Valsblaðið - 01.05.2012, Síða 48

Valsblaðið - 01.05.2012, Síða 48
48 Valsblaðið2012 Foreldrastarf mæt í félagsstarfi sem borið er uppi af sjálfboðaliðastarfi.“ Hvað hefur þú gert til að búa til jákvætt samfélag í kringum íþróttaiðkun barna ykkar og hvaða máli skiptir samhentur foreldrahópur í því skyni? Bjarni svaraði þessari spurningu ítar- lega svona. „Ég er svo lánsamur að hafa kynnst stórum hópi fyrirmyndarforeldra í Val sem auðvelt og gefandi hefur verið að vinna með. Að auki hefur íþrótta- og skólastarf skarast töluvert öll þessi ár. Hópurinn hefur náð vel saman og ég held að ég geti fullyrt að allir hafi þessir for- eldrar notið ríkulega samverunnar auk þess að fylgja sínu barni eftir í iðkun þess. Fyrir utan beinan undirbúning vegna íþróttarinnar hittast foreldrarnir oft við aðrar aðstæður, bæði þegar félagslíf Vals á í hlut og eins sem kunningjar og vinir. Þetta þýðir að öll grunnskólaárin og ennþá núna á framhaldsskólastiginu hefur það verið okkur eðlilegt og auðvelt að skiptast á upplýsingum og skoðunum er varða börnin okkar. Í uppbyggingar- starfi Vals síðustu ár og örum þjálfara- skiptum upp yngri flokkana skipti gríðar- legu máli að foreldrarnir létu til sín taka. Í félagi eins og Val sem býr að glæstri sögu en getur ekki talist í hópi mann- flestu félaganna er framlag foreldra enn mikilvægara. Snýr það bæði að innra skipulagi og framkvæmd flokksstarfsins sem og samskiptum við stjórn og starfs- menn Vals. Þegar á bjátar á samhentur foreldrahópur auðveldara með að benda á það sem aflaga fer, leggja fram tillögur um úrræði og bjóða fram tíma sinn og þekkingu. Þegar allt leikur í lyndi er ekk- ert betra en að fagna því í góðum hópi.“ Jón Gunnar svaraði á þessa leið. „Sam- hentur foreldrahópur stuðlar að því for- eldrar njóti félagsskaparins og sjái ekki á eftir tímanum sem skylduverk í þágu barnsins. Einu sinni gáfum við út mynda- skrár foreldra og iðkenda, við höfum verið með samkomutjald foreldra á landsmótum og stundum útbúið og dreift vídeódisk til minningar. Mér finnst for- eldrar mættu oft vera ófeimnari við að létta undir við litlu verkin, s.s. með því að safna þátttökugjöldum á dagsmótum, reima skó eða hlaupa á eftir boltum eða vatni á æfingum eða leikjum. Svo lengi sem við truflum ekki þjálfarana er það bara gaman og stuðlar að kynnum við aðra foreldra og iðkendur.“ til Danmerkur. Foreldrarnir þurftu að vinna náið saman. Fyrir utan fjáröflun, kaup á íþróttafatnaði og samskipti við starfsmenn og stjórnendur Vals þýddi þetta mikla viðveru á mótum og vinnu- framlag. Þegar þessum mótum lauk og við tóku Íslandsmót í eldri flokkunum fóru samskiptin að snúa meira að þjálfur- um og leikmönnunum sjálfum. Æfinga- ferðir voru skipulagðar og síðan farið um lengri eða skemmri veg í leiki. Í 3. og 2. flokki hef ég aðstoðað þjálfara í leikjum. Ég er einn af stofnfélögum Fálkanna og vinn á þeim vettvangi að eflingu barna- og unglingastarfs hjá Val. Einnig tek ég nokkuð virkan þátt í félagslífi Vals og mæti oftar en ekki á herrakvöld og aðrar viðlíka skemmtanir.“ Elfur Sif svaraði þessari spurningu á þessa leið. „Ég hef verið í foreldraráði í nokkrum flokkum í fótbolta og handbolta aðstoðað við margar fjáraflanir og dósa- safnanir í hverfinu okkar. Eins hef ég verið í barna og unglingaráði í nokkur ár einnig er ég -í félagsskap fyrir konur inn- ann Vals sem heitir Valkyrjur.“ Jón Gunnar svaraði á svipuðum nótum. „Ég hef stundum fengið foreldra til verka í foreldrastarfinu og sinnt e.k. verkstjórn, þótt aðrir hafi dregið vagninn. Það er mín reynsla að almennt fagna foreldrar af- mörkuðu verkefni til að sinna, þótt að sjálfsögðu verði að virða forgangsröðun þeirra sem vilja beita sér á öðrum vett- vangi. Ég hef því haft tækifæri á að „gera eitthvað meira“, s.s. halda grillpartý og taka leiki upp á vídeó fyrir þjálfara til skoðunar og leikmannafunda. Þá hef ég lagt lið viðburðum eins og Skólaleikum Vals og Skemmtilegustu leikjum sumars- ins á vegum Fálkanna.“ Hvað er það mikilvægasta sem foreldrar verða að hafa í huga þegar barnið þeirra er í íþróttum? Bjarni svaraði þessari spurningu á þessa leið. „Að vera á staðnum, að taka þátt. Að hafa sjálfur gaman af þessu. Að láta barnið finna að manni stendur ekki á sama. Að líta á íþróttaiðkunina sem vett- vang til að kynnast barninu sínu betur og félögum þeirra, að skilja betur væntingar þeirra og þarfir. Að gefa sér tíma og líta á þann tíma sem mikilvægan fyrir sjálfan sig ekki síður en barnið. Því lengur sem barnið er í íþróttum því líklegra er að nám og félagslíf sé í eðlilegum og heil- brigðum skorðum. Íþróttir eru ekki eina leiðin að því marki en geta verið mikil- væg stoð.“ Elfur Sif svaraði á þessa leið. „Sýna áhuga, mæta á leiki, hvetja þau, passa að börn fari ekki út í ofþjálfun, eins huga vel að mataræði og passa upp á að þau hvílist nægilega vel. Vera í sambandi við þjálfarana og aðra foreldra ef eitthvað kemur uppá og vera börnum sínum til fyrirmyndar á hliðarlínunni.“ Jón Gunnar svaraði svona. „Ég tel mikil vægt að hvetja börnin til að leggja sig ávallt fram, sér í lagi í hópíþróttum. Gamli frasinn um að „mesti sigurinn sé að vera með“ er svo miklu sannari ef barnið gerir sitt besta óháð frammistöðu eða úrslitum. Þannig verða til persónu- legir, félagslegir og jafnvel íþróttalegir sigrar sem stuðla að því að barnið hafi gaman af þátttökunni og njóti félagsskap- arins sem hlýtur að vera aðalmarkmið. Þá finnst mér afar mikilvægt að foreldrar styðji félagið og þjálfara barnanna; seint verða allir sammála um réttu leiðina en jákvæðni og uppbyggileg afstaða er dýr-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.