Són - 01.01.2007, Side 72
HEBA MARGRÉT HARÐARDÓTTIR72
„Skáld þagnarinnar og hljóðleikans“13
Jakob yrkir ljúfar sonnettur, dreymnar og dulrænar. Í þeim ríkir kyrrð
og innlifun. Hann yrkir mikið um náttúruna og leitar oft til æsku-
stöðva sinna vestur í Dölum, lýsir fegurðinni sem þar býr og eftirsjá
eftir æskunni. Þó að mörg kvæðin beri persónulegan blæ lýsa þau
sammannlegum tilfinningum og viðhorfum og höfða einatt til hins
almenna lesanda. Jakob er trúarskáld sem yrkir umfram allt um hið
innra líf. Í kvæðum hans kemur fram sannleiksleit sem nær út fyrir
takmörk hins hversdagslega lífs, leit að hinstu rökum tilverunnar,
bæði í náttúrunni og innra með manninum sjálfum, í sálarlífinu. Ljóð-
mælendur Jakobs verða fyrir dulrænni reynslu, öðlast fullvissu um
guðlega handleiðslu og æðri veruleika.
Jakob Smári orti fjölmargar sonnettur um ástina, lífið og tilveruna,
náttúruna og æskuþrána, en einnig orti hann söguleg ljóð. Hann var
vel menntaður og víðlesinn maður og vísaði mikið í sígildar bók-
menntir og gríska fornöld í ljóðum sínum, en þó ekki svo mjög í sonn-
ettum sínum. Eilífðarþráin er snar þáttur í kveðskap Jakobs og birtist
hún hvarvetna í sonnettum hans, læðist jafnvel fram þegar minnst
varir. Hann segir sjálfur:
Já, ég þykist hafa dálitla reynslu af dulrænum fyrirbrigðum, sem
svo eru kölluð, og hún hefur haft mikil áhrif á kvæði mín.
Eilífðarþráin og eilífðarvissan er eitt algengasta yrkisefni mitt. –
En þó að ég hafi alltaf „skynjað“ heiminn með tilfinningum
mínum, er það ekki svo að skilja, að ég hefi ekki áhuga á vís-
indalegri starfsemi. Að vísu eru skáldskapur og vísindi ólíkar
aðferðir til að kynnast veruleikanum. Hvort um sig notar sína
sérstöku hæfileika, skáldskapurinn innsæi og tilfinningar, en
vísindin athugunargáfu og rökleiðslu. Þróunarkenningin var til
dæmis heimspekilegt og skáldlegt hugarflug löngu áður en hún
varð vísindaleg fræðikenning.14
Ásgeir Hjartarson lýsir listsnilld Jakobs einstaklega vel: „Beztu ljóð
Jakobs Smára eru mjúk og þýð að kveðandi, seiðsterk og hljómfögur,
13 Ásgeir Hjartarson (249:254).
14 Matthías Jóhannessen (1978:97).