeir sem unna Knatt- spyrnufélaginu Val komi saman og varði félaginu farveg til framtíðar. Við erum að mínu mati ekki á réttri leið. Hún er ekki alröng og það er engum þröngum hópi þar um að kenna. Leiðin er hins vegar grýtt hún er óljós og hún er ekki stefnu- föst. Í dag erum við að reyna að gera allt á öllum sviðum. Við viljum reka þrjár af- reksdeildir karla og kvenna, reka öflugt unglingastarf og bjóða upp á fyrsta flokks aðstöðu svo fátt eitt sé nefnt. En er þetta raunhæft, höfum við burði til að mæta öllum þeim kröfum sem þetta skap- ar, hvort sem það er íþróttalega, félags- lega eða fjárhagslega? Ég tel að svo sé ekki og það sé mikilvægasta markmið okkar nú að setja félaginu raunhæfa stefnu og markmið um umfang starfsem- inar, uppbyggingu hennar og forsendur. Hvernig metum við árangur? Það hefur alltaf verið erfitt að meta ár- angur félagasamtaka og þá ekki síst íþróttafélaga á borð við Val, þar sem starfsemin er bæði margbreytt og með fölbreytta áhersluþætti, eins og lýst er hér að framan. Það er mikill eðlismunur á barna- og unglingastarfi og arfreksstarfi og hefur þessi munur aukist mikið á síð- ustu árum. Það er síðan mikill munur á hvernig félagsmenn meta árangur. Það sem einum finnst frábær árangur finnst öðrum ekkert sérstakur. Ég tel að í grunninn sé hægt að skipta árangursmati upp í tvo þætti, þ.e. árangur félagsstarfsins og rekstrarárangur. Erfið- leikarnir við að meta árangur snúa fyrst og síðast að félagsstarfinu og hin síðari ár hefur í flestum íþróttafélögum, þ.m.t í okkar félagi, tíðkast að skipta upp bæði stjórnun og rekstri á barna- og unglinga- starfi og síðan afreksstarfinu. Það er ekki hægt að meta árangur Vals eins og fyrirtækis einfaldlega vegna þess að markmið félagsins er ekki arðsamur rekstur. Á hinn bóginn er jafn nauðsyn- legt að geta metið árangur Vals eins og um fyrirtæki væri að ræða. Við verðum að geta metið árangur okkar frá einu tímabili til annars. Við verðum að geta metið á hverjum tíma hvort við erum á réttri eða rangri leið í okkar störfum. Til þess að þetta sé hægt verðum við að setja okkur mælanleg markmið og vera stöð- ugt að meta hvort við séum á rétti leið. Í endurskipulagningunni fyrir nokkrum árum voru félaginu sett bæði metnaðar- full markmið og rekstrarleg viðmið. Ég tel að þarna hafi verið sett fram mörg góð og athyglisverð markmið. Þau voru mis- jafnlega skýr og raunhæf en öll mikilvæg fyrir félagið. Það sem gerðist í framhaldi þessarar vinnu er kannski það sem fyrst og fremst skilur okkur stjórnunar- og rekstrarlega frá fyrirtækjum og stærri félagasamtökum, þ.e. eftirfylgnin og end- urnýjunin. Vinnubrögð okkar eru agalaus og stjórnunin veik. Í fyrsta lagi er blekið varla þornað á pappírunum fyrr en við byrjum að brjóta eigin reglur. Í öðru lagi er misræmi og misvægi milli valds og ábyrgðar. Í þriðja lagi eru skammtíma-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.