Són - 01.01.2014, Page 132
130 kristján jóHann jónsson
manna á nítjándu öld um þjóð erni höfðu áhrif á allt þetta. Þessar útlínur
er rétt að hafa í huga þó að auð vitað séu þær fyrst og fremst útlínur.
Menningin er síbreytileg eins og heimurinn allur og á síðustu tveimur
öldum hefur umræðan um sjálfið og einstaklinginn náð áður óþekkt um
hæðum. Í viðamiklu riti eftir kanadíska heimspekinginn Charles Taylor,
Sources of the Self. The Making of the Modern Identity (1989), er það rætt í
þaula hvernig leit mannsins að siðrænum gildum mótar sjálfs mynd hans
og mögu leika á því að láta til sín taka. Við spyrjum, hver er ég? segir
Taylor:
… en það er ekki víst að því sé hægt að svara með því að tilgreina nafn
og upp runa. Það sem getur svarað þessari spurningu er skiln ingur á
því hvað skiptir okkur mestu máli. Til þess að vita hver ég er þarf ég
að vita hvað mér finnst. Sjálfs mynd mín markast af af stöðu og sam-
stöðu sem mynda þann ramma eða sjóndeildarhring sem gerir mér
kleift frá einu máli til annars að ákvarða hvað sé gott eða mikils virði,
eða hvað væri rétt að gera eða hverju ætti að snúast gegn og hafna.
Hún er með öðrum orðum sjóndeildarhringur og innan hans get ég
myndað mér skoðun (1989:27).7
Íhugun um einstaklinginn og möguleika hans gengur eins og rauður
þráður í gegnum bókmenntir á nítjándu öld, ekki síst í kveð skap Jónasar
Hallgríms sonar. Þar kemur einmitt þráfaldlega upp spurningin sem
Taylor setur á oddinn í sínu mikla riti: Hvað skiptir mig máli? Geti ég
ekki svarað því veit ég ekki hver ég er.
Skáld og grátittlingur
Jónas Hallgrímsson var öflugur náttúrufræðingur, sérstaklega í dýra-
fræði og jarð fræði, eins og komið hefur fram í greinum eftir Arnþór
Garðars son (1989) og Sigurð Steinþórsson (1989). Náttúru fræðin skipti
Jónas miklu máli og þar stóð hann fremstur landa sinna á sínum tíma
en jafn fætis erlendum náttúru fræðingum. Honum tókst þó ekki að
birta mikils verð rit um náttúru fræði heldur verður að líta á flest af því
7 „… but this can‘t necessarily be answered by giving name and genealogy. What does
answer this question for us is an understanding of what is of crucial importance to us.
To know who I am is a species of knowing where I stand. My identy is defined by the
commitments and identifications which provide the frame or horizon within which I can
try to determine from case to case what is good, or valuable, or what ought to be done,
or what I endorse or oppose. In other words, it is the horizon within which I am capable
of taking stand“ (Taylor 1989:27).