Són - 01.01.2007, Side 124

Són - 01.01.2007, Side 124
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON124 skilgreiningu sinni: Bandarísk-breska skáldið T.S. Eliot verður sam- kvæmt henni expressjónisti og Halldór Kiljan Laxness á að hafa innleitt expressjónisma í íslenskan skáldskap með ljóðlínunni „og kýrnar leika við kvurn sinn fingur“.20 Um hið seinna er það að segja að þar er að sjálfsögðu ekki neinn expressjónismi á ferð heldur eitt helsta höfundareinkenni Halldórs alla tíð: leikurinn, leikur að orðum, leikur að hugmyndum. Og sú niðurstaða að Eliot hafi verið express- jónisti kemur ugglaust mörgum spánskt fyrir sjónir, ekki einungis enskumælandi bókmenntafræðingum heldur einnig hverjum þeim sem eitthvað þekkir til bókmennta á ensku og þýsku. En ályktun sína dregur Örn væntanlega af því að frá því um 1920 er yfirleitt ekki óslitin samfella í ljóðum Eliots heldur er framvindan rofin. Og það kemur heim við formúluna: ósamræmi milli lína eða málsgreina = expressjónismi. En expressjónisminn var ekki einfalt formsatriði, áþekkt rími, sem hægt er að greina hvar sem er í skáldskap. Í ljóðlist á ensku, sem var tiltölulega sjálfstæð þó nokkurra áhrifa gætti frá frönskum 19. aldar skáldum, gerðist það hinsvegar um 1920 að Ezra Pound og T.S. Eliot tóku að beita þeirri skáldskaparaðferð að raða upp brotum, tiltölulega sjálfstæðum ljóðbútum án beinna tenginga. Aðferðin varð víðkunn eftir útkomu Eyðilandsins 1922 og síðan hefur hún verið eitt megineinkenni ljóða á ensku. Hún er ekki tilkomin fyrir áhrif frá expressjónismanum í Þýskalandi eða því fyrirbæri hans sem Þjóðverjar kalla ‚raðstíl‘ (Reihungsstil ). Hinsvegar hefur verið bent á skyldleika hennar við klippitækni og skeytingu (collage, montage), að- ferðir sem farið var að nota í myndlist og kvikmyndagerð og hafa sett mikinn svip á nútímalistir. Örn beitir formúlum sínum á ljóð Halldórs Kiljans Laxness – til að kanna „hvort þar megi aðgreina t.d. expressjónisma og súrrealisma samkvæmt framantöldum greinarmun“ – og kemst að þeirri niðurstöðu að ljóð hans beri „eindreginn svip af expressjónisma, fyrst 1922, en einkum frá 1925 að telja“, og þegar litið sé á nokkur elstu ljóð Halldórs, „þá virðist líklegt að hann hafi lært að yrkja af þýskum expressjónistum“.21 Þetta er vægast sagt hæpið. Áþekk ljóðbygging kemur fyrir víða um þetta leyti og um áhrif frá þýskum expressjón- istum höfum við engan vitnisburð frá Halldóri sjálfum svo mér sé kunnugt. Mun nærtækara er að mínu áliti að leita fyrirmynda um 20 Örn Ólafsson (2005b:139 („[ljóð] T.S. Eliots, sem eru af tagi expressjónisma“); 2005a („[HKL] innleiddi expressjónisma í íslenska ljóðagerð um 1922 …“). 21 Örn Ólafsson (1992:57, 74 og 53).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.