Valsblaðið - 01.05.2013, Qupperneq 85
Valsblaðið 2013 85
Starfið er margt
út á fjölda skoraðra marka á móti Salu í
Evrópukeppninni haustið 2012. Þessi töp
tóku á salartetrið,“ segir Jenný hugsi.
Fastamaður í kvennalandslðinu
Jenný hefur verið fastamaður í kvenna-
landsliðinu á undanförnum árum og tek-
ið þátt í mörgum skemmtilegum og eftir-
minnilegum verkefnum með landliðinu.
Henni finnst Brasilíuferðin standa upp úr
af verkefnum landsliðsins þ.e. þátttaka í
lokakeppni heimsmeistaramóts. „Stemn-
ingin og undirbúningurinn og ferðin sjálf
var svo til fyrirmyndar og ég efast um að
það verði nokkurn tímann toppað. Þetta
var líka fyrsta stórmótið sem ég fór á og
það eitt var sjá langþráðan draum nálg-
ast. Eftirminnlegustu landsleikirnir eru
heimaleikurinn á móti Úkraínu 2011 þar
sem við unnum með 18 eða 19 mörkum,
eitthvað sem enginn hafði búist við og
svo sigurinn á Spánverjum, þá bronshöf-
um frá HM 2011 vorið 2012. Ótrúlega
flott afrek og mikill heiður að hafa spilað
þessa leiki,“ segir Jenný og finnst grein-
lega gaman að rifja upp þessa eftirminni-
legu landsleiki. Hún telur að kvenna-
landsliðið hafi alla burði til að tryggja
sig aftur inn á stórmót og vonast hún til
þess að ná sjálf að leika aftur á stórmóti
með landsliðinu í framtíðinni.
Segðu frá reynslu þinni frá atvinnu
mennsku erlendis. „Ég fór til Molde í
Noregi haustið 2002 og spilaði hjá 1.
rosalega góður í Val og mér leið strax
rosalega vel. Ég hikaði því ekki þegar ég
var spurð hvort að ég gæti hugsað mér að
halda áfram og vera með næsta tímabil
er ljóst var að Begga myndi fara til Nor-
egs,“ segir Jenný.
Hvern var aðdragandi að því að þú
gekkst til liðs við Val? „Stefán hringdi í
mig og hafði frétt af þvi að ég vildi byrja
aftur í boltanum eftir langt hlé. Valur var
bara með Beggu í markinu eftir að Sunn-
eva hafði fótbrotið sig á æfingu. Ég sló
til og það var ekki aftur snúið. Í janúar á
þessu ári er ég búin að vera 4 ár í Val.
Það er þá lengsta vera mín í nokkru fé-
lagi sem ég hef spilað með. Það er því
óhætt að segja að ég er orðinn mikill
Valsari, enda tíminn hér verið ótrúlega
skemmtilegur og aðbúnaðurinn til fyrir-
myndar,“ segir Jenný. „Stemningin hefur
verið mjög góð. Þetta er sterkur hópur
sem hefur staðið saman í gegnum súrt og
sætt. Það eru margir sterkir einstaklingar
innan hópsins en við höfum allar haft
sömu sýn á það hvert við stefnum og því
höfum við náð góðum árangri,“ segir
Jenný ákveðin.
Margir titlar með Val á fjórum
árum
Jenný hefur unnið til margra titla með
Val frá því að hún gekk til liðs við fé-
lagið í ásbyrjun 2010. Henni finnst Ís-
landsmeistaratitillinn 2011 standa upp úr
í minningunni. „Tvær framlengingar og
vító. Ég held að þetta verði seint toppað.
Mér hefur sjaldan verið jafn mikið létt
eins og þegar ég varði vítið frá Stellu í
þessari keppni. Spennan var orðin rosa-
lega mikil á þessum tímapunkti og þetta
var fyrsta vítið sem tekið var í víta-
keppninni. Ég vissi bara að skotið myndi
koma niðri, og ég ætlaði því bara að ná
að loka eins stóru svæði og ég mögulega
gat á neðri hluta marksins. Ég varði rosa-
lega fá víti tímabilið 2010–2011, en ég
tók það sem skipti máli að mínu mati,“
segir Jenný.
Jennýju fannst erfiðasti titillinn vera
Íslandsmeistaratitillinn 2012. Sérstaklega
fannst henni minnisstætt þegar Stella
jafnaði einvígið með marki úr aukakasti í
lok framlengingar. „Það er óhætt að
segja að mér leið eins og skúrknum eftir
þann leik. Við komum svo sterkar til
baka í fimmta leiknum og unnum einvíg-
ið, það er mér einnig mjög minnisstætt
að áhorfendametið í Vodafone höllinni
var slegið í þessum oddaleik og erum við
stelpurnar ákaflega stoltar af því,“ segir
Jenný og er greinilega stolt af þessu af-
reki.
Þrátt fyrir mikla velgengni kvennaliðs
Vals á undanförnum árum standa nokkrir
sárir ósigrar upp úr í minningunni en hún
á erfitt að gera upp á milli þeirra, „bikar-
úrslitin 2011 á móti Fram, fimmti leikur í
undanúrslitum Íslandsmótsins 3013 á
móti Stjörnunni, og svo þegar við duttum
Guðný Jenný var kjörin íþróttamaður Vals 2012 og
hafði um það þetta að segja. „Það var rosalega
gaman að fá þessa viðurkenningu, sérstaklega í ljósi
þess að það er mikið af flottum leikmönnum sem
ættu líka skilið að hljóta þessar viðurkenningar,“