Valsblaðið - 01.05.2013, Page 65

Valsblaðið - 01.05.2013, Page 65
Valsblaðið 2013 65 Á árinu tóku nokkrir strákar flokksins þátt í landsliðsverkefnum og voru þeir félaginu til sóma. Besti leikmaður 2. flokks karla var valinn Ragnar Þór Gunnarsson og skor- aði Ragnar 20 mörk fyrir flokkinn í sum- ar í 19 leikjum Mestu framfarir í 2. flokki karla fædd- ur árið: 1996 Victor Páll Sigurðsson. 1995 Haukur Ásberg Hilmarsson 1994 Halldór Kristján Baldursson Leikmaður leikmannanna var val- inn Breki Bjarnason. Ánægjulegu og jafnframt mjög skemmti­ legu ári er lokið. Markmið flokksins náð­ ist, sem var að að tryggja sig í A­deild árið 2014 og fá að glíma við þá bestu. Ár­ angurinn má þakka öflugu starfi í 2. flokki og metnaðarfullum strákum með skýr markmið að leiðarljósi um að verða leik­ menn framtíðarinnar í meistaraflokki Vals. 2. flokkur kvenna Þjálfarar Þorleifur Óskarsson, Rakel Logadóttir og Jóhann Hreiðarsson. Sameinuðu liði með ÍR var telft fram og varð liðið Faxaflóameistari. Sumarið var brösótt en stelpurnar héldu sér þó uppi í sínum riðli. Í bikarnum náðu stelp- urnar í fjórðungsúrslit en töpuðu fyrir liði Breiðabliks sem varð á endanum bik- Meistaraflokkur Vals hefur aldrei skor- að jafn mikið af mörkum á Íslandsmóti og það gerði á nýliðnu keppnistímabili eða 45 talsins, eins tapaði liðið einungis 5 leikjum sem er mikill viðsnúningur frá árinu áður en þá töpuðust 12 leikir. Fimmta sætið var hlutskiptið í ár og tap- aði liðið einungis einum leik minna en Íslandsmeistarar KR. Margir ungir leik- menn fengu tækifæri og gaman frá því að segja að tveir þeirra sem stigu sín fyrstu spor með meistaraflokki Vals í sumar skoruðu báðir í síðasta leik liðsins á móti Víkingi Ólafsvík. Þeir Sindri Sceving og Indriði Áki Þorláksson fóru á reynslu til erlenda liða, Kolbeinn Kárason var lánaður til Noregs og Rúnar Már Sigurjónsson fór á lán til Zwolle í Hollandi og var síðan seldur til Sundsvall um mitt sumar. Meistaraflokkur kvenna Á 8. áratugnum náði kvennaknattspyrna að skjóta rótum hjá Val og félagið hamp­ aði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í kvennaknattspyrnu árið 1978. Barna­ og unglingastarf hefur lengi verið öflugt í kvennaknattspyrnu sem skilað hefur bæði í fjölda iðkenda sem koma víðs vegar að af höfuðborgarsvæðinu og árangur hefur einnig yfirleitt verið góður. Þjálfarar og starfsmenn Helena Ólafsdóttir er aðalþjálfari Vals og henni til aðstoðar voru Þorleifur Óskars- son, Rajko Stanisic, Ragnheiður Á. Jóns- dóttir og Valgeir Viðarsson. Meistaraflokksráð kvenna Benóný Valur Jakobsson, Davor Purusic, Bára Bjarnadóttir, Skorri Aikman og Jón Sigfús Sigurjónsson. Árangur í mótum Stelpurnar urðu Reykjavíkurmeistarar með því að sigra í öllum sínum 6 leikjum sannfærandi og var markatalan 34-0, Elín Metta skoraði 14 mörk í mótinu og varð markahæst. Í janúar sigruðu þær svo Íslandsmótið innahúss. Úrslitaleikir Lengjubikarsins voru haldnir í apríl og léku Valur og Stjarnan til úrslita, leikur- inn tapaðist 4-0. Íslandsmótið fór vel af stað og var 7-0 sigur gegn Aftureldingu staðreynd en í heildina var árangurinn ágætur þar sem 12 leikir unnust, 3 jafn- tefli og 3 töp. Markatalan var 53-20. Í bikarkeppni komust stelpurnar í 8-liða úrslit. Elín Metta fékk silfurskóinn í ár og skoraði hún 17 mörk á Íslandsmótinu. 2. flokkur karla Þjálfarar Einar Ólafsson og Helgi Mikael Jónas- son. Í 2. flokki karla voru strákar fæddir árin 1996, 1995 og 1994. Flestir iðkend- ur flokksins voru á elsta árinu eða 11 talsins. Um 20 strákar voru samtals á tveimur yngri árunum. Gildi flokksins í sumar voru; Trú, þol- inmæði og vinátta. 2. flokkur karla tók þátt í mörgum verkefnum á árinu. Um sumarið var ákveðið að vera með tvö lið í Íslands- móti KSÍ A-lið og B-lið svo allir fengju tækifæri til að spila fótbolta, þar sem æf- ingahópurinn var fjölmennur. Valur var með A-liðið í B-riðli Íslands- mótsins og náði liðið að tryggja sér sigur með 37 stig, sem fengust með 12 sigrum, 1 jafntefli og 5 töpum. Liðið spilar því í A-riðli næsta sumar. B-liðið endaði í 3.- 4. sæti og stóð sig frábærlega, strákarnir voru hársbreidd frá því að fara í úrslita- leik B-liða. Liðið tapaði í umspili á KR velli 4–3 með einstaklega súru marki frá KR í uppbótartíma. Markmiðið með B- liðinu er fyrst og fremst að skapa öllum okkar leikmönnum verkefni yfir sumar- tímann og spiluðu nokkrir strákar úr 3. flokki með okkur í þessum leikjum. Nokkrir strákar á 2. flokks aldri æfðu og spiluðu með meistaraflokki karla á árinu. Íslandsmeistarar í 2. flokki karla í knattspyrnu, B. deild 2013. Efri röð til vinsti: Einar Ólafsson (þjálfari), Haukur Ásberg Hilmarsson, Marteinn Högni Elíasson, Jón Ívan Rivine, Nikulás Snær Magnússon, Gunnar Partrik Sigurðsson, Tómas Aron Tómasson, Darri Egilsson, Breki Bjarnason, Helgi Mikael Jónasson (þjálfari) Neðri röð til vinstri: Halldór Kristján Baldursson, Ólafur Andri Þórarinsson, Jón Torfi Jónsson, Dagur Sindrason, Baldvin Freyr Ásmundsson, Victor Pál Sigurðsson, Andri Sigurðsson og Kolbeinn Ari Arnórsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.