Són - 01.01.2007, Page 14

Són - 01.01.2007, Page 14
RAGNAR INGI AÐALSTEINSSON14 ina.23 Í upphafi umfjöllunar sinnar vísar Minkova til Classens þar sem hann segir um kenningu Rapps að hún sé circulus vitiosus og hún eyðir í það allmiklu rými að sýna fram á að raddglufulokunin hafi verið til í forn-ensku. Með því meðal annars að benda á þætti eins og inn- skots-h á undan framstöðusérhljóðum24 og tilvik þegar að hennar mati raddglufulokunin kemur í veg fyrir brottfall sérhljóða25 tekst henni að færa fram nokkuð haldgóð rök fyrir tilveru hljóðsins. Að því loknu dregur hún þá ályktun að rökin fyrir tilurð raddglufulokunar- innar í forn-ensku séu ekki circular, þ.e. að hugmynd Classens og síðar Jakobsons um hringskýringu í kenningu Rapps hafi þar með verið afsönnuð. Hins vegar er enn að lestri loknum ósvarað þeirri spurn- ingu Kocks, sem nefnd var fyrr í greininni, hvort þessi raddglufu- lokun, hafi hún verið til, hafi getað haft afgerandi áhrif á jafngildis- flokka í stuðluðum kveðskap til forna. En gagnrýnin heldur áfram Þrátt fyrir þessa endurvakningu kenningar um raddglufulokun hefur alls ekki tekist að sannfæra fræðaheiminn um að hún nægi til að skýra sérhljóðastuðlunina. Kristján Árnason26 víkur að því sem áður kom fram hjá Classen og vitnað var til hér að framan og telur að ef öll framstöðusérhljóð hefðu byrjað á þessari lokun, þ.e. ef hér hefði verið um að ræða sjálfstætt málhljóð, þá hlytu að finnast einhver merki um það í stafrófinu. Í það minnsta hefði þessa hljóðs verið getið þar sem þessi mál eru til umræðu í fornbókmenntunum. Kristján bendir á að hvorki Ólafur Þórðarson hvítaskáld27 né Fyrsti málfræðingurinn28 minnast einu orði á fyrirbærið í ritum sínum.29 Þá bendir Kristján á að í hinum finnsku Kalevalakvæðum er sérhljóðastuðlun beitt á sama hátt og í forngermönskum kveðskap, þ.e. allir sérhljóðar mynda einn jafngildisflokk, án þess að merki séu um þessa raddglufulokun í finnsku og sérhljóðar mynda einnig einn jafngildisflokk í fornírskum 23 Minkova (2003). 24 Minkova (2003:160 o.áfr.). 25 Minkova (2003:145 o.áfr.). 26 Kristján Árnason (2000). 27 Björn M. Ólsen (1884). 28 Hreinn Benediktsson (1972). 29Aage Kabell, sem gagnrýnir kenninguna á svipuðum forsendum og aðrir, bendir á að umrædd raddglufulokun hafi ekki skilið eftir sig nein spor í rúnaskriftinni. Kabell (1978:16–17).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.