Valsblaðið - 01.05.2013, Síða 9
Valsblaðið 2013 9
Starfið er margt
starfi vel að starfsmenn félagsins þurfi
ekki að eyða tíma sínum í rekstur fast-
eigna heldur geti beitt sér betur í rekstri
félagsins.
Fjárhagsstaða félagsins batnar
Töluverður tími aðalstjórnar og stjórna
deilda fór í ár eins og undanfarin ár í
vinnu við að ná fjárhagslegum stöðug-
leika í rekstri félagsins Árið sem nú er
senn á enda er besta ár í rekstri Vals um
nokkurra ára skeið og ljóst að eftir nokk-
ur mögur ár mun rekstur félagsins verða
samþykkt stofnun sjálfseignastofnunar-
innar Hlíðarendi sem alfarið er í eigu
Knattspyrnufélagsins Vals. Tilgangur
með stofnun sjálfseignastofnunar var
m.a. að halda utan um, byggja upp, varð-
veita og viðhalda þeim eignum og rétt-
indum er stofnuninni tilheyra í þágu
vaxtar og viðgangs Knattspyrnufélagsins
Vals. Þá segir ennfremur í samþykktum
að SES Hlíðarenda sé gert að hafa mark-
mið Knattspyrnufélagsins Vals að leiðar-
ljósi og stuðla að því að efla iðkun og út-
breiðslu þeirra íþrótta sem stundaðar eru
af hálfu karla og kvenna innan vébanda
Vals á hverjum tíma. Þetta er gert m.a. til
þess að aðskilja rekstur fasteigna og ann-
arra eigna Vals frá hinum eiginlega
rekstri íþróttafélags. Rekstur þessara
tveggja eininga er mjög frábrugðinn hvor
öðrum og nauðsynlegt að skapa þeim
starfsmönnum sem starfa fyrir félagið
hverju sinni svipað umhverfi og er hjá
flestum félögum í kringum okkur þar
sem borgin og bæjarfélög eiga orðið og
reka fasteignir flestra félaga. Jafnframt
var horft til þess að þær tekjur sem þess-
ar eignir koma til með að skapa renni
ekki beint inn í daglegan rekstur Vals
heldur yrði gerður um það sérstakt sam-
komulag. 25 manna fulltrúaráð var kjörið
á stofnfundinum í janúar og stjórn ses
Hlíðarenda kjörin í framhaldi en hana
skipa Friðrik Sóphusson formaður, Karl
Axelsson, Hanna Katrín Friðriksson,
Guðni Bergsson og Ólafur Gústafsson.
Fyrstu eignir sem Valur lætur inn í
sjálfseignastofnunina er 40% hlutur
félagsins í Valsmönnnum h/f og þær nýju
lóðir sem Valur og Reykjavíkurborg
gerðu lóðaleigusamning um og að fram-
an er getið. Auk þess verður skoðað á
næstu mánuðum hvort aðrar fasteignir
Vals eigi ekki að færast einnig inn í
sjálfseignastofnunina, s.s. íþróttahús,
félagsaðstaða og keppnisvöllur. Ég er
ekki í vafa um að það var mikið heilla-
spor að stofna ses Hlíðarenda sem á eftir
að reynast félaginu okkar vel í framtíð-
inni en jafnframt kemur það öllu íþrótta-
Í ár eru 20 ár síðan kapella var vígð í nafni sr. Friðriks Friðrikssonar á afmælisdegi
hans, 25. maí 1993, og af því tilefni var hátíðardagskrá í Friðrikskapellu laugardaginn
25. maí og er myndin tekin við það tækifæri. Karlakór KFUM söng lög við texta sr.
Friðriks. Pétur Sveinbjarnarson fyrrverandi formaður kapellunefndar var með erindi
um aðdraganda að byggingu kapellunnar. Þórarinn Björnsson, guðfræðingur, var með
erindi um séra Friðrik, samspil og félagsleg áhrif á KFUM og KFUK,
skátahreyfinguna, Val og Karlakórinn Fóstbræður og Davíð Oddsson fyrrverandi for
sætisráðherra flutti ræðu.
Fræknir kappar. Frá vinstri Grétar Geirsson. Bragi Bjarnason. Sigurbjartur Helgason. Páll Aronsson, Örn B. Ingólfsson, Ásgeir
Óskarsson, Haraldur Sumarliðason. Hilmar Herbertsson, Sigfrið Ólafsson. Guðmundur Aronsson, Sigurður Þorsteinsson og Friðjón
B. Friðjónsson sem fékk Valsorðuna sumarið 2013 fyrir vel unnin störf fyrir félagið.