Valsblaðið - 01.05.2012, Síða 51
Valsblaðið2012 51
Ungiratvinnumenn Valserlendis eftirSigurðÁsbjörnsson
ir leikmenn koma frá Tertnes en þær koma
flestar frá öðrum smáliðum í Bergen. Ein
kemur frá Þrándheimi og ein frá Osló, en
ég er eini útlendingurinn í liðinu.
Hvað kemur fyrst upp í hugann þegar
ég spyr um það sem er betra hjá liðinu
sem þú spilar með núna miðað við
hvernig málum var háttað hjá Val?
Hér eru hlutir kannski meira prófessional
og við þurfum ekki að hugsa um launa-
greiðslur, sjúkraþjálfunarreikninga og
þess háttar. Fáum mjög mikið af fötum,
bæði æfinga- og hversdags frá Umbro.
Ertu búin að sjá eitthvað sem við ætt
um að taka upp heima á Íslandi sem
þú hefur kynnst í atvinnumennskunni?
Boltinn heima er að verða hraðari en það
vantar fleiri betri lið. Erfitt að segja hvað
Valur getur svo sem gert betur, því hér
eru nátturulega töluvert meiri peningar í
boltanum og þetta er meira prófessional,
en kvennalið Vals er það besta á landinu
þannig þær eru held ég að gera allt sem
þær geta gert.
Saknarðu einhvers sérstaklega að
heiman? Ég sakna að sjálfsögðu liðs-
félagana minna og vinkvenna úr Val og
meira segja Stefáns. En handboltalega
séð er öllum mínum óskum svo sem
svarað hér, eða allavega að mestu leyti.
Síðan sakna ég rosalega litlu frændsystk-
ina minna og barna vinkvenna minna.
Hvar væri Tertnes í töflunni ef það
spilaði í íslensku deildinni? Ég held að
við værum á toppnum.
Hvað heitir staðan sem þú spilar á út
lensku? Ég er línumaður sem er linje-
spiller á norsku.
Hver er stefna liðsins fyrir tímabilið?
Liðið endaði í fimmta sæti í fyrra en við
stefnum að því að taka þriðja sætið í vor.
Við erum nærri markmiðinu eins og
stendur þar sem við erum í fjórða sæti.
Annars er liðið frekar ungt eða frá 19 og
upp í 26 ára.
En hvernig hefur þér gengið? Mér hef-
ur gengið mjög vel. Hefur tekið sinn tíma
að komast inn í allt, sóknarlega og varn-
arlega en mér hefur gengið mjög vel þeg-
ar við spilum. Hópurinn telur um 11–12
stelpur en við æfum alltaf með varaliði
félagsins.
Færðu að spila mikið í hverjum leik?
Það er bara misjafnt, hef viljað spilað
meira en ég hef verið að gera en ég reyni
að nýta tímann minn vel sem ég fæ og þá
mun hann aukast. Auðvitað spilaði ég
meira á Íslandi en ég hef spilað mjög vel
hérna úti og nýtt mitt tækifæri vel og veit
að spilatíminn minn eykst með tímanum
held ég áfram að standa mig vel. Hann
hefur þegar aukist frá því í haust.
Hver er í stórum dráttum helsti mun
urinn á handboltanum þar sem þú
spilar núna m.v. þegar þú spilaðir með
Val á Hlíðarenda? Tertnes spilar hraðari
bolta og eru rosalega góðar að spila lengi
á háu tempói. Þær eru mjög línuspilandi
lið, þannig að við línumennirnar erum
alltaf í veislu.
Munurinn á Val og ekki síður á deild
inni sem þú spilar nú í m.v. efstu deild
á Íslandi? Hér þarf að mæta í alla leiki
með 100% einbeitingu og ef ekki er spil-
að á fullum krafti þá er auðvelt að tapa.
Við eigum að vinna neðstu liðin nokkuð
örugglega, en fáum fleiri leiki sem geta
farið á báða vegu. Heima var ólíklegt að
tapa fyrir liðnum sem voru fyrir neðan
3.–4. sæti.
Er stór munur á íþróttinni? Þjálfun
inni? Félagsskapnum? Aðstöðunni?
Íþróttin er svo sem sú sama, bara hraðari
og meiri að gæðum. Við höfum aðgang
að tveimur sjúkraþjálfurum og styrktar-
þjálfaranum. Félagsskapurinn er góður
og ég er dugleg að hitta stelpurnar úr lið-
inu en að sjálfsögðu er maður meira einn
hérna þar sem maður hefur ekki alla vin-
ina og fjölskylduna heiman frá. Aðstaðan
er flottari á Hlíðarenda, sem kom mér
svo sem ekkert á óvart. Aðstaðan hér er
þó alveg fín líka. Þreksalurinn í okkar
höll er ekkert sérstakur en við erum með
kort í ræktina og förum alltaf þangað, þar
er mjög fín aðstaða. Klefarnir eru allt í
lagi, en við skijum dótið okkur aldrei eft-
ir þar heldur tökum það með okkur fram
á æfingu. Stóri salurinn í okkar höll er
skipt upp í þrennt (svipað og á Hlíðar-
enda) þegar við erum á æfingum. Mjög
fínn salur og stór höll þegar við keppum.
Aðstaða fyrir áhorfendur er mjög fín,
mjög stór sætaaðstaða.
Hvernig er aðsókn á leikina hjá ykkur
og hvernig er stemmningin? Það er
mun betri aðsókn hér en heima, held að
það séu a.m.k. 1000 manns á leikjum. Ég
held að höllin okkar taki um 4.000
manns. Misjafnt hjá öðrum liðum en við
erum með mjög stóra aðstöðu miðað við
flest önnur lið, a.m.k. þau sem ég hef
séð. Mér finnst stemningin á leikjum
vera mjög góð. Satt best að segja hef ég
samt ekkert mikið verið að spá í það, en
fólk lætur heyra ágætlega í sér. Stuðn-
ingsmennirnir byrja að mæta svona 40–
50 mínutum fyrir leik og það er matur og
annað í boði, en bjór er ekki seldur á
leikjum.
Er hátt hlutfall af uppöldum leikmönn
um í liðinu? En útlendingum? Ekki marg-
Þarfaðmætaíallaleikimeð
100%einbeitingu
Eftir að hafa þurft að verja síðasta
keppnistímabili í að jafna sig af meiðslum hefur
Hildigunnur Einarsdóttir flutt búferlum og
spilar nú með Tertnes í Björgvin í Noregi