Valsblaðið - 01.05.2013, Page 33
Valsblaðið 2013 33
Starfið er margt
strákum fæddum 1995 en þetta eru 7
leikmenn fæddir 1995 og 1 fæddur 1996
og 1 1997. Þetta eru áhugasamir leik-
menn sem tóku slaginn í vetur í þessum
flokki og eru því allir á yngra ári að
MB 10–11 karla
Veturinn hefur verið mjög góður en mæt-
ing hefur varið stigvaxandi frá fyrstu æf-
ingum en hópurinn hefur vaxið frá u.þ.b
12 strákum í 20. Æfingarnar í vetur hafa
verið skemmtilegar og hafa strákarnir
hagað sér vel og verið einbeittir á æfing-
um. Okkur hefur gengið upp og niður í
mótunum en það hefur reynst okkur erfitt
að fá alla til að mæta í mótin. T.d á Ís-
landsmótinu sem var í febrúar duttum
við niður í d-riðil þar sem við náðum
ekki 10 manna hóp og fengum ekki
aukastigið. En svo í síðasta mótinu voru
of margir. En þar vorum við í sérflokki
og unnum við alla leikina mjög stórt. Við
erum með efnilegt lið í höndunum því
flestir strákarnir eru á yngra árinu og
eiga þar af leiðandi eitt ár eftir í þessum
flokki.
Besta mæting: Steinn.
Mestu framfarir: Fróði.
Leikmenn ársins: Ástþór og Gabríel.
MB 8–9–10–11 kvenna
Þessir flokkar æfðu allir saman í vetur,
enda var þátttakan frekar dræm í upphafi
tímabils. Aðeins mættu tvær stelpur. En
með miklum vilja, vinnu og tíma tókst að
fjölga iðkendum úr 2 í u.þ.b. 15. Allar
stelpurnar hafa tekið miklum framförum
í vetur og ef okkur tekst að hafa þjálf-
unina skemmtilega og halda þessum
stelpum og bæta við fjöldann þá er fram-
tíðin björt hjá Val í körfuknattleik
kvenna.
Stelpurnar tóku þátt í sínu fyrsta al-
vöru móti, Nettó mótinu í Keflavík. Við
tókum þátt með tvö lið 10 ára (og yngri)
og 11 ára. Hópurinn gisti saman um
helgina og var mikil og góð stemning í
hópnum.
Meistaraflokkur Vals í kvennaflokki
lék til úrslita bikarkeppninni í Laugar-
dalshöllinni og tóku stelpurnar það að
sér að leiða meistaraflokkinn til leiks.
Í lok tímabilsins var svo blásið til af-
mælismóts Vals, þar sem völdum liðum
var boðin þátttaka og að sjálfsögðu voru
stelpurnar með og þar kom í ljós gríðar-
lega miklar framfarir frá síðasta móti.
Mestu framfarir: Bergdís Júlíana
Bender
Besta ástundun: Matthildur Ylfa Karls-
dóttir
Leikmaður ársins: Matthildur Ylfa
Karlsdóttir
7. flokkur kvenna
Það var fámennt en góðmennt þennan
veturinn og var gaman að sjá hversu
mikið hver og ein hafði bætt sig á öllum
sviðum síðan í fyrra. Helst stóð uppúr af
tímabilinu keppnisferð til Patreksfjarðar
þar sem stelpurnar skemmtu sér konung-
lega.
Leikmaður ársins: Freyja Friðþjófsdótt-
ir
Mestar framfarir: Sóley Katla Þor-
steinsdóttir
Besta ástundun: Guðrún Blöndal
Drengjaflokkur
Þessi flokkur er að mestu leyti skipaður
Minnibolti 8 og 9 ára. Tómas Orri Ingvaldsson, Finnur Tómasson, Ingvar Steinn
Ingólfsson og Símon Tómasson og Bjarni Geir Gunnarsson, þjálfari.