Són - 01.01.2007, Blaðsíða 20
RAGNAR INGI AÐALSTEINSSON20
Það sem hér hefur verið undirstrikað er það sem stuðlar saman.60
Í fyrri helmingi vísunnar er stuðlað með linu skriðhljóði, eða hljóð-
fræðilegu tómi, en í þeim seinni sjáum við stuðlun með þanda
skriðhljóðinu. Jakobson leggur til að sérhljóðastuðlun verði eftirleiðis
kölluð stuðlun með linu skriðhljóði (lax glide alliteration) eða einfaldlega
stuðlun með tómi eða tómstuðlun (zero alliteration).61
Minkova62 ræðir kenningu Jakobsons og telur henni það helst til
foráttu að kenningin um raddglufulokunina, sem hún ver af mikilli
hörku í bók sinni, komi í staðinn fyrir kenningu Jakobsons og geri hana
léttvæga og í raun óþarfa. Þessar tvær kenningar falla saman að því leyti
að þær beina báðar athyglinni að sama stað, tóminu framan við
sérhljóðann. Þær skarast þannig að ef hægt er að sanna kenningu um
raddglufulokun sem skýringu á sérhljóðastuðlun er kenning Jakobsons
um tóma stuðulinn þar með orðin umdeilanleg.
Kristján Árnason63 gengur í sinni skýringu út frá svipuðum for-
sendum og Jakobson gerir. Hann víkur að því sem hér á undan var
kallað tómstuðlun og bendir á að í því tilviki eru það ekki sameiginlegir
þættir sem stuðlunin byggist á heldur það að þættir í umræddri stöðu
eru ekki í andstöðu hver við annan (non-distinctness in relevant posi-
tion). Stuðlunin er gild svo lengi sem í viðkomandi áhersluatkvæðum
(framstöðusætum) er ekki að finna hljóð sem tilheyra mismunandi
jafngildisflokkum.
Kristján skýrir sérhljóðastuðlunina út frá því sem hann kallar
hljómunarlágmark (sonority minimum). Hljómunarlágmark er á þeim
stað í grennd við sérhljóðana sem er minnst atkvæðisbær.64 Kristján
skýrir fyrirbærið í tengslum við gnýstuðlana, þ.e. framstöðuklasana sk,
sp og st, sem eins og vitað er stuðla aðeins hver við annan en ekki
innbyrðis eða við önnur s-pör. Framstöðuklasinn sk, svo dæmi sé tekið,
er þannig byggður að fyrri liður hans er /s/ sem hefur meiri hljómun
en lokhljóðið /k/. Þannig er það k-ið sem ákvarðar jafngildisflokkinn
vegna þess að þar er hljómunarlágmarkið. Þetta getum við borið sam-
an við klasann sl, sem til forna stuðlaði við sn og s+sérhljóð. Það
skýrist af því að hljóðið /l/ hefur meiri hljómun en /s/ og þess vegna er
hljómunarlágmarkið við þáttinn /s/ en ekki /l/. Þar af leiðandi greinir
60 Jakobson (1963:87).
61 Jakobson (1963:91).
62 Minkova (2003:142).
63 Kristján Árnason (2007:90).
64 A sonority minimum is the least syllabic place relative to surrounding vowels.