Són - 01.01.2007, Page 130
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON130
öll, og söguleg sjónarmið skipta auðvitað máli. Þó hlýtur alltaf að
vera mikilvægt að gera sér grein fyrir eðlismun á einstökum
tegundum bókmennta þegar verið er að fjalla um skáldskap.36
Afdráttarlausari var niðurstaða mín nú ekki. Vel má kalla óvarkárni
af minni hálfu að benda ekki í Sónargrein minni á fleiri dæmi um
skáldskap á mörkum lausamáls og ljóða. En ég hef það mér til afböt-
unar að því fór víðs fjarri að ég væri að skrifa almenna ljóðlistarsögu
tímabilsins 1850–1950, hvað þá fyrri skeiða. Í mínum huga er það
auk þess meginatriði hve traust staða bundins máls var í aldanna rás,
þó það tæki á sig margvíslegar myndir.
VI
Og þá eru það fríljóðin. Örn staðhæfir að fríljóðin í Frakklandi á
seinnihluta 19. aldar og á Íslandi um miðja síðustu öld hafi ekki verið
neitt nýtt. Og virðist telja að það hafi verið öldungis ómarkvert að sú
aldagamla hefð að yrkja undir brag lét undan síga fyrir frjálsu formi,
nýrri tegund af hrynjandi, sveigjanlegri ljóðstíl. Ástæðan fyrir því
mati hans er greinilega sú að ljóð í bundnu máli geta einnig rúmað
óræð tengsl eða rof, milli lína eða innan línu. Og séu slík tengsl talin
vera nánast eina kennimark módernisma þá verður ályktunin skiljan-
leg. Um leið gerir Örn mér upp þær skoðanir að ég líti svo á að
ljóðbyltingin hafi verið í því einu fólgin að losa um formið, hverfa frá
bragformi. En leit skáldanna að hinu nýja og ókunna takmarkaðist að
sjálfsögðu ekki við það. Því hefur að vísu verið haldið fram að
ljóðbyltingin um miðja 20. öld á Íslandi hafi einungis verið form-
bylting, en gegn því færi ég ýmis rök í grein minni og skáldin sjálf
gagnrýndu það flest harðlega (sbr. það sem ég hef eftir Jóni Óskari
um Einar Braga).37
Örn hallast að því að andófið gegn fríljóðum ungu skáldanna um
miðja síðustu öld hafi stafað af íhaldssamri þjóðernisstefnu íslenskra
‚stalínista‘.38 Mér er ekki fullljóst við hverja hann á með því orðalagi
en sé það til dæmis Kristinn E. Andrésson þá er það villukenning.
36 Þorsteinn Þorsteinsson (2003:156, 2007:185).
37 Þorsteinn Þorsteinsson (2005:127). – Annað dæmi: Í bréfi til Kristins E. Andrés-
sonar frá París 18.12.1952 skrifar Sigfús Daðason um nýlega ljóðabók að það sé
eins og skáldið hafi „haldið að týpógrafískt arrangement nægði til að gera mann
að módernista. Það er mergurinn málsins: dautt form, eða líf formsins.“
38 Örn Ólafsson (2006a:132–33).