Valsblaðið - 01.05.2013, Síða 78

Valsblaðið - 01.05.2013, Síða 78
78 Valsblaðið 2013 Af spjöldum sögunnar Þórarinn Björnsson Með þessi hástemmdu orð í veganesti var svo haldið upp á Úlfarsfell og meðal annars heilsað upp á tignarleg arnarhjón sem þar áttu sér hreiður og stálpaðan unga á klettasnös. Þessir konungar him- insins sveimuðu yfir forvitnum drengjun- um, sem gættu þess auðvitað að styggja ekki heimilislíf fuglanna um of. Þegar upp á fjallið kom var síðan sungið og farið í knattspyrnu, stangarstökk og fleiri leiki og útsýnis notið í allar áttir. Að síð- ustu snæddi hópurinn í veitingaskálanum við Hamrahlíð áður en haldið var heim á leið og í bæinn komu þreyttir en glaðir ferðalangar um eða eftir klukkan átta um kvöldið. Vallarframkvæmdir og stofnun Hvats Í framangreinda skemmtiför var farið um líkt leyti og félagar í Fótboltafélagi KFUM hófu að ryðja sér alvöru knatt- spyrnuvöll vestur á Melum, eftir að hafa áður fengið tilskilið leyfi bæjaryfirvalda til verksins. Vart þarf að efa að skemmti- förin hefur átt sinn þátt í að gefa fram- kvæmdum við völlinn þá arnarvængi sem til þurfti til að ná settu marki fljótt og vel. Ferðin heppnaðist að minnsta kosti afar vel og styrkti samstöðu og liðsanda piltanna í Fótboltafélagi KFUM. Hún var Friðriki Friðrikssyni einnig hugleikin sem sést best á því að hann helgaði henni 20 vers í kvæðabálki sínum: Sumarlíf í K.F.U.M. Í æviminningum sínum nefnir séra Friðrik að „bæði fjelögin, Valur og Hvat- ur“ hafi farið í skemmtiförina upp að Lágafelli.3 Í því efni ber þó að taka minni séra Friðriks með fyrirvara. Fyrst er þess að geta að einungis eitt fótboltafélag starf- aði innan KFUM þegar hér var komið sögu og Valsnafnið hafði ekki enn fest sig í sessi. Það sést meðal annars á því að ræðan Sursum Corda var flutt „við gönguför Fótboltafjelags K.F.U.M.“.4 Hið sama staðfesta einkabréf Friðriks frá byrj- un ágúst og svarbréf borgarstjóra viðvíkj- 3 Starfsárin II, Friðrik Friðriksson [1946], 106. 4 Friðrik Friðriksson 1912, 45. „Fótboltafjelag K.F.U.M.“ – á grýttum mel Á vordögum 1911 tóku nokkrir stálpaðir piltar í KFUM að æfa sig í knattspyrnu á óruddu svæði suður á Melum, rétt við veginn fram á Grímsstaðaholt. Þar var rými til boltaleiks óneitanlega öllu meira en í portinu við hús KFUM við Amt- mannsstíg, engar brothættar rúður í hættu en vara þurfti sig á ósléttum melnum og grjóti – sem nóg var af í ýmsum stærð- um. Ein helsta driffjöðrin á bak við þessa sérkennilegu sparkiðju var prentneminn Guðbjörn Guðmundsson sem eignast hafði eigin knött um þetta leyti. Það var fágætur munaður á þeim árum. Guðbjörn átti líka hugmyndina að því að kanna möguleika á stofnun fótboltaflokks eða félags innan KFUM. Ræddi hann málið ásamt fleiri félögum við séra Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóra félags- ins, og boðaði síðan til stofnfundar 11. maí 1911. Á að giska tólf mættu á þenn- an frumstofnfund en einungis sex voru reiðubúnir að taka þátt í stofnun félags- ins það kvöld. Byrjunin var því ekki beysin en mjór er mikils vísir og í lok mánaðarins var haldinn framhaldsstofn- fundur. Fjölgaði þá talsvert í félaginu, stjórn var mynduð og starfið tók á sig fastara form. Engar frumheimildir eru til frá þessum fyrstu stofnfundum Vals en elstu heim- ildir benda allar til þess að framan af sumri hafi félagið jafnan verið nefnt „Fótboltafjelag K.F.U.M.“ Það nafn not- aði séra Friðrik til dæmis um félagið í eftirminnilegri skemmtiför sem félags- piltar tóku þátt í júlí 1911. Arnarhjón og „Sursum Corda“ Sunnudaginn 16. júlí 1911 héldu piltar í Fótboltafélagi KFUM í skemmtiferð upp að Lágafelli í Mosfellssveit. Sú ferð var skipulögð að undirlagi séra Friðriks sem fór í vikunni áður ásamt Guðmundi Bjarnasyni klæðskera til að undirbúa ferðina, kanna aðstæður og fá kirkju staðarins léða. Lagt var af stað klukkan átta að morgni sunnudagsins í þéttri þoku. Fljótlega rofaði þó til og var veður hið fegursta þegar leið á daginn. Eftir tveggja klukkustunda göngu snæddu menn morgunverð og keyptu sér kaffi í kaffisöluhúsi sem þá stóð við rætur Hamrahlíðar í Úlfarsfelli, gegnt Korp- úlfsstöðum. Því næst var farið í Lága- fellskirkju þar sem séra Friðrik annaðist helgistund og flutti ræðu sem hann nefndi Sursum Corda! – þ.e.: „Lyptið hjörtum til himins.“1 Þar lagði Friðrik út frá orðum Jesú í Fjallræðunni um fugla himinsins og liljur vallarins. Lýsti hann helgidómi íslenskrar sumarnáttúru og gerði fegurð hennar og stórfengleik að fordæmi siðferðilegs þroska. Undir lok ræðunnar vék hann meðal annars að knattleikninni með þessum orðum: Kostið kapps um að læra sem bezt að leggja fegurð og kærleika, fjör og æskugleði inn í fótboltaleikinn … Verið hlýðnir lögum listarinnar og þá verður þessi leikur að sannri íþrótt, arðberandi einnig fyrir guðsríki, og með þessu getið þjer orðið til þess að göfga og fegra hið íslenzka íþróttalíf og lypta því á hærra stig fegurðar og heilagrar prýði.2 1 Úti og Inni … Friðrik Friðriksson 1912, 47 (45–57). 2 Friðrik Friðriksson 1912, 56. Prédikunartexti sr. Friðriks var Matt. 6:26–33. VALUR – að elta rjúpu? Vangaveltur um Vals-nafnið, tilurð þess og mögulegan höfund Filippus Guðmundsson, síðar múrara­ meistari, er talinn hafa átt hugmyndina að Vals­nafninu síðsumar 1911.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.