Valsblaðið - 01.05.2013, Page 104
104 Valsblaðið 2013
komni afslöppun með góða tónlist í eyr-
unum.
Hvaða setningu notarðu oftast: „Sorry
að ég er sein.“
Skemmtilegustu gallarnir: Ég hef heyrt
að ég sé auðtrúa, en ég trúi því ekki.
Fyrirmynd þín í handbolta: Anna Úr-
súla, Heidi Loke, Óli Stef.
Draumur um atvinnumennsku í hand-
bolta: Draumurinn er að spila einhvern
daginn með toppliði í norsku deildinni í
fullri höll af fólki.
Landsliðsdraumar þínir: Komast í
landsliðið og spila með þeim á Ólympíu-
leikunum, það væri alger draumur.
Besta söngkona: Britney Spears.
Besta hljómsveit: Þessa stundina er það
Rudimental eða GusGus.
Besta bíómynd: Avatar.
Besta lag: Fæ ekki nóg af Joga með
Björk.
Uppáhaldsvefsíðan: Facebook.
Uppáhaldsfélag í enska boltanum:
Man. United.
Eftir hverju sérðu mest: Að hafa sett list-
skautana á hilluna, var gríðarlega efnileg.
Nokkur orð um núverandi þjálfara:
Stebbi er frábær þjálfari. Hann er samt
svo óþægilega kaldhæðinn stundum, veit
aldrei hvort hann er að grínast eða ekki.
Ef þú værir alvaldur í Val hvað mynd-
ir þú gera: Taka allt hámarkið í sjopp-
unni og merkja mér það. Svo myndi ég
skipta út pottinum inn í klefa fyrir nudd-
pott. Og ég myndi fá Morgan Freeman til
að lýsa öllum leikjunum okkar.
Nokkur orð um aðstöðuna á Hlíðar-
enda: Ég get ekki kvartað. Lyftingarað-
staðan er mjög fín og svo er ekki slæmt
að geta smeygt sér í heita pottinn inni í
klefa beint eftir æfingu.
Hvernig viltu sjá Val þróast á næstu
árum: Ég vil sjá titla og ekkert nema
titla. Svo væri fínt að fá fleiri stelpur sem
gengu upp úr yngri flokkunum í meist-
araflokk, mér skilst að ég sé sú fyrsta
sem gerir það í mörg ár.
Fæðingardagur og ár: 3. febrúar 1994.
Nám: Verzlunarskóli Íslands.
Kærasti: Einhleyp.
Hvað ætlar þú að verða: Atvinnumaður
í handbolta með master í jarðfræði.
Af hverju Valur? Valur er gríðarlega
öflugt lið með frábæra þjálfara og
reynda, öfluga liðsmenn. Það er mikil
sigurhefð í Val og umgjörðin í kringum
meistaraflokkinn var miklu betri en ég
átti að venjast. Þegar það stóð til boða að
byrja að æfa með þáverandi bikar-og Ís-
landsmeisturum þurfti ég ekki að hugsa
mig lengi um.
Uppeldisfélag í handbolta: ÍR.
Hvernig hafa foreldrar þínir stutt þig í
handboltanum: Þau hafa alltaf verið til
staðar fyrir mig og stutt mig í þeim
ákvörðunum sem ég hef tekið. Fyrir mér
eru þau bestu foreldrar í heimi og er
stuðningur þeirra ómetanlegur.
Hver er besti íþróttamaðurinn í fjöl-
skyldunni: Það er bróðir minn, Hannes
Þór, en hann er markmaður hjá KR og
núverandi landsliðsmarkmaður í fótbolta.
Af hverju handbolti: Þegar ég var 8 ára
langaði mig að æfa listdans á skautum en
þjálfarinn þar sá ekki hæfileikana. Ákvað
þá að prófa boltaíþróttir í staðinn og þar
er ég enn.
Helstu afrek í öðrum íþróttagreinum:
Spilaði nokkra leiki með mfl. ÍR í fót-
bolta á sínum tíma.
Eftirminnilegast úr boltanum: Fyrsta
sinn sem ég spilaði með harpix var með
mfl. ÍR í bikarnum á móti Val. Við vor-
um að skíttapa og ég ætlaði að bjarga
leiknum og negla á markið, en ég var
skytta á þessum tíma. Ég var ekki alveg
búin að venjast harpixinu og negldi í
gólfið beint fyrir framan tærnar á mér og
fékk boltann beint í andlitið.
Ein setning eftir síðasta tímabil: Doll-
an mætir á Hlíðarenda næst.
Koma titlar í hús á tímabilinu: Já,
hvernig spyrðu?
Besti stuðningsmaðurinn: Mamma og
pabbi.
Erfiðustu samherjarnir: Það er ótrú-
lega erfitt að koma boltanum fram hjá
Guðnýju Jennýju.
Erfiðustu mótherjarnir: Stjarnan.
Eftirminnilegasti þjálfarinn: Andrés
Gunnlaugsson.
Fyndnasta atvik: Var að klára færi úr
hraðaupphlaupi og náði ekki að hægja á
mér. Stönginn meiddi sig meira en ég.
Stærsta stundin: Þegar ég spilaði fyrsta
landsleikinn með U-19 núna í maí í und-
ankeppni EM í Slóvakíu. Hafði aldrei
spilað landsleik áður og sú tilfinning að
spila í íslensku landsliðstreyjunni er
ólýsanleg.
Athyglisverðasti leikmaður í meistara-
flokki kvenna hjá Val: Rebekka Skúla-
dóttir og Anna Úrsúla. Þessar nýbökuðu
mæður mættu á æfingu nánast daginn
eftir barnsburð og eru strax komnar í
fanta form.
Athyglisverðasti leikmaður í meistara-
flokki karla hjá Val: Alexander Örn
Júlíusson.
Hvaða áhrif hefur koma Ólafs Stef-
ánssonar á handboltann hjá Val: Það
hefur gríðarlega jákvæð áhrif þegar einn
besti leikmaður í sögu handboltans kem-
ur til baka í gamla uppeldisfélagið sitt og
miðlar af reynslu sinni og þekkingu.
Fleygustu orð: „Það eru bara tvær leiðir.
Önnur leiðin er bíp og hin er bara upp“
Við hvaða aðstæður líður þér best: Í
30° C hita, á sólbekk í sólbaði í full-
Framtíðarfólk
Ég vil sjá titla og
ekkert nema titla
Bryndís Elín Wöhler er 19 ára og leikur
handbolta með meistaraflokki