Són - 01.01.2007, Síða 14
RAGNAR INGI AÐALSTEINSSON14
ina.23 Í upphafi umfjöllunar sinnar vísar Minkova til Classens þar sem
hann segir um kenningu Rapps að hún sé circulus vitiosus og hún eyðir
í það allmiklu rými að sýna fram á að raddglufulokunin hafi verið til
í forn-ensku. Með því meðal annars að benda á þætti eins og inn-
skots-h á undan framstöðusérhljóðum24 og tilvik þegar að hennar
mati raddglufulokunin kemur í veg fyrir brottfall sérhljóða25 tekst
henni að færa fram nokkuð haldgóð rök fyrir tilveru hljóðsins. Að því
loknu dregur hún þá ályktun að rökin fyrir tilurð raddglufulokunar-
innar í forn-ensku séu ekki circular, þ.e. að hugmynd Classens og síðar
Jakobsons um hringskýringu í kenningu Rapps hafi þar með verið
afsönnuð. Hins vegar er enn að lestri loknum ósvarað þeirri spurn-
ingu Kocks, sem nefnd var fyrr í greininni, hvort þessi raddglufu-
lokun, hafi hún verið til, hafi getað haft afgerandi áhrif á jafngildis-
flokka í stuðluðum kveðskap til forna.
En gagnrýnin heldur áfram
Þrátt fyrir þessa endurvakningu kenningar um raddglufulokun hefur
alls ekki tekist að sannfæra fræðaheiminn um að hún nægi til að skýra
sérhljóðastuðlunina. Kristján Árnason26 víkur að því sem áður kom
fram hjá Classen og vitnað var til hér að framan og telur að ef öll
framstöðusérhljóð hefðu byrjað á þessari lokun, þ.e. ef hér hefði verið
um að ræða sjálfstætt málhljóð, þá hlytu að finnast einhver merki um
það í stafrófinu. Í það minnsta hefði þessa hljóðs verið getið þar sem
þessi mál eru til umræðu í fornbókmenntunum. Kristján bendir á að
hvorki Ólafur Þórðarson hvítaskáld27 né Fyrsti málfræðingurinn28
minnast einu orði á fyrirbærið í ritum sínum.29 Þá bendir Kristján á
að í hinum finnsku Kalevalakvæðum er sérhljóðastuðlun beitt á sama
hátt og í forngermönskum kveðskap, þ.e. allir sérhljóðar mynda einn
jafngildisflokk, án þess að merki séu um þessa raddglufulokun í
finnsku og sérhljóðar mynda einnig einn jafngildisflokk í fornírskum
23 Minkova (2003).
24 Minkova (2003:160 o.áfr.).
25 Minkova (2003:145 o.áfr.).
26 Kristján Árnason (2000).
27 Björn M. Ólsen (1884).
28 Hreinn Benediktsson (1972).
29Aage Kabell, sem gagnrýnir kenninguna á svipuðum forsendum og aðrir, bendir á
að umrædd raddglufulokun hafi ekki skilið eftir sig nein spor í rúnaskriftinni. Kabell
(1978:16–17).