Valsblaðið - 01.05.2013, Qupperneq 74

Valsblaðið - 01.05.2013, Qupperneq 74
74 Valsblaðið 2013 Skemmtilegustu leikir vetrarins Í mars og apríl voru skemmtilegustu leikir vetrarins sem að óhætt er að kalla einn af hápunktum vetrarstarfs Fálka. Fjórði flokkur karla og kvenna yngri og eldri í handbolta spiluðu leiki í Voda- fonehöllinni í fullri stærð með tónlist, vallarþul í miklu stuði, heiðursgestum og grillstemningu. Tókst þetta vægast sagt frábærlega vel að vanda og vakti skemmtilega athygli. Nokkrir hraustir Fálkar stunda líkams- rækt af miklum móð yfir vetrartímann og í vor var svo blásið til kraftlyftinga- keppni í annað sinn. Keppt var í ólymp- ískum lyftingum og kraftlyftingum og árangurinn var hreint ótrúlegur. Á maí fundi var að venju hátíðardag- skrá þar sem Fálkar og makar mættu og skemmtu sér og gestum ásamt því að sér- legur veislumatur var fram borinn. Frá- bær endir á vetrarstarfinu. Yfir sumarmánuðina liggur hefðbundið fundarhald niðri en þá standa Fálkar vakt- ina á öllum heimaleikjum karla og kvenna í fótboltanum og grilla hamborgara og pylsur en þetta er aðalfjáröflun Fálka í styrktarsjóð sinn. Alls reiknast mönnum til að 2700 hamborgarar og 2000 pylsur hafi selst í sumar til gesta Vodafonevallarins. Um 40 manns eru nú virkir í fjölbreyttu starfi Fálkanna sem héldu upp á fjögurra ára afmæli sitt á árinu. Fálkar byrjuðu árið 2013 eins og undan- farin ár með því að standa fyrir sameig- inlegri dósa- og jólatrjáasöfnun hjá öll- um yngri flokkum félagsins. Það er kom- inn mikil hefð á þetta verkefni og íbúar farnir að treysta á að krakkarnir mæti í byrjun árs svo losa megi úr geymslum og skila trjám til endurvinnslu. Er skemmst frá því að segja að söfnunin tókst frábær- lega og safnaðist vel á aðra milljón kr. sem flokkarnir skiptu á milli sín eftir fyrir fram ákveðnum reglum. Ekki var brenna að þessu sinni en stefnt að því að endurvekja það á nýju ári. Venju samkvæmt var svo aðalfundur félagsins haldin í febrúar þar sem stjórn Fálka var einróma endurkjörin og skipti með sér verkum. Var svo skipað í nefndir og ráð sem eru fjölmörg enda Fálkar annálaðir dugnaðarforkar. Flestir gegna mörgum hlutverkum og veitir ekki af þó Fálkum fjölgi hægt og rólega. Nú í lok árs 2013 eru um 40 virkir Fálkar að störfum fyrir Val með áherslu á barna- og unglingastarfið. Aðalfundur félagsins endar alltaf með glæsilegri þorraveislu og var ekki breyting frá því í ár. Á marsfundi kom frábær gestur til okkar eða enginn annar en Þorbjörn Jensson sem sagði frá ferli sínum sem íþróttamaður og þjálfari en ekki síst frá starfi sínu hjá Fjölsmiðjunni. Einnig var fjallað um styrkveitingar og grillsumarið framundan. Í mars voru skólaleikar Vals að venju haldnir nú í fjórða sinn en Fálk- ar hafa eignað sér hluta af þeirri skemmtilegu hefð þar sem þeir hafa komið að framkvæmd frá upphafi auk þess sem Jón Gunnar Bergs Fálki er for- sprakki og hugmyndasmiður. Á fundi í apríl var gestur fundarins Hervör Alma Árnadóttir lektor í félags- vísindadeild HÍ sem flutti erindi um rannsóknir á virkni og þátttöku barna í íþróttum og sagði frá athyglisverðu verk- efni þar sem farið var með hóp unglinga sem höfðu lent á glapstigu í 14 daga göngu um Hornstrandir. Í apríl var gengið endanlega frá samn- ingum og skipulagi vegna grillsumarsins en Fálkar hafa átt frábært samstarf við Kjarnafæði undanfarið ár og var ekki breyting á því. Fálkaár 2013 Fálkarnir sáu m.a um að skapa flotta umgjörð um einn leik fyrir 4. flokk karla og kvenna í Vodafone vellinum. Þessi mynd er frá 4. fl. kvenna. Þetta eru kallaðir skemmtilegustu leikir vetrarins. Magnús Guðmundsson gjaldkeri hand­ knattleiksdeildar er virkur í Fálkunum og einnig sér hann um kynningar á heimaleikjum í handboltanum. Valur á mikið að þakka óeigingjörnum sjálf­ boðaliðum sem ganga í þau verk sem þarf að vinna hverju sinni og Fálkarnir eru ávallt reiðubúnir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.