Valsblaðið - 01.05.2013, Side 17
Valsblaðið 2013 17
Starfið er margt
búning er hann útsetti lagið fyrir bland-
aðan kór og færði Val útsetninguna í af-
mælisgjöf á 90 ára afmælinu. Bára, sem
er víðkunn fyrir kórtónlist sína, hefur
lagt fyrir kórinn krefjandi útsetningar á
ýmsum verka sinna og þannig eflt færni
hans og hróður. Reyndar eru tvö Valslög-
in orðin fastir liðir á söngskránni, því að
ár hvert: Kórinn heldur vortónleika á eða
nálægt afmælisdegi Vals 11. maí ár hvert
og í desember eru haldnir jólatónleikar,
sungið með Fóstbræðrum á aðventu-
kvöldi í kapellunni og sungið við útnefn-
ingu íþróttamanns Vals á gamlársdag.
Þess utan hefur kórinn sungið við hátíð-
leg tækifæri í starfi Vals, s.s. á stóraf-
mælum félagsins og við vígslu nýja gras-
vallarins. Iðulega er sungið fyrir vist-
menn á elliheimilum, af og til í
stór afmælum kórfélaga, nokkrum sinn-
um hefur verið sungið á tónleikum eða
skemmtunum með öðrum kórum og einu
sinni hefur verið sungið við útför látins
kórfélaga, Sævars Tryggvasonar, knatt-
spyrnumanns og tenórs. Loks skal nefnt
– og það er ekki lítið atriði – að kórinn
syngur ævinlega eitt eða fleiri lög eftir
Sigfús Halldórsson á vortónleikum sín-
um.
Kórinn hefur tvívegis sést í sjónvarpi
og gerðar hafa verið nokkrar hljóðritanir
af söng hans, m.a. fyrir „afmælisplötu“
kórfélagans Halldórs Einarssonar (Hen-
son) og í tilefni af 100 ára afmæli Vals
2011.
Þrír kórstjórar á 20 árum
Gylfi Gunnarsson stjórnaði kórnum
fyrstu sex árin, til vors 1999. Þá tók
Guðjón Steinar Þorláksson tónlistarkenn-
ari við og stjórnaði kórnum til 2004, en
síðan kom Bára Grímsdóttir tónskáld og
er nú að stjórna kórnum tíunda árið í röð.
Öll settu þau varanlegt mark sitt á kór-
inn, hvert með sínum hætti. Gylfi blés
kórnum í brjóst bjartsýni, samheldni og
gleði sem á ríkan þátt í langlífi kórsins.
Guðjón færði fastalagið á öllum vortón-
leikum, „Valsmenn, léttir í lund“, í nýjan
Valskórinn í Belfast vorið 2013. Fremsta röð, frá vinstri: Bára Grímsdóttir, stjórnandi, Þorbjörg Sóley Ingadóttir, Erla Vilhjálms
dóttir, Jóhanna Gunnþórsdóttir, Karítas Halldórsdóttir, Guðbjörg B. Petersen, Lilja Jónasdóttir og Lára Kristjánsdóttir. Miðröð:
Þóra Sjöfn Guðmundsdóttir, Anna Sigríður Jóhannsdóttir, Þuríður Ottesen, Guðrún Sesselja Grímsdóttir, Hrafnhildur Ingólfsdóttir,
Helga Birkisdóttir, Björk Steingrímsdóttir, Emilía Ólafsdóttir og Lárus H. Grímsson undirleikari. Aftasta röð: Stefán Halldórsson,
Sigurður Guðjónsson Friðrik Rúnar Guðmundsson, Halldór Einarsson, Chris Foster, Magnús Magnússon, Þórarinn Valgeirsson og
Nikulás Úlfar Másson. Ljósm.: Þorsteinn Ólafs.
Sungið í vorblíðunni 1997 og slappað af heima hjá einum kórfélaganum eftir lok
vetrarstarfsins.