Valsblaðið - 01.05.2013, Page 104

Valsblaðið - 01.05.2013, Page 104
104 Valsblaðið 2013 komni afslöppun með góða tónlist í eyr- unum. Hvaða setningu notarðu oftast: „Sorry að ég er sein.“ Skemmtilegustu gallarnir: Ég hef heyrt að ég sé auðtrúa, en ég trúi því ekki. Fyrirmynd þín í handbolta: Anna Úr- súla, Heidi Loke, Óli Stef. Draumur um atvinnumennsku í hand- bolta: Draumurinn er að spila einhvern daginn með toppliði í norsku deildinni í fullri höll af fólki. Landsliðsdraumar þínir: Komast í landsliðið og spila með þeim á Ólympíu- leikunum, það væri alger draumur. Besta söngkona: Britney Spears. Besta hljómsveit: Þessa stundina er það Rudimental eða GusGus. Besta bíómynd: Avatar. Besta lag: Fæ ekki nóg af Joga með Björk. Uppáhaldsvefsíðan: Facebook. Uppáhaldsfélag í enska boltanum: Man. United. Eftir hverju sérðu mest: Að hafa sett list- skautana á hilluna, var gríðarlega efnileg. Nokkur orð um núverandi þjálfara: Stebbi er frábær þjálfari. Hann er samt svo óþægilega kaldhæðinn stundum, veit aldrei hvort hann er að grínast eða ekki. Ef þú værir alvaldur í Val hvað mynd- ir þú gera: Taka allt hámarkið í sjopp- unni og merkja mér það. Svo myndi ég skipta út pottinum inn í klefa fyrir nudd- pott. Og ég myndi fá Morgan Freeman til að lýsa öllum leikjunum okkar. Nokkur orð um aðstöðuna á Hlíðar- enda: Ég get ekki kvartað. Lyftingarað- staðan er mjög fín og svo er ekki slæmt að geta smeygt sér í heita pottinn inni í klefa beint eftir æfingu. Hvernig viltu sjá Val þróast á næstu árum: Ég vil sjá titla og ekkert nema titla. Svo væri fínt að fá fleiri stelpur sem gengu upp úr yngri flokkunum í meist- araflokk, mér skilst að ég sé sú fyrsta sem gerir það í mörg ár. Fæðingardagur og ár: 3. febrúar 1994. Nám: Verzlunarskóli Íslands. Kærasti: Einhleyp. Hvað ætlar þú að verða: Atvinnumaður í handbolta með master í jarðfræði. Af hverju Valur? Valur er gríðarlega öflugt lið með frábæra þjálfara og reynda, öfluga liðsmenn. Það er mikil sigurhefð í Val og umgjörðin í kringum meistaraflokkinn var miklu betri en ég átti að venjast. Þegar það stóð til boða að byrja að æfa með þáverandi bikar-og Ís- landsmeisturum þurfti ég ekki að hugsa mig lengi um. Uppeldisfélag í handbolta: ÍR. Hvernig hafa foreldrar þínir stutt þig í handboltanum: Þau hafa alltaf verið til staðar fyrir mig og stutt mig í þeim ákvörðunum sem ég hef tekið. Fyrir mér eru þau bestu foreldrar í heimi og er stuðningur þeirra ómetanlegur. Hver er besti íþróttamaðurinn í fjöl- skyldunni: Það er bróðir minn, Hannes Þór, en hann er markmaður hjá KR og núverandi landsliðsmarkmaður í fótbolta. Af hverju handbolti: Þegar ég var 8 ára langaði mig að æfa listdans á skautum en þjálfarinn þar sá ekki hæfileikana. Ákvað þá að prófa boltaíþróttir í staðinn og þar er ég enn. Helstu afrek í öðrum íþróttagreinum: Spilaði nokkra leiki með mfl. ÍR í fót- bolta á sínum tíma. Eftirminnilegast úr boltanum: Fyrsta sinn sem ég spilaði með harpix var með mfl. ÍR í bikarnum á móti Val. Við vor- um að skíttapa og ég ætlaði að bjarga leiknum og negla á markið, en ég var skytta á þessum tíma. Ég var ekki alveg búin að venjast harpixinu og negldi í gólfið beint fyrir framan tærnar á mér og fékk boltann beint í andlitið. Ein setning eftir síðasta tímabil: Doll- an mætir á Hlíðarenda næst. Koma titlar í hús á tímabilinu: Já, hvernig spyrðu? Besti stuðningsmaðurinn: Mamma og pabbi. Erfiðustu samherjarnir: Það er ótrú- lega erfitt að koma boltanum fram hjá Guðnýju Jennýju. Erfiðustu mótherjarnir: Stjarnan. Eftirminnilegasti þjálfarinn: Andrés Gunnlaugsson. Fyndnasta atvik: Var að klára færi úr hraðaupphlaupi og náði ekki að hægja á mér. Stönginn meiddi sig meira en ég. Stærsta stundin: Þegar ég spilaði fyrsta landsleikinn með U-19 núna í maí í und- ankeppni EM í Slóvakíu. Hafði aldrei spilað landsleik áður og sú tilfinning að spila í íslensku landsliðstreyjunni er ólýsanleg. Athyglisverðasti leikmaður í meistara- flokki kvenna hjá Val: Rebekka Skúla- dóttir og Anna Úrsúla. Þessar nýbökuðu mæður mættu á æfingu nánast daginn eftir barnsburð og eru strax komnar í fanta form. Athyglisverðasti leikmaður í meistara- flokki karla hjá Val: Alexander Örn Júlíusson. Hvaða áhrif hefur koma Ólafs Stef- ánssonar á handboltann hjá Val: Það hefur gríðarlega jákvæð áhrif þegar einn besti leikmaður í sögu handboltans kem- ur til baka í gamla uppeldisfélagið sitt og miðlar af reynslu sinni og þekkingu. Fleygustu orð: „Það eru bara tvær leiðir. Önnur leiðin er bíp og hin er bara upp“ Við hvaða aðstæður líður þér best: Í 30° C hita, á sólbekk í sólbaði í full- Framtíðarfólk Ég vil sjá titla og ekkert nema titla Bryndís Elín Wöhler er 19 ára og leikur handbolta með meistaraflokki
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.