Valsblaðið - 01.05.2013, Síða 95
Valsblaðið 2013 95
Starfið er margt
flokki, 5 á eldra ári og 5 á yngra ári.
Send voru 3 lið á yngra ári og 1 lið á
eldra ári í þessi mót.
Eldra ár: Strákarnir stóðu sig með
ágætum á mótunum sem þeir tóku þátt í
og héldu sér að mestu leyti í sömu deild
allan veturinn. Þeir sigruðu þó deildina
einu sinni og kræktu sér í gullmedalíu.
Yngra ár: Strákarnir í Val 1 léku allan
veturinn í deild þeirra bestu og náðu að
sigra 3 af 5 mótum sem haldin voru og
enduðu veturinn sem Íslandsmeistarar á
yngra ári 2013. Valur 2 spiluðu mjög vel
oft á tíðum og sýndu framfarir milli
móta, sem var mjög jákvætt. Liðið náði
einnig að sigra fullt af sterkum liðum og
héldu sér allan veturinn í sömu deild.
Valur 3 spilaði líka mjög vel í vetur og
bættu sig milli móta rétt eins og hin lið-
in. Þeir lönduðu sigri á einu móti og
kræktu sér í gullverðlaun.
Yngra ár:
Áhugi og ástundun: Anton Pétur Dav-
íðsson
Mestu framfarir: Tjörvi Týr Gíslason
Eldra ár:
Áhugi og ástundun: Árni Páll Árnason
Mestu framfarir: Árni Páll Árnason
Leikmaður flokksins: Jón Freyr Ey-
þórsson
skiptir máli á þessum aldri. Hátt í 40
strákar voru að æfa og mest voru 45
strákar á einni föstudagsæfingunni í
febrúar. Þetta var langstærsti handbolta-
flokkurinn innan Vals og gekk vel að
þjálfa þá, enda með eindæmum prúðir og
skemmtilegir strákar.
Alls voru 5 lið skráð til leiks í vetur, 2
á eldra ári og 3 á því yngra. Bæði á eldra
og yngra ári vorum við með lið í topp 10
á landinu, enn hátt í 40 lið voru skráð til
leiks í hvorn aldurshóp.
Þrátt fyrir að æfingarnar væru aðeins
50 mínútur hver, í vetur, var hver einasta
mínúta nýtt, enda drengirnir áhugasamir
um að koma sér að verki. Miklar fram-
farir gerðu vart við sig þegar líða fór á
veturinn og fannst þjálfurunum virkilega
erfitt að tilnefna aðeins einn dreng á
yngra ári og einn á eldra ári til þeirra
verðlauna.
Mikið var lagt upp úr því að hafa gam-
an af starfinu og var háttvísi höfð í fyrir-
rúmi. Fyrir utan það handboltalega sem
strákarnir lærðu, er næsta öruggt að þeir
séu bæði stundvísari og kurteisari eftir
veturinn enda mikið lagt upp úr því af
þjálfara.
Yngra ár:
áhugi og ástundun: Jóhann Bjarkar
Þórsson
Mestu framfarir: Þorgeir Sólveigar
Gunnarsson
Eldra ár:
áhugi og ástundun: Úlfar Rafn Bene-
diktsson
Mestu framfarir: Óðinn Ágústsson
Leikmaður flokksins: Gabríel Ölduson
5. flokkur kvenna
23 stelpur æfðu með 5.flokki kvenna í
vetur, 8 á eldra ári og 15 á yngra ári.
Eldra árið byrjaði tímabilið í 2. deild
en féll niður í 3. deild á fyrsta mótinu og
spilaði þar það sem eftir lifði vetrar.
Yngra árið byrjaði tímabilið í 1. deild,
féll niður í 2. deild á öðru mótinu en
vann sig strax upp aftur og spilaði í 1.
deildinni það sem eftir var af tímabilinu.
Á lokamótinu á Akureyri gerðu stelpurn-
ar jafntefli í lokaleiknum á móti sterku
liði Hauka og tryggðu sér þar með þriðja
sætið á Íslandsmótinu.
Í flokknum er mikið af gríðarlega efni-
legum og metnaðarfullum stelpum sem
hafa alla burði til að ná mjög langt í
handbolta. Andinn í flokknum er einnig
mjög góður og stelpurnar passa vel upp á
að öllum liðsfélögunum líði vel.
Áhugi og ástundun: Elma Rún Sigurð-
ardóttir
Mestu framfarir: Sigríður Birta Péturs-
dóttir
Eldra ár:
Áhugi og ástundun: Heiðrún Berg
Sverrisdóttir
Mestu framfarir: Þórhildur Bryndís
Guðmundsdóttir
Leikmaður flokksins: Auður Ester
Gestsdóttir
5. flokkur karla
Þjálfarar: Maksim Akbachev og Gunnar
Ernir Birgisson. Flokkurinn var gríðar-
lega fjölmennur og iðkendur mjög
áhugasamir og efnilegir. Strákarnir náðu
miklum framförum og stóðu sig mjög vel
á öllum æfingum sem og keppnum. Í
heildina voru 10 mót haldin í þessum