Valsblaðið - 01.05.2013, Page 54
54 Valsblaðið 2013
Kristjana, er spænskumælandi og það
kom sér iðulega mjög vel. Ekki getum
við mælt með matnum á þessum stað að
minnsta kosti gáfumst við upp eftir þrjár
máltíðir. Við höfðum ekki hugmynd um
hvað við vorum að borða en hvorki útlit-
ið á matnum né bragðið hjálpaði okkur
að komast til botns í því. En við byrjuð-
um síðan alla daga á því að fara í búð til
að kaupa brauð og ávexti fyrir daginn.
En þrátt fyrir ýmsar aðfinnslur við Gran-
ollers mótið þá er niðurstaðan sú að mót-
ið sé gott og skemmtilegt en í ljósi
reynslunnar myndu stelpurnar mæla með
annars konar gistingu heldur en þær
þáðu. Niðurstaða þeirra er sú að það hafi
verið vanhugsað að afþakka hótelgist-
inguna þrátt fyrir að það hefði hækkað
kostnaðinn verulega.
Ábendingar frá stelpunum um
þátttöku á mótum erlendis
Þegar stelpurnar voru beðnar um leið-
sögn um hvert lið ættu að stefna til að
keppa í útlöndum þá er algjör einhugur
um að Partille Cup sé best sem fyrsta
mót en Interamnia Worldcup og Granoll-
ers Cup henti fyrir þá sem hafi meiri
reynslu af slíkum ferðum. En íslenskir
leikmenn verða að sætta sig við það
hvert sem þeir fara að þeir
þykja mjög grófir. Það að
segja álit sitt á dómgæsl-
unni er séríslenskt fyrir-
bæri sem er miskunnar-
laust refsað fyrir með
brottvísun. Sólveig Lóa
fékk að reyna það þegar
hún var í sókn og brotið
var á henni og dæmt frík-
ast. Hún lyfti öxlum spyrj-
andi hvers vegna ekki hafi
verið dæmt víti, fyrir til-
tækið fékk hún tveggja
mínútna brottvísun.
ir gerðu sér það að leik að banka á þá á
kvöldin og öskra. Hluti mótsins var spil-
aður í þessu húsi og við vöknuðum því
við það á morgnana að boltum var kastað
í hurðina. Sum klósettin voru stífluð og
það var ekki hægt að ganga um nema í
inniskóm. En strákarnir úr Þór frá Akur-
eyri voru líka á þessu móti, en þeir gistu
á fjögurra stjörnu hóteli. Þeir myndu
gefa allt önnur svör heldur en við. En við
vorum mikið með þeim á mótinu. Fórum
t.d. í sund og vorum með þeim í frítíma.
Á Granollers voru allir leikirnir innan-
dyra, a.m.k. hjá eldri krökkunum. Ein-
hverjir af yngri krökkunum spiluðu utan-
dyra á gervigrasi. Þrír vellir voru í hús-
inu sem við gistum og hin húsin voru öll
í göngufæri. Einnig var spilað í gömlu
Olympíuhöllinni. Vellirnir voru allir í
mjög góðu standi og mjög gott að spila á
þeim. Fyrir utan vellina voru alltaf
sjúkrabílar til taks. Liðin komu víða að
og voru Norðmenn áberandi á mótinu
með samtals 40 lið. Við vorum ekki með
stífa dagskrá fyrir utan handboltann en
það var frekar lítið um að vera í þessum
bæ. Við fórum í vatnsrennibrautargarð
sem átti að vera í 20–30 mínútna aksturs-
fjarlægð en það stóðst ekki því við vor-
um 5 tíma á ferðinni. Það gerði gæfu-
muninn fyrir okkur að ein úr hópnum,
Úr handboltahöllinni í
Granollers Cup á Spáni.
Valsstelpurnar á Spáni með
strákunum úr Þór á Akureyri.
Strandlíf á Spáni.