Són - 01.01.2007, Page 20

Són - 01.01.2007, Page 20
RAGNAR INGI AÐALSTEINSSON20 Það sem hér hefur verið undirstrikað er það sem stuðlar saman.60 Í fyrri helmingi vísunnar er stuðlað með linu skriðhljóði, eða hljóð- fræðilegu tómi, en í þeim seinni sjáum við stuðlun með þanda skriðhljóðinu. Jakobson leggur til að sérhljóðastuðlun verði eftirleiðis kölluð stuðlun með linu skriðhljóði (lax glide alliteration) eða einfaldlega stuðlun með tómi eða tómstuðlun (zero alliteration).61 Minkova62 ræðir kenningu Jakobsons og telur henni það helst til foráttu að kenningin um raddglufulokunina, sem hún ver af mikilli hörku í bók sinni, komi í staðinn fyrir kenningu Jakobsons og geri hana léttvæga og í raun óþarfa. Þessar tvær kenningar falla saman að því leyti að þær beina báðar athyglinni að sama stað, tóminu framan við sérhljóðann. Þær skarast þannig að ef hægt er að sanna kenningu um raddglufulokun sem skýringu á sérhljóðastuðlun er kenning Jakobsons um tóma stuðulinn þar með orðin umdeilanleg. Kristján Árnason63 gengur í sinni skýringu út frá svipuðum for- sendum og Jakobson gerir. Hann víkur að því sem hér á undan var kallað tómstuðlun og bendir á að í því tilviki eru það ekki sameiginlegir þættir sem stuðlunin byggist á heldur það að þættir í umræddri stöðu eru ekki í andstöðu hver við annan (non-distinctness in relevant posi- tion). Stuðlunin er gild svo lengi sem í viðkomandi áhersluatkvæðum (framstöðusætum) er ekki að finna hljóð sem tilheyra mismunandi jafngildisflokkum. Kristján skýrir sérhljóðastuðlunina út frá því sem hann kallar hljómunarlágmark (sonority minimum). Hljómunarlágmark er á þeim stað í grennd við sérhljóðana sem er minnst atkvæðisbær.64 Kristján skýrir fyrirbærið í tengslum við gnýstuðlana, þ.e. framstöðuklasana sk, sp og st, sem eins og vitað er stuðla aðeins hver við annan en ekki innbyrðis eða við önnur s-pör. Framstöðuklasinn sk, svo dæmi sé tekið, er þannig byggður að fyrri liður hans er /s/ sem hefur meiri hljómun en lokhljóðið /k/. Þannig er það k-ið sem ákvarðar jafngildisflokkinn vegna þess að þar er hljómunarlágmarkið. Þetta getum við borið sam- an við klasann sl, sem til forna stuðlaði við sn og s+sérhljóð. Það skýrist af því að hljóðið /l/ hefur meiri hljómun en /s/ og þess vegna er hljómunarlágmarkið við þáttinn /s/ en ekki /l/. Þar af leiðandi greinir 60 Jakobson (1963:87). 61 Jakobson (1963:91). 62 Minkova (2003:142). 63 Kristján Árnason (2007:90). 64 A sonority minimum is the least syllabic place relative to surrounding vowels.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.