Valsblaðið - 01.05.2012, Page 65
Valsblaðið2012 65
EftirSigurðÁsbjörnsson
En undirbúningurinn er mjög svipaður
t.d. fyrir leiki. Hér eru menn dálítið form-
legir og heilsast með handabandi í upp-
hafi hverrar æfingar.
Í hvaða deild heldur þú að Valsliðið,
eins og þú manst það, væri ef það spil
aði í Danmörku? Ég veit það varla. En
ég held að það væri annaðhvort að
ströggla neðarlega í efstu deild eða í
toppbaráttu í 2. deild.
En ef SønderjyskE væri að spila á Ís
landi? Ég myndi halda að við værum í
toppbaráttu í deild og bikar.
Hvaða stöðu spilarðu með Sønder
jyskE og hvernig skrifar maður það á
dönsku? Ég spila á miðjunni og þeir taka
þetta úr ensku. Staðan er kölluð playma-
ker. Þessu neitar blaðamaður að trúa og
heimtar að fá sómasamlega dönsku! Nei,
nei vinstra hornið heitir venstre flöj,
vinstri skyttan venstre back og línumaður
stregspiller.
Hvernig er samsetningin á leikmanna
hópnum? Er þetta blanda af Dönum
og útlendingum? Áður en liðið komst í
efstu deild voru þetta nær eingöngu upp-
aldir strákar. En núna held ég að það séu
fjórir útlendingar í liðinu. En það eru
nokkrir danskir leikmenn sem hafa spilað
með öðrum dönskum liðum.
Ef þú ættir að benda mér á eitthvað
eitt sem er betra hjá SønderjyskE
heldur en hjá Val, hvað kemur fyrst
upp í hugann? Þetta er náttúrulega at-
vinnumannalið og það er svo margt sem
skilur að. Bara einföld atriði að við borð-
um í höllinni þessa daga sem við æfum
tvisvar á dag. Það kemur enginn þreyttur
á æfingu hérna vegna álags í skólanum
eða eftir erfiðan vinnudag því þetta er
vinnan okkar.
En geturðu bent á einhver einföld at
riði sem liðin heima á Íslandi ættu að
taka upp af því sem þú hefur kynnst
þarna úti? Það vantar auðvitað betri
stemningu heima og liðin búa í raun
mjög þétt. Það er t.a.m. örstutt á milli
Vals og Fram. Þessi bær sem við búum í
er 40 þúsund manna og annað eins í ná-
grenninu og handbolti er eina ráðandi
íþróttagreinin. Fótboltinn er í klukkutíma
fjarlægð. Í sumar var unnið mikið í mark-
aðssetningu og við erum í blöðum og
fréttum í hverri viku og það er mikið lagt
upp úr því að krakkar kunni skil á leik-
mönnum í þessum handboltabæ. Ef þú
vilt komast í einhverja íþróttastemningu
þá mætirðu á leik með SønderjyskE.
En þegar þú hugsar til baka minnist
þú einhvers sem við erum að gera bet
ur en Danirnir? Fjölskyldumstemningin
var mjög heimilisleg á Hlíðarenda og þar
var maður endalaust að hitta vini sína.
Valur gerði fullt af góðum hlutum. Víd-
eófundir með Óskari Bjarna voru t.d. al-
veg frábærir og hann er frábær þjálfari.
GLÆSIVEISLUR VIÐ ÖLL TÆKIFÆRI
ÁRSHÁTÍÐIR
BRÚÐKAUP
s. 553 7737 I www.mulakaffi.is
FERMINGARVEISLUR
STÓRAFMÆLI
ERFIDRYKKJUR
JÓLAHLAÐBORÐ
SMÁRÉTTAHLAÐBORÐ
ÞORRAVEISLUR
KOKTEILBOÐ
A
N
T
O
N
&
B
E
R
G
U
R