Són - 01.01.2014, Page 126
124 kristján jóHann jónsson
Jónas var skáld sem orti um sig og tilveru sína eins og honum sýndist
og vísaði til trúar á algóðan guð sem öruggt skjól og hafnaði nútímalegri
og tilvistarlegri hugsun um að maðurinn stæði einn og þyrfti að velja
eins og Abraham. Grá tittlingur inn er að forminu til kvæði en ekki
skýrsla og við hljótum að reikna með því að nítjándualdarskáldið Jónas
Hall gríms son hagræði því sem honum sýnist til þess að segja það sem
hann ætlar sér.
Abraham er vissulega persóna úr Biblíunni og hans er víða getið í
trúar legri umræðu. Erfitt er þó að skilja hvers vegna hann er í skýr ing-
um við ljóða safn Jónasar kallaður „fleira sem hangir á spýtunni“? Varla er
verið að láta að því liggja að bernska og trú geti ekki átt sam leið í kvæði.
Annað og gagnlegra atriði í skýringum Páls Valssonar er að Jónas las
þetta kvæði upp á fundi í Fjölnis félaginu 11. febrúar 1843. Það sama vor
fór Søren Aabye Kierkegaard til Berlínar til þess að glíma við söguna af
Abraham.
Það er ekki rými hér til þess að gera grein fyrir öllum skoðunum allra
sem skrifað hafa um Grátittlinginn. Kvæðið verður best skilið með því
að líta til samtíma Jónasar og þeirra umræðuefna sem þá voru á döfinni
og eitt þeirra var spurningin um það hvernig bæri að skilja söguna af
sonar fórn Abrahams.
Að mínu mati hafa túlkanir á kvæðinu um grátittlinginn ekki komist
almennilega að efni kvæðisins vegna upphafningar og dýrkunar túlkend-
anna á Jónasi Hallgrímssyni. Þar skiptir mestu tilhneigingin til þess
að líta á kvæðið sem sanna frásögn af bernsku mikilmennis og trú og
hugsunum veraldlegs dýrlings. Það er ekki sagt höfundunum til lasts.
Jónas hefur verið hafinn upp fyrir sinn tíma og að nokkru leyti gerður
ómann legur. Það er rætt um hann á „yfirsögulegu, fagurfræðilegu sviði
sem er óháð efnahag, samfélagi og stjórnmála aðstæðum“ (Abrams
1999:184). Það jók gildi hans meðan þjóðernis baráttan stóð sem hæst
og hann er í reynd dæmi gerður veraldlegur þjóðar dýrlingur. Í bókinni
Ódáins akur. Helgifesta þjóðar dýrlinga eftir Jón Karl Helgason (2013) er
margt gagnlegt sagt um tilurð og tilvist veraldlegra dýrlinga, meðal
annars þetta:
Stjórnmálaforingjum, víkingum, skáldum, listamönnum og guðs-
mönnum er skipað í hlutverk þjóðardýrlinga; þeirra föðurlega for-
dæmi felst í því að hafa byggt upp landið og höfuðstaðinn, barist fyrir
sjálf stæðinu, ræktað tunguna, sinnt listum og boðað fagnaðar erindið.
(2013:111)