Valsblaðið - 01.05.2013, Page 54

Valsblaðið - 01.05.2013, Page 54
54 Valsblaðið 2013 Kristjana, er spænskumælandi og það kom sér iðulega mjög vel. Ekki getum við mælt með matnum á þessum stað að minnsta kosti gáfumst við upp eftir þrjár máltíðir. Við höfðum ekki hugmynd um hvað við vorum að borða en hvorki útlit- ið á matnum né bragðið hjálpaði okkur að komast til botns í því. En við byrjuð- um síðan alla daga á því að fara í búð til að kaupa brauð og ávexti fyrir daginn. En þrátt fyrir ýmsar aðfinnslur við Gran- ollers mótið þá er niðurstaðan sú að mót- ið sé gott og skemmtilegt en í ljósi reynslunnar myndu stelpurnar mæla með annars konar gistingu heldur en þær þáðu. Niðurstaða þeirra er sú að það hafi verið vanhugsað að afþakka hótelgist- inguna þrátt fyrir að það hefði hækkað kostnaðinn verulega. Ábendingar frá stelpunum um þátttöku á mótum erlendis Þegar stelpurnar voru beðnar um leið- sögn um hvert lið ættu að stefna til að keppa í útlöndum þá er algjör einhugur um að Partille Cup sé best sem fyrsta mót en Interamnia Worldcup og Granoll- ers Cup henti fyrir þá sem hafi meiri reynslu af slíkum ferðum. En íslenskir leikmenn verða að sætta sig við það hvert sem þeir fara að þeir þykja mjög grófir. Það að segja álit sitt á dómgæsl- unni er séríslenskt fyrir- bæri sem er miskunnar- laust refsað fyrir með brottvísun. Sólveig Lóa fékk að reyna það þegar hún var í sókn og brotið var á henni og dæmt frík- ast. Hún lyfti öxlum spyrj- andi hvers vegna ekki hafi verið dæmt víti, fyrir til- tækið fékk hún tveggja mínútna brottvísun. ir gerðu sér það að leik að banka á þá á kvöldin og öskra. Hluti mótsins var spil- aður í þessu húsi og við vöknuðum því við það á morgnana að boltum var kastað í hurðina. Sum klósettin voru stífluð og það var ekki hægt að ganga um nema í inniskóm. En strákarnir úr Þór frá Akur- eyri voru líka á þessu móti, en þeir gistu á fjögurra stjörnu hóteli. Þeir myndu gefa allt önnur svör heldur en við. En við vorum mikið með þeim á mótinu. Fórum t.d. í sund og vorum með þeim í frítíma. Á Granollers voru allir leikirnir innan- dyra, a.m.k. hjá eldri krökkunum. Ein- hverjir af yngri krökkunum spiluðu utan- dyra á gervigrasi. Þrír vellir voru í hús- inu sem við gistum og hin húsin voru öll í göngufæri. Einnig var spilað í gömlu Olympíuhöllinni. Vellirnir voru allir í mjög góðu standi og mjög gott að spila á þeim. Fyrir utan vellina voru alltaf sjúkrabílar til taks. Liðin komu víða að og voru Norðmenn áberandi á mótinu með samtals 40 lið. Við vorum ekki með stífa dagskrá fyrir utan handboltann en það var frekar lítið um að vera í þessum bæ. Við fórum í vatnsrennibrautargarð sem átti að vera í 20–30 mínútna aksturs- fjarlægð en það stóðst ekki því við vor- um 5 tíma á ferðinni. Það gerði gæfu- muninn fyrir okkur að ein úr hópnum, Úr handboltahöllinni í Granollers Cup á Spáni. Valsstelpurnar á Spáni með strákunum úr Þór á Akureyri. Strandlíf á Spáni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.