Són - 01.01.2007, Síða 76

Són - 01.01.2007, Síða 76
HEBA MARGRÉT HARÐARDÓTTIR76 ins óð“ og þögnin ríkir. Fossinn táknar ævitímann sem er senn á enda; brátt mun dauðastundin nálgast. Líklega eru hliðstæður milli náttúru- myndmálsins og tilfinninga ljóðmælandans. Hann er orðinn öldungur og er farinn að hugsa um ráðgátu dauðans. Í næsta erindi verður hann sjálfur órofa hluti af jörðinni: Og jörðin verður sál — en sál mín jörð. Nú sé ég bjarma gegnum efnis tjald og grúfist dýpra grænan niðr í svörð. Sál hans verður að moldu og moldin að sál, sbr. Biblíuna: „Því að mold ert þú og til moldar skalt þú aftur hverfa!“ (1. Mósebók 3:19). Hann sameinast jörðinni, þ.e. uppruna sínum. Í fyrstu sonnettu mætti jafnvel halda að ljóðmælandi væri fæddur af móður náttúru, hér hverfur hann aftur til hennar. Miðað við efni sonnettusveigsins í heild lítur út fyrir að hann sé aðeins í uppljómunarástandi en alls ekki dáinn, því að í fimmtándu sonnettu bíður hann enn „fullrar birtu“. Í uppljómun sinni sér hann „bjarma“ í gegnum dulu efnisins. Hann sér lengra en efnislegur heimur gefur til kynna, honum birtist hin andlega vídd. Trúin á annað líf kemur hér fram. Ljóðmælandi grúfir sig lengra niður í grassvörðinn, hann finnur þar áreiðanlega „sætan ilm“ (sbr. sonnettu tvö). Það er eins og hann sé að hjúfra sig upp að móður náttúru. Hann hræðist ekki hið „hulda kynjavald“ því hann er sjálfur „sál af heimsins sál“. Hann segist síðan „búa glaður við bergsins kalda stál“. Fimmta sonnetta hefst á þeim orðum. Bergið, ásinn, hlíðin, móarnir, hvammurinn og fleiri staðir, sem nefndir eru í sonnettusveignum, eru hluti af bernskustöðvum hans. Þar finnst honum gott að vera. Í annarri sonnettu sagði ljóðmælandi frá því að náttúran „heimtaði hann að ási og bjargastall“ og að honum yrði ekki rótt fyrr en hann fyndi hjarta landsins slá við sitt. Bergið er þannig rétt við hjarta landsins. Hann vill gjarnan vera þar „er birtan fyrsta tendrar myrkan ál“. Þessi myndhverfing kallast á við ljóðlínuna „á höfin svörtu ljóssins fyrsti bjarmi“ í fyrstu sonnettu. Birtan fyrsta gæti stafað frá sólin- ni, sem veitir ljósi inn í annars myrka tilveru. Ljósið er merki um eilífð- ina og hafið táknar tilveruna (sbr. fyrstu og fimmtu sonnettu, „heimsins sær“). Ljóðmælandi er líklega enn að hugleiða ráðgátu dauðans, nú ekki sinn eigin heldur dauða allra manna. Lýsingin á dauðanum, sem byrjaði með náttúrulýsingu í fjórðu sonnettu, stigmagnast þegar dauðinn er nefndur á nafn. „Allar stjörnur slokkna, er skærast brunnu“ og „við teygum dauðans drykk úr lífsins skál“. Tímanum er líkt við strauminn og kvikar öldur:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.