Són - 01.01.2007, Síða 12

Són - 01.01.2007, Síða 12
RAGNAR INGI AÐALSTEINSSON12 setti því í þessum ritdómi fram þriðju kenninguna um þetta mál og verður komið að henni hér á eftir. Árið 1913 kom út bók eftir Albert Classen.12 Hún bar heitið On Vowel alliteration in the Old Germanic Language. Í bók Classens kemur fram viðamikil og vel rökstudd gagnrýni á kenninguna um raddglufu- lokunina. Classen bendir á að engin rök séu fyrir því að þessi radd- glufulokun hafi verið til í forngermönsku og það eina sem styðji tilveru hennar sé að hún hafi verið nauðsynleg fyrir sérhljóðastuðlun- ina. Þetta kallar Classen hringskýringu (circulus vitiosus) og bendir á að kenningin sé „í þeirri heppilegu stöðu að það sé ekki mögulegt að afsanna hana með þeim gögnum sem við höfum aðgang að.“13 En jafnvel þó svo að við gerum ráð fyrir að raddglufulokunin hafi verið til er það út af fyrir sig alls ekki næg skýring. Classen spyr sem svo, líkt og Kock hafði gert áður, hvort umrædd raddglufulokun hafi verið nægilega skýrt og aðgreinandi málhljóð til að gagnast til að greina á milli jafngildisflokka.14 Classen15 vekur líka athygli á öðru atriði sem að hans mati mælir eindregið gegn því að raddglufulokun hafi gegnt einhverju hlutverki í stuðlasetningu í forngermönsku. Engin merki finnast nokkurs staðar í rituðum textum, hvorki í elstu handritum né síðar, um neitt tákn í stafrófinu sem hefði haft það hlutverk að sýna þessa lokun sem þó skipti svo miklu máli í stuðluninni. Hann bendir á að við höfum að vísu dæmi um þessa lokun í þýsku, svo dæmi sé tekið, og þar hafi hún ekkert sérstakt tákn í stafrófinu. Hér ber hins vegar á það að líta, að áliti Classens, að þar gegnir lokunin ekki neinu sérstöku hlutverki. Afar ólíkegt sé að þetta hljóð hafi ekki haft neitt sérstakt tákn í fornu ritmáli ef því var ætlað að greina á milli jafngildisflokka.16 12 Classen (1913). 13 The glottal-catch theory is in the happy position that it cannot, with our available evidence, be disproved. Classen (1913:13). Þessi sama gagnrýni hafði áður komið fram hjá Kauffmann 1897:12–13, sjá síðar. 14 Classen (1913:14). 15 Classen (1913:15). 16 Roman Jakobson (1963) ritaði grein sem hann kallaði On the so-called vowel allitera- tion in Germanic verse (sjá síðar). Þar tekur hann undir sjónarmið Classens um að röksemdafærslan fyrir raddglufulokunarkenningunni sé „circulus vitiosus“ og segir kenninguna vera „ad hoc“ og með öllu gagnslausa til að skýra fyrirbærið. Hann vitnar einnig í Kock og tekur undir efasemdir hans um tilveru nefndrar raddglufulokunar í frumgermönsku. Jakobson (1963:88).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.