Valsblaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 77

Valsblaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 77
Valsblaðið 2013 77 Félagsstarf tímabilinu 38 km. „Ég trúi því ekki að ég eigi enn eftir að hlaupa meira en tíu kíló- metra,“ hugsa ég og skjögra síðan áfram. Ég örvænti enn yfir að hafa ekkert drykkjarvatn. 43 km – Óþekktur lækur uppi á hálendinu – Tími 5:36 Finn loksins læk ofan í gili og fer á haus ofan í hann áður en ég fylli á vatnsbak- pokann minn. Vatnið úr læknum bragðast ekkert sérlega vel, en er svo sannarlega betra en ekkert. Þrátt fyrir að hafa fengið að drekka líður mér samt ekkert betur. Panikkástandið er horfið en þess í stað er komin mikil reiði út í sjálfan mig fyrir að hafa fengið þá fáránlegu hugmynd að hlaupa meira en 50 kílómetra uppi á há- lendinu. Mistök: Á þessum síðasta hluta leið­ arinnar hefði ég átt að vera mun dug­ legri að taka inn næringu. Maginn var í fullkomnu standi og mér hefði verið óhætt að sturta í mig orkugelum til að halda mér gangandi. 48 km – Kápan – Tími 6:24 Síðasta drykkjarstöðin. Ég drekk kók sem bragðast sérdeilis vel. Hefði mátt drekka meira. Er farinn að sjá fyrir end- ann á þessu og byrjaður að hlaupa tölu- vert hraðar. Næ að hlaupa af allnokkrum krafti alla leið yfir Þröngá og inn í kjarr- ið sem er síðasti spölurinn inn í Húsadal. Orkan endist þó ekki alveg alla leið því þegar ég á 1–2 kílómetra ófarna hægist aftur á mér. 53 km – Marklína – Lokatími 7:01 Kem í markið einni mínútu frá markmið- inu um að klára á undir sjö tímum. Vin- gjarnleg kona tekur á móti mér og segir, „viltu ekki fá þér sæti vinur, þú ert eitt- hvað fölur.“ góðu standi og á ágætum tíma. Sam- kvæmt áætlun drekk ég eitt glas af orku- drykk á drykkjarstöðinni og held svo áfram. Enn er töluverður snjór og veðrið slæmt. Þegar komið er í Jökultungur taka við miklar brekkur sem erfitt er að hlaupa niður. Útsýnið er stórkostlegt en ég hefði betur látið vera að glápa á það, því ég renn á rassinn í drullu. Rigningin þvær það þó skjótlega af. Ég reyni að borða eitthvað af orkustykkjunum sem ég hef meðferðis, eins og ég hafði áætlað. 22 km – Álftavatn – Tími 2:43 Þegar í Álftavatn er komið er ég enn í nokkuð góðu standi og sáttur með tím- ann. Veðrið er hins vegar farið að fara í taugarnar á mér, enda lítið farið að skána. Ég drekk glas af orkudrykk og borða hálfan banana og hleyp svo áfram. 26 km – Bláfjallakvísl – Tími 3:27 Með aðstoð reipis og björgunarsveitar- manns veð ég yfir Bláfjallakvísl. Áin er mjög köld og þegar ég er kominn yfir langar mig helst af öllu að hlaupa áfram til að halda á mér hita. Það get ég hins vegar ekki því á bakkanum bíður farang- urinn minn, sem ég hafði skilið eftir í Laugardalshöll nokkrum dögum fyrr. Þar er ég með þurr föt og skó til skiptanna. Hjá farangrinum hitti ég Harald Har- aldsson, annan Valshlaupara, og kasta á hann kveðju. Ég ákveð að nýta mér ekki þurru fötin, enda eru þau ekki hlýrri en fötin sem ég er í og skórnir eru að virka ágætlega svo ég vil ekki skipta um þá. Nestið sem ég hafði af rælni sett í hliðarvasa töskunnar, rautt epli og lítill poki af Maarud flögum með salti og pipar, koma sér hins vegar mun betur en ég hafi fyrirfram áætlað. Ég hakka í mig hvorutveggja, en þó ekki nema um það bil helminginn því ég vil ekki fá í magann. Mistök: Ég veit eftirá að ég borðaði ekki nóg á leiðinni. Ég hefði átt að borða allt nestið og ekki halda aftur af mér. Ég loka töskunni með farangrinum og hleyp af stað. Við tekur langur, sléttur kafli af svörtum, mjúkum sandi. Þetta er erfitt yfirferðar og það hægist verulega á mér. Á sandinum fer annar Valshlaupari, Gísli Vilberg Hjaltason, fram úr mér. Fyrirfram hafði ég búist við að veðrið yrði orðið miklu skárra þegar hér yrði komið sögu, en það er aldeilis ekki rétt. Það er slydda og rok. Þegar nær dregur Emstrum er ég farinn að skjálfa úr kulda. Það er ekki þurr þráður á mér og vind- jakkinn og stuttbuxurnar eru þung af vætunni. Ég hugsa sjálfum mér þegjandi þörfina fyrir að hafa ekki valið klæðnað- inn betur. Ég hleyp hægt og er þar að auki orðinn skíthræddur, enda hef ég aldrei upplifað það áður að skjálfa úr kulda og vera móður af hlaupum á sama tíma. 38 km – Emstrur – Tími 4:40 Þegar ég við illan leik kemst loks í Emst- ruskála íhuga ég alvarlega að hætta keppni, enda að drepast úr kulda og tel mig varla geta gengið, hvað þá hlaupið, 16 km til viðbótar. Mistök: Ég afþakka þegar starfsfólk drykkjarstöðvarinnar bíður mér áfyll­ ingu á vatnsbakpokann minn. Ég hélt það væri nægt vatn eftir á honum, en það reyndist vera röng ályktun. Ég borða eitthvað af súkkulaði sem starfsmenn hafa skorið niður í hæfilega bita og hleyp, eða öllu heldur staulast, í burt frá drykkjarstöðinni til að forðast þá freistingu að setjast niður. Samkvæmt áætlun tek ég saltpillu til að koma í veg fyrir krampa, sem hefði verið fínt ef ég hefði haft nóg vatn. Sem ég hef ekki. Ég man ekki nákvæmlega hvenær það var sem vatnsbakpokinn minn tæmdist, en líklega var það ekki nema 2–3 kíló- metrum frá Emstrum. Þá hef ég sem sagt átt eftir tæplega tíu kílómetra í næstu drykkjarstöð, við Kápuna. Þegar þarna er komið sögu er ég orðinn það þreyttur að ég hugsa alls ekki skýrt. Ég veit ekki hvort mér er ennþá kalt, en ég er allavega hættur að taka eftir kuldanum. Það eina sem ég get hugsað um er að komast einhvers staðar í drykkjarhæft vatn. Ég er ekki þyrstur, en er byrjaður að örvænta og raunar kominn í einhvers- konar panikkástand. 42 km – Fyrsta maraþonið mitt – Tími 5:28 Ég lít á hlaupaúrið mitt og sé að ég er búinn að hlaupa mitt fyrsta maraþon, enda var lengsta hlaupið á undirbúnings- Ráshópur 2 að leggja af stað Ólafur, Haraldur með svarta húfu, Gísli og Garðar í gula jakkanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.