Valsblaðið - 01.05.2013, Page 28

Valsblaðið - 01.05.2013, Page 28
28 Valsblaðið 2013 Eftir Guðna Olgeirsson árum staðið fyrir barnagæslu á fótbolta- leikjum, barnaleikhorni á handboltaleikj- um, þrifið innanhússtúkurnar, séð um Lollastúku á handboltaleikjum, endur- vakið Konukvöld Vals og staðið fyrir opnum fyrirlestri um kynferðislegt of- beldi gegn börnum. Í beinu framhaldi af þeim fyrirlestri ákváðum við, í samstarfi við íþróttafulltrúa og framkvæmdastjóra, að bjóða öllum þjálfurum Vals á nám- skeið í fræðslu, forvörum og viðbrögðum við kynferðislegri misnotkun á börnum. Og í nafni Valkyrja var áhorfendum boð- ið á tvo knattspyrnuleiki í úrvalsdeild kvenna. Þar voru á ferðinni nafnlausir styrkir til handa meistaraflokki kvenna sem samkomulag var um að færu í gegn- um Valkyrjur.“ Hvaða áhrif telur þú að Valkyrjur hafi haft innan félagsins? „Það er kannski erfitt fyrir mig sem hef setið í stjórn Valkyrja frá stofnun að átta mig á áhrifum félagsins. En í beinu fram- haldi af stofnun félagsins buðu tvær Val- kyrjur sig fram í knattspyrnustjórnina, ein í handboltastjórnina og ein í aðal- stjórn Vals. Til okkar hefur verið leitað með ýmis mál, bæði stjórnir innan Vals og einstaklingar sem vilja stuðning okk- ar, svo við erum greinilega hópur sem tekið hefur verið eftir. Fyrir utan þetta þá eflum við (Vals)félagsandann með því að hittast reglulega, spjalla og fræðast. Í slíkum hittingi, sem samanstendur af fólki sem fyrst og fremst hefur áhuga á því að gera flott íþróttafélag enn betra, liggur mikill kraftur og mannauður sem auðgar og styrkir starfsemi Vals.“ Hver eru helstu áherslumál hjá Val- kyrjum? „Við viljum auka sýnileika kvenna í Val, vera vettangur fyrir konur til að eiga samskipti um málefni félagsins, beita okkur fyrir jöfnum rétti karla og kvenna innan Vals, styrkja uppeldis- og forvarn- arþátt íþróttanna og styrkja tengsl við fyrrum leikmenn og velunnara Vals.“ Hvernig gengur að virkja konur til starfa? „Yfir veturinn erum við með félagskvöld nær mánaðarlega. Á þau koma að jafnaði um 20 konur. Miðað við rúmlega 90 félagsmenn er þetta kannski ekki hátt hlutfall en við í stjórninni erum mjög sáttar – þetta er áhugasamur og skemmti- legur kjarni. Eins hefur okkur gengið ágætlega að manna Lollastúkuna á hand- boltaleikjum. En Valkyrjur eru eins og Á undanförnum árum hafa ýmsar sýnilegar breytingar orðið í félagsstarfinu hjá Val þar sem Valsarar hafa fundið nýjan vettvang til að styðja félagið og rækta andann. Þar má t.d. nefna Fálkana sem hafa starfað af krafti í Val í fjögur ár og Valkyrjur sem hófu starfsemi af sama þrótti árið 2012 „Tilgangur félagsins er að stuðla að betra og öflugara starfi hjá knatt- spyrnufélaginu Val með sérstakri áherslu á jafnréttisstefnu Vals, bæði hvað iðkendur og stjórnun félagsins varðar“ stendur í samþykktum Val- kyrja. Svala Þormóðsdóttir er formað- ur Valkyrja og tók þátt í undirbúningi að stofnun félagsins. Blaðamaður Vals- blaðsins lagði fyrir hana nokkrar spurningar um starfsemina sem hún svaraði góðfúslega og kemur víða við. Hver var aðdragandinn að stofnun Valkyrja í Val og helstu ástæður þess? „Valkyrjur voru stofnaðar 12. apríl 2012. Aðdragandinn var bæði stuttur og langur. Strax eftir stofnun Fálkanna, sem ein- göngu er fyrir karla, þá fóru nokkrar konur að tala um að ekki væri vanþörf á því að stofna félag fyrir okkur konurnar. Þessu var í sumum tilvikum hent fram í gamni en alvaran var oft ekki langt und- an. Rétt fyrir páskana 2012 var ég svo boðuð á undirbúningsfund. Þar hittumst við nokkrar konur og ræddum hlutina fram og til baka. Við boðuðum til stofn- fundar og viku seinna mættu svo 53 kon- ur og við stofnuðum Valkyrjur. Ástæða þess að við stofnuðum Valkyrjur var í raun áhugi okkar á því að vinna félaginu gott starf, bæði í innra starfi og í stjórnum; áhyggjur okkar af stöðu kvenna innan Vals og löngun til að hafa gaman saman.“ Hvernig hefur starfið þróast og hver eru helstu verkefnin hjá Valkyrjum á þessu ári? „Eins og áður sagði þá mættu 53 konur á stofnfundinn og fljótlega urðum við rúm- lega 90. Það tók okkur í stjórninni smá- tíma að átta okkur á því hvernig við gæt- um náð til allra þessara frábæru kvenna, til hvers þær ætluðust af okkur og hvern- ig við gætum virkjað þennan nýfundna kraft. Niðurstaðan var sú að halda annars vegar hrein skemmtikvöld og hins vegar félagsfundi þar sem tilgangur er að hitt- ast og kynnast og hlusta á áhugaverða fyrirlestra. Fyrir utan þetta innra starf hafa Valkyrjur á sínum tæpu tveimur Kröftugar Valkyrjur í Val
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.