Valsblaðið - 01.05.2012, Side 104
104 Valsblaðið2012
Starfiðermargt
Lárus Blöndal, Steindór Aðalsteinsson,
Torfi Magnússon, Bjarni Sigurðsson,
Guðmundur Sigurgeirsson og Sigurður
Örn Sigurðarson og eru verkefni þeirra
mörg og vel unnin. Störf þessa fjölmenna
hóps gerir verkefnin skemmtileg og
áhugaverð. Öllu því góða fólki sem starfa
fyrir deildina eru þökkuð góð störf.
Meistaraflokkur karla
Ágúst Björgvinsson þjálfaði meistaraflokk
karla keppnistímabilið 2011 til 2012.
Miklar breytingar voru á mannskap fyrir
tímabilið og Valsmenn í efstu deild í fyrsta
sinn um skeið. Veturinn var erfiður, illa
gekk að finna erlenda leikmenn sem virt-
ust hæfa og falla vel að liðinu og því mik-
ið um breytingar á hópnum á tímabilinu.
Margir leikmenn fengu þó mikilvæga
reynslu á því að leika í úrvalsdeild sem
vafalítið á eftir að nýtast þeim á komandi
misserum. Því var ljóst að tímabilið 2012
til 2013 yrði Valur í fyrstu deild.
Keppnistímabilið 2011–2012 var mikil-
væg reynsla fyrir körfuknattleiksdeild
Vals. Í fyrsta sinn í mörg ár var Valur
með bæði kvenna- og karlalið í efstu
deild. Karlaliðinu gekk ekki vel, miklar
breytingar urðu á mannskap og féll liðið
aftur í fyrstu deild. Kvennaliðið var að
berjast við að ná einu af fjórum efstu sæt-
unum til að komast í úrslitakeppnina,
sem tókst ekki. Því fór liðið fyrr í sum-
arfrí en ráð var fyrir gert. Kvennaliðið
endaði í fimmta sæti mótsins og tók
endasprett of seint. En þessi reynsla var
leikmönnum og deildinni mikilvæg.
Ágúst Björgvinsson var áfram þjálfari
bæði kvenna- og karlaliðsins og strax á
vordögum var farið í að stilla saman
strengi og undirbúa nýja sókn í körfu-
knattleik í Val. Sævaldur Bjarnason var
ráðinn aðstoðarþjálfari hjá karlaliðinu en
hann er öllum hnútum kunnugur hjá fé-
laginu. Hann þjálfaði í mörg ár yngri
flokka Vals og fór til Breiðablik í 4 ár og
snýr nú aftur heim. Við fögnum komu
Sævaldar og eru miklar væntingar gerðar
til starfa hans. Hafdís Elín Helgadóttir
var ráðin aðstoðarþjálfari fyrir meistara-
flokk kvenna. Hafdís þekkir körfuknatt-
leik betur en flestir aðrir (eiginlega allir).
Hún spilaði til fjölda ára með ÍS, Val og
landsliði Íslands. Það er gríðarlegur feng-
ur að fá Hafdísi til starfa.
Stjórn körfuknattleiksdeildar Vals
2012–2013:
Svali H. Björgvinsson, forsvarsmaður
Einar Örn Jónsson
Sigþór Björgvinsson
Gunnar Skúlason
Hjörtur Fr. Vigfússon
Úr stjórn gengu Lárus Blöndal, Stein-
dór Aðalsteinsson, Grímur Atlason og
Bjarki Gústafsson og þakkar körfuknatt-
leiksdeildin þeim vel unnin störf á liðn-
um árum.
En ásamt stjórninni er vaskur hópur
góðra Valsmanna sem kemur að störfum
deildarinnar og rétt er að nefna nokkra;
Valsmennlaufléttirílund:uppbygging
körfuknattleiksdeildarVals
Skýrsla körfuknattleiksdeildar 2012
Meistaraflokkur karla í körfuknattleik 2012–2013: Efri röð frá vinstri: Ágúst Sigurður Björgvinsson þjálfari, Benedikt
Skúlason, Þorgrímur Guðni Björnsson, Chris Woods, Birgir Björn Pétursson, Atli Rafn Hreinsson, Bergur Ástráðsson, Sævaldur
Bjarnason aðstoðarþjálfari. Neðri röð frá vinstri: Jens Guðmundsson, Hlynur Logi Víkingsson, Rúnar Ingi Erlingsson, Ragnar
Gylfason, Benedikt Blöndal, Kristinn Ólafsson og Bjarni Geir Gunnarsson.