Valsblaðið - 01.05.2012, Side 78

Valsblaðið - 01.05.2012, Side 78
78 Valsblaðið2012 Ferðasaga eftirAlexanderJúlíusson leikmönnum innanborðs. Sigvaldi bar alla ábyrgð á þessu en hann vildi athuga hversu margir kæmust inn. Lyftan var föst á milli þriðju og fjórðu hæðar í rúm- ar þrjátíu mínútur áður en starfsmönnum hótelsins tókst að koma henni af stað og opna. Út hlupu tíu sveittir, fáklæddir og skelkaðir strákar. Leikurinn við Svía endaði svo ekki al- veg eins og lagt var upp með en hann tapaðist stórt. Eftir leikinn fór hluti hóps- ins aftur í höllina og horfðu á leik Þjóð- verja og Frakka á meðan aðrir fóru á súp- ermarkaðinn. Dagur fjögur var frídagur hjá strákun- um en hann hófst á léttri æfingu í sveita- höllinni. Restin af deginum fór svo í að hlaða batteríin og skoða næsta andstæð- ing. Um kvöldið var svo farið niður í miðbæ Bregenz þar sem að borðað var á ítölskum veitingastað. Jafntefli við Frakka í spennandi leik og ævintýrið úti Dagur fimm byrjaði eins og aðir leikdag- ar á morgunmat klukkan átta og göngu- túr í kjölfarið. Fyrir hádegismat var vid- eo-fundur þar sem farið var yfir andstæð- inga dagsins sem voru Frakkar en það var einnig loka leikur riðilsins. Leikurinn við Frakka endaði með jafntefli sem dugði því miður ekki til að komast upp úr riðlinum. Seinni partur dagsins var ró- legur þar sem að farið var í súpemarkað- inn og slakað á. Það var þreyta í hópnum svo farið var snemma að sofa. Leikið um sæti Sjötti dagurinn í Bregenz var hvíldardag- ur, það var sofið út og svo var farið á æf- ingu í fjósinu. Eftir hádegismat var farið í æfintýraferð til Lindau sem er lítill bær sem stendur við sama vatn og Bregenz, Sæti í lokakeppninni var tryggt eftir sig- ur á Englendingum, Tyrkjum og Moldóv- um í undankeppni sem haldin var í Tyrk- landi um páskana. 16 lið tóku þátt í loka- keppninni en Ísland lenti í dauðariðlinum ásamt Þýskalandi, Svíþjóð og Frakk- landi. Mæting var niður á HSÍ klukkan 22:15 þó að sumir hafi leyft sér að mæta örlítið of seint. Það voru auðvitað Nes- búarnir sem voru á síðustu stundu en ástæðan var sú að einn þeirra hafði gleymt töskunni í anddyrinu heima. Það var þó í góðu lagi fyrir okkur hina því að þessir þrír drengir fengu að ferðast með búninga- og sjúkratöskurnar. Ferðalagið til Bregenz gékk áfallalaust fyrir sig fyrir utan einhver smávægileg vandræði með flugmiðann hans Óskars. Flogið var til Köben og þar var stoppað í 1,5 klst áður en haldið var áfram til Zurich. Í Zurich tók á móti okkur leiðsögumaður sem var með okkur út ferðina en hún fylgdi okk- ur í rútuna til Bregenz. Slökun fyrir lokakeppnina Komið var á hótelið um hádegisbilið og þá var farið beint í hádegismat. Hótelið var fínt, mjög góð staðsetning, ágætis matur og herbergin rúmgóð. Klukkan 4 var farið á stutta æfingu í keppnishöllinni sem leit mjög vel út. Um kvöldið var farið á opnunarhátíðina og óperan í Bregenz var skoðuð. Eftir það fór fram leit að op- inni verslun en sú leit bar því miður ekki árangur. Þetta kvöld var farið snemma að sofa því að fyrsti leikur var daginn eftir. Menn mættu ferskir í morgunmat daginn eftir enda höfðu flestir sofið í yfir 10 tíma. Mikil ánægja var með morgunmatinn og þá sérstaklega heita súkkulaðið sem var auðvitað farið varlega í. Villi lenti þó í leiðindar óhappi þegar hann missti niður allan matinn sinn. Villi sem hefur hingað til ekki verið þekktur fyrir góða ensku- kunnáttu útskýrði mál sitt hins vegar snilldarlega: „My food fell down” sagði hann og uppskar mikinn hlátur. Jafntefli í baráttuleik við Þjóðverja Eftir morgunmat var haldið á örstutta æf- ingu í íþróttahöll sem var falin innan um fjárhús og svínastíur. Það var ekki mikil gleði yfir lyktinni sem fylgdi dýrunum nema hjá Sverri sem að eigin sögn sagð- ist líða eins og hann væri kominn aftur heim í sveitina á Selfossi. Seinni part dags var svo spilað við Þjóðverja. Það var góð stemning á í höllinni enda and- stæðingarnir nánast á heimavelli. Ís- lensku strákarnir voru sterkari aðilinn í leiknum en svo fór að Þjóðverjar jöfnuðu með marki á síðustu andartökum leiks- ins, svo sannarlega svekkjandi úrslit gegn sterkum Þjóðverjum. Tap gegn Svíum Dagur þrjú í Bregenz byrjaði snemma, það var morgunmatur klukkan átta og í kjölfarið var farið í göngutúr. Eftir morg- unmat var svo video-fundur þar sem að andstæðingarnir dagsins voru skoðaðir. Strákarnir lentu svo í óhappi á leiðinni úr hádegismat þegar lyftan festist með tíu Ídauðariðlinumí lokakeppniU18í Evrópusumarið2012 Í byrjun júlí fór U-18 ára landslið Íslands í handbolta á lokakeppni EM. Með í för voru fjórir leikmenn Vals, Daði, Gunni, Sigvaldi og Alex. Heimir Ríkarðsson stjórnaði svo liðinu og Guss-vélin var liðsstjóri, alls sex Valsarar Valsarar í U18 í handbolta: Frá vinstri: Daði, Alex, Gunni og Sigvaldi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.