Valsblaðið - 01.05.2012, Blaðsíða 105
Valsblaðið2012 105
Starfiðermargt
Ben Erlingsdóttur flutti erlendis og nýr
erlendur leikmaður fengin fyrir Melissa
Lechlitner. Einnig hefur það veikt liðið
að fyrirliðinn og Valsmaðurinn Signý
Hermannsdóttir hefur ekki getað leikið
og beitt sér eins og hún hefði kosið vegna
meiðsla. Sumarið 2012 gekk einnig til
liðsins Ragna Margrét Brynjarsdóttir sem
lék í Svíþjóð ásamt góðum hópi yngri
leikmanna. Í ágúst fór liðið í æfingaferð
til Danmerkur og stóð sig vel á móti sem
SISU hélt. Nú þegar mótið er hálfnað er
Valur í fjórða sæti og í 8 liða úrslitum í
bikarkeppni KKÍ. Góð eining er í hópn-
um og heilbrigð samkennd. Metnaðar-
fullt starf körfuknattleiks kvenna í Val á
eftir að skila góðum árangri fyrir félagið.
Flestir leikmenn frá síðasta tímabili
héldu áfram tímabilið 2012 til 2013,
staðráðnir í að gera betur. Þá bættust
nokkrir nýir leikmenn í hópinn; Rúnar
Ingi Erlingsson sem lengst af hefur leikið
í Njarðvík og Atli Hreinsson kom frá Þór
Akureyri. Þá sneri Þorgrímur Björnsson
aftur, en hann lék áður með yngri flokk-
um og meistaraflokki Vals. Þessir leik-
menn ásamt fleirum hafa breikkað hóp-
inn og keppnislið Vals. Nú þegar tímabil-
ið 2012–2013 er hálfnað er Valsliðið
taplaust og komnir í átta liða úrslit í bik-
arkeppni KKÍ. Stefna liðsins er að fara
aftur í úrvalsdeild og spila þar á meðal
þeirra bestu. Það er metnaður Vals og
vilji að eiga sterkt lið í efstu deild.
Meistaraflokkur kvenna
Ágúst Björgvinsson þjálfaði meistara-
flokk kvenna keppnistímabilið 2011 til
2012. Liðið lék í efstu deild eftir að hafa
leikið í fyrstu deild árið áður. Liðið tefldi
fram öflugum, en mikið breyttum hópi.
Nokkrar væntingar voru til liðsins í byrj-
un tímabils, en veturinn var verulega
kaflaskiptur og liðið komst ekki á gott
skrið fyrr en á vordögum og því miður of
seint. Valur endaði í fimmta sæti og
komst ekki í úrslitakeppnina. Þetta var
fyrsta tímabil sem aðeins fjögur lið kom-
ust í úrslitakeppnina.
Ágúst Björgvinsson hélt áfram með
liðið, flestir leikmenn héldu áfram; María
Meistaraflokkur kvenna í körfuknattleik 2012–2013. Efri röð frá vinstri: Hafdís Helgadóttir, aðst. þjálfari, Margrét Ósk
Einarsdóttir, Lilja Ósk Sigmarsdóttir. Kristín Óladóttir, Sara Diljá Sigurðardóttir, Signý Hermannsdóttir, Ragna Margrét Brynj-
arsdóttir, Ragnheiður Benónísdóttir, Alberta Auguste, Elsa Rún Karlsdóttir, Selma Skúladóttir og Sóllilja Bjarnadóttir. Neðri röð
frá vinstri: Hallveig Jónsdóttir, Guðbjörg Sverrisdóttir, Kristrún Sigurjónsdóttir, Ágúst Sigurður Björgvinsson, þjálfari, Unnur
Lára Ásgeirsdóttir, Þórunn Bjarnadóttir og María Björnsdóttir.