Són - 01.01.2007, Side 74
HEBA MARGRÉT HARÐARDÓTTIR74
Jakob orti „Sonnettusveig til Íslands“, sem kom út í Kaldavermslum
árið 1920. Sonnettusveigur er röð fimmtán sonnetta. Þær tengjast
þannig að síðasta lína þeirrar fyrstu er upphafslína næstu og þannig
koll af kolli. Fyrsta braglína sonnettusveigsins verður lokalína fjór-
tándu sonnettunnar og sú fimmtánda hefst með sömu orðum. Hún er
kölluð meistarasonnettan og er sett saman úr upphafslínum allra
sonnettanna sem á undan fara. Mikil meistarasmíð þykir ef griplur
(gr. akrostikhon) eru í henni, það er ef upphafsstafir línanna mynda
nöfn eða setningu.
Samhljómur manns og náttúru og leitin að birtunni í djúpinu kem-
ur fram í sonnettusveig Jakobs. Hann segir sjálfur að sonnettusveig-
urinn fjalli um náttúrufegurðina í Dölum og að honum ljúki með
hugleiðingu um ráðgátu dauðans.21 Þó að kvæðið sé ort til bernsku-
dalsins er það ekki bundið stað og stundu. Kvæðið sýnir vel listfengi
Jakobs, hvernig honum tekst með næmri skynjun sinni að lýsa náttúr-
unni með dulrænum og hlýjum blæ. Sonnettusveigurinn hefst á þess-
um orðum:
Mín fyrsta sjón var heiðin, há og víð,
á höfin svörtu ljóssins fyrsti bjarmi.
Og síðan hef ég hvílt á hennar armi
við húm og sól, í mollu og kaldri hríð.
Hér gæti ljóðmælandi átt við að frá því hann fæddist hafi heiðin ávallt
verið til staðar og lýst upp tilveru hans. Heiðin er persónugerð og
ljóðmælandi lítur á hana sem móður sína. Hún táknar í raun nátt-
úruna alla. Í öðru erindi segir hann frá því hvernig hann hefur lifað
með náttúrunni í gegnum „lífsins brimólmt stríð“ og þannig ávallt átt
hana að í „gleði, ótta, von og harmi“. Hann hefur getað flúið til nátt-
úrunnar sem er ung að eilífu: „en sem að eilíf-ungum móðurbarmi /
með allt til hennar flúði og snemma og síð“. Hann finnur fyrir öryggi,
í þriðja erindi, því hún geymir sál hans „hjá grasi og tjörn, í lyngi, urð
og runnum / við sólskinsþögn og regnsins friðsamt fall“. Sonnettan
endar á kalli náttúrunnar:
Þar lifi ég, en annað allt er tál;
ég eilífð drekk úr náttúrunnar brunnum,
og daga og nætur hljómar hennar kall.
21 Matthías Jóhannessen (1978:97).