Són - 01.01.2007, Blaðsíða 74

Són - 01.01.2007, Blaðsíða 74
HEBA MARGRÉT HARÐARDÓTTIR74 Jakob orti „Sonnettusveig til Íslands“, sem kom út í Kaldavermslum árið 1920. Sonnettusveigur er röð fimmtán sonnetta. Þær tengjast þannig að síðasta lína þeirrar fyrstu er upphafslína næstu og þannig koll af kolli. Fyrsta braglína sonnettusveigsins verður lokalína fjór- tándu sonnettunnar og sú fimmtánda hefst með sömu orðum. Hún er kölluð meistarasonnettan og er sett saman úr upphafslínum allra sonnettanna sem á undan fara. Mikil meistarasmíð þykir ef griplur (gr. akrostikhon) eru í henni, það er ef upphafsstafir línanna mynda nöfn eða setningu. Samhljómur manns og náttúru og leitin að birtunni í djúpinu kem- ur fram í sonnettusveig Jakobs. Hann segir sjálfur að sonnettusveig- urinn fjalli um náttúrufegurðina í Dölum og að honum ljúki með hugleiðingu um ráðgátu dauðans.21 Þó að kvæðið sé ort til bernsku- dalsins er það ekki bundið stað og stundu. Kvæðið sýnir vel listfengi Jakobs, hvernig honum tekst með næmri skynjun sinni að lýsa náttúr- unni með dulrænum og hlýjum blæ. Sonnettusveigurinn hefst á þess- um orðum: Mín fyrsta sjón var heiðin, há og víð, á höfin svörtu ljóssins fyrsti bjarmi. Og síðan hef ég hvílt á hennar armi við húm og sól, í mollu og kaldri hríð. Hér gæti ljóðmælandi átt við að frá því hann fæddist hafi heiðin ávallt verið til staðar og lýst upp tilveru hans. Heiðin er persónugerð og ljóðmælandi lítur á hana sem móður sína. Hún táknar í raun nátt- úruna alla. Í öðru erindi segir hann frá því hvernig hann hefur lifað með náttúrunni í gegnum „lífsins brimólmt stríð“ og þannig ávallt átt hana að í „gleði, ótta, von og harmi“. Hann hefur getað flúið til nátt- úrunnar sem er ung að eilífu: „en sem að eilíf-ungum móðurbarmi / með allt til hennar flúði og snemma og síð“. Hann finnur fyrir öryggi, í þriðja erindi, því hún geymir sál hans „hjá grasi og tjörn, í lyngi, urð og runnum / við sólskinsþögn og regnsins friðsamt fall“. Sonnettan endar á kalli náttúrunnar: Þar lifi ég, en annað allt er tál; ég eilífð drekk úr náttúrunnar brunnum, og daga og nætur hljómar hennar kall. 21 Matthías Jóhannessen (1978:97).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.