Valsblaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 114

Valsblaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 114
114 Valsblaðið 2013 ingunn Hera Ármannsdóttir fædd 12. mars 1966 dáin 26. apríl 2013 Hera eins og hún var jafnan kölluð lést langt fyrir aldur fram eftir erfiða baráttu við krabbamein. Þrátt fyrir að meinið hafi ítrekað skotið upp kollinum á undan förnum árum, gafst Hera ekki upp og barðist til síðasta dags. Baráttuþrek og kraftur Heru voru einnig hennar að- alsmerki á knattspyrnuvellinum og vor- um við liðsfélagar hennar ánægðar með að spila frekar með henni en á móti. Hera var hress og glöð í okkar hópi og skemmtilegur liðsfélagi. Hún spilaði með Val á árunum 1986–1997, samtals 96 leiki í deild og bikar og skoraði 8 mörk. Þá á hún einn A-landsleik að baki. Hera kom til Vals frá Þór Akureyri en hafði áður spilað með Hetti Egilsstöðum þar sem hún er fædd og uppalin. Eftir að Hera fór frá Val spilaði hún með Gróttu, Þrótti og svo Hetti en Hera spilaði sinn síðasta leik árið 2009, þá 43 ára gömul. Við þökkum fyrir árin sem við áttum með henni í Val og sendum Jóni Grétari eiginmanni Heru og börnunum þremur þeim Margréti Irmu, Sigurði og Lúkasi Nóa okkar dýpstu samúðarkveðjur. Ragnhildur Skúladóttir (fyrirhönd „gömlu“) Hemmavísur Sumum illa er orðið kalt, aðrir hafa tremma því grjónapungagengið allt grætur vin sinn Hemma Við stundum okkar ljúfu list á lífið eflum trúna í áratugi höfum hist en Hemma vantar núna. Tilverunnar skugga ský skulum burtu draga Hermann lifir okkur í alla heimsins daga Hermannsdætur huggulegar heilla mann og annan. Hvar fegurð þessa fann’ann? Hvar fékk hann einn á glannann? Svo endalaust þar spann’ann að það hefði átt að bann’ann. Höf.: Matthías Kristiansen og Gísli Ásgeirsson (með innpútti frá Herði Hilmarssyni) 4. júlí 2013 Jólin 2013 (Hugleiðing – Gnótt og neyð) Við fögnum frelsarans komu er fönnin hylur svörð. Í lotningu lútum við honum og lífinu á okkar jörð. Hvellar klukkur klingja því komin eru jól. Kórar kveða og syngja, kyrja Heims um ból. Kræsingar bíða á borðum bergð eru vínin tær. Allir svo skiptast á orðum. Elska og ást eru nær. Svangir menn eru á sveimi um svarta jólanótt. Í þessum þrautanna heimi þeim verður ekki rótt. Einn um strætin arkar á sér ekkert skjól. Af sér harðan harkar heljarkulda um jól. Fimmtíu árum áður æskunnar bjartrar naut. Þrotinn, hæddur, þjáður nú þræðir grýtta braut. Kíkir glugga úr glugga. Gjöfum leitar að. Gleðja vill og hugga góða vini í stað. En vinafár og villtur við fáa er hann dús. Vinurinn víni spilltur á varla fyrir krús. Vindurinn næðir napur norðangarrinn hvín. Dæmdur maðurinn dapur drekkur samt sitt vín. Snjáður, kaldur, snauður þó snýst hans líf sem fyr um drykkju þar til dauður hann drepur á himins dyr. Þegar einhver ann þér og ástarörmum vefur er vert að hafa í hug sér hinn sem ekkert hefur. Með okkur gangi gleðin og gæska um alla tíð. Uns þiðnar foldin freðin og fanna hverfur hríð. Jón H. Karlsson nóv/des 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.