Valsblaðið - 01.05.2012, Side 107

Valsblaðið - 01.05.2012, Side 107
Valsblaðið2012 107 Starfiðermargt riðli. Í fyrstu umferð endaði liðið í 3 sæti, annarri umferð í 2. sæti, þriðju umferð í 3. sæti og fjórðu umferð í 4. sæti sem gaf þeim sæti í undanúrslitum þar sem liðið datt út fyrir Njarðvík sem endaði sem Ís- landsmeistari. Í bikarkeppninni byrjaði liðið að slá út hið geysisterka Keflavíkurlið sem hafði unnið til allra titla í flokknum á unda- förnum árum og var það einnig fyrsti sig- ur Valskvenna á Keflavík í þessum flokki. Stelpurnar duttu þó út gegn Njarð- vík sem enduðu sem bikarmeistarar. Framtíð stelpnanna er björt og verður fróðlegt að fylgjast með þeim í framtíð- inni. Mestar framfarir: Elsa Rún Karlsdóttir. Besta ástundun: Hallveig Jónsdóttir. Leikmaður ársins: Ragnheiður Benón- ýsdóttir. Unglingaflokkur kvenna Þjálfari: Ágúst Björgvinsson Aðstoðarþjálfari: Melissa Lechlitner Valur tefldi fram ufl.kv í fyrsta skipti frá endurvakningu kvennadeildarinnar. Árangurinn var nokkuð góður og liðið komst í bikarúrslit en tapaði naumlega á síðust sekúndum leiksins með þremur stigum. Liðið hafnaði í fjórða sæti í deild eftir að hafa leitt deildina mestan hluta af degi. Allt kom þó fyrir ekki þar sem veikindi í þriðju umferð Íslandsmótsins urðu til þess að við féllum niður í D-rið- il. D-riðillinn reyndist sterkur og voru Valsmenn aðeins hársbreidd frá því að sigra riðilinn en úrslitaleikurinn tapaðist á flautukörfu. Liðið var að einhverju leyti mannað af leikmönnum úr yngri árgöng- um í þessum mótum. Töluverð fjölgun varð í hópnum á seinnihluta tímabilsins sem á eftir að hjálpa liðinu á komandi árum. Mestar framfarir: Matthías Gauti Em- ilsson. Besta ástundun: Óðinn Arnarsson. Leikmaður ársins: Matthías Óli Matth- íasson. Minnibolti 11 ára stúlkur Þjálfari: Melissa Lechlitner Alveg einstakur og skemmtilegur hóp- ur stúlkna sem æfðu í vetur. Þær gerðu allar æfingar skemmtilegar með góðri vinnu og góðu viðhorfi. Stelpurnar voru alltaf tilbúnar að prófa nýja leiki og æf- ingar og forðuðust aldrei áskoranir. Allar stelpurnar tóku miklum framförum á öll- um sviðum körfuboltans þegar leið á tímabilið. Það var gaman að fylgjast með þeim bæta sig og þær eiga eftir að bæta sig enn frekar á næsta tímabili. Mestar framfarir: Guðrún Blöndal. Besta ástundun: Hrafnhildur Orradóttir. Leikmaður ársins: Freyja Friðþjófsdótt- ir. 7. flokkur drengja Drengirnir byrjuðu tímabilið í C-riðli Íslandsmótsins og unnu sig sannfærandi upp í B-riðli í því móti. Í næstu þremur mótum spilaði liðið í B-riðli sem var yfirleitt mjög jafn riðill. Strákarnir voru bæði í baráttu um að vinna sér inn sæti í A-riðli og um leið í baráttu um að halda sæti sínu í B-riðli. Strákarnir í 7. flokki eru efnilegur hópur sem er duglegur að mæta á æfingar að mestu leyti. Í hópinn vantar sárlega hávaxna leikmenn til þess að árangurinn geti orðið enn betri. Hafa ber þó í huga að árangur er ekki alltaf mældur í sigrum og strákarnir vita að þeir hafa bætt sig mjög mikið í vetur. Mestar framfarir: Ísak Sölvi Ingvalds- son. Besta ástundun: Arnar Steinn Helgason og Helgi Tómas Helgason. 7. flokkur kvenna Þjálfari: Guðbjörg Sverrisdóttir Stelpurnar í 7. flokki hófu Íslandsmót- ið á að spila fyrstu 2 túrneringarnar í b riðli en eftir mikla baráttu lá leiðin niður í c-riðil þar sem þær kláruðu tímabilið. Það voru 8 stelpur sem æfðu yfir vetur- inn, en við lærðum það í vetur að við þurfum að vera duglegri að mæta á æf- ingar til að sjá meiri framfarir og til að bæta okkur sem einstaklingar og sem lið. Mestar framfarir: Eyrún Björk Jakobs- dóttir. Besta ástundun: Kristel Eir Eiríksdóttir. Leikmaður ársins: Anna Guðbjörg Hannesdóttir. 8. flokkur drengja Þjálfari: Elvar Steinn Traustason Strákarnir í þessum þremur flokkum spiluðu allir á Íslandmótinu í vetur og mátti sjá framfarir hjá þeim milli móta. Þessir flokkar, ásamt 7. flokki, eru allir samliggjandi flokkar og því eru leikmenn oft að spila upp fyrir sig. 8. flokkur byrj- aði tímabilið á því að vinna sig upp úr sínum riðli og endaði tímabilið í C-riðli sem er svipaður árangur og undanfarin ár. 9. flokkur spilaði fyrstu þrjú mótin í D-riðli og var alltaf hársbreidd frá því að vinna sig upp um riðil sem hafðist svo í síðasta móti vetrarins. 10. flokkur sem er mjög fámennur flokkur og er að miklu leyti skipaður yngri leikmönnum og tveimur leikmönnum úr 10. flokki kvenna var stigvaxandi að bæta sig yfir veturinn. Þar sem að flokkurinn var ekki skráður til móts í fyrra þurftu þeir að byrja í neðsta riðli en unnu sig upp um riðil í tvö skipti af fjórum í vetur. 8. flokkur Mestar framfarir: Hjalti Sveinn Vikt- orsson. Besta ástundun: Bergur Ari Sveinsson. Leikmaður ársins: Bergur Ari Sveins- son. 9. flokkur Mestar framfarir: Heimir Marel Geirs- son. Besta ástundun: Heimir Marel Geirs- son. Leikmaður ársins: Bjarki Ólafsson. 10. flokkur Leikmaður ársins: Hlynur Logi Vík- ingssonþ Stúlknaflokkur Þjálfari: Ágúst Björgvinsson Aðstoðarþjálfari: Melissa Lechlitner Stelpurnar spiluðu allt tíma bilið í A-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.