Valsblaðið - 01.05.2012, Page 53
Valsblaðið2012 53
Hundrað ára unglingur afmælinu fagnar,
aðdáendahópurinn gleðina magnar.
Af frískum stuðningsmönnum fyllist okkar salur
og fullum hálsi segir: Lengi lifi Valur!
Langa sögu og farsæla er freistandi að rekja,
af fögrum, björtum minningum næg er eftirtekja.
Á svona traustum grunni er gæfulegt að byggja
og glaðir, sprækir liðsmenn árangurinn tryggja.
Á Hlíðarenda fimlega er fótboltanum sparkað,
fræknir drengir hafa þar sigurgöngu markað.
Yfir sigri á Frömmurum af fögnuði þeir springa
og fjarskalega er mikilvægt að baka KR-inga.
Og stelpurnar í Val eru virkilega góðar
af velgengni í fótbolta brosa hérna rjóðar.
Sigurinn var tvöfaldur því bikarana báða
Báru þær á Hlíðarenda, himneskt var að sjá það.
Í handbolta og körfubolta hetjur eigum líka
sem heiðurstitlum fjölmörgum skarta hér og flíka.
Með dugnaði og baráttu, ánægju og aga
og aðstoð góðra þjálfara skráð er sigursaga.
Aðstaðan á Hlíðarenda stöðugt bara stækkar,
stjórnun öll til fyrirmyndar, gengi Vals því hækkar.
Bakhjarlarnir öflugu róa öllum árum
svo uppbyggingu svæðisins við farsællega klárum.
Í anda Séra Friðriks stolt við hérna störfum
stefnum fram til sigurs, hvetjum, leiðum, örvum.
Með keppnisskapið mikla mun krafan ætíð vera:
Að kappið aldrei fegurðina má ofurliði bera!
Í tilefni af hundrað ára afmæli
Knattspyrnufélagsins Vals orti Unnur
Halldórsdóttir kvæði um félagið og
færði því að gjöf á afmælisdaginn
Valurhundraðára
11. maí 2011